Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 90
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u. SENDU SMS SKEYTIÐ JA LSV Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER PS2 TÖLVA OG JUST CAUSE LEIKUR AUKA VINNINGAR ERU: LEGO STARWARS LEIKIR • PS2 TÖLVUR DVD MYNDIR • FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA! LENDIR Í BT 21. SEPT EMPER TENNIS Arnar Sigurðsson, fremsti tennisspilari okkar íslendinga, hefur í miklu að snúast og tók á dögunum þátt í atvinnumanna- móti í Los Angeles þar sem hann komst í 8 manna úrslit. Arnar hóf keppni í 32 manna úrslitum og bar þar sigurorð af Patrick John Tierro frá Filipp- seyjum í þremur settum. Í 16 manna úrslitum vann Arnar Michael McClune frá Bandaríkj- unum í tveimur settum en í 8 manna úrslitum tapaði Arnar í tveimur settum fyrir Eric Taino frá Filippseyjum. Sigurvegari mótsins var Dudi Sela frá Ísrael. Það er nóg að gera hjá Arnari þessa dagana því í byrjun þessarar viku hóf hann keppni á öðru móti í Los Angeles en þar datt út í 32 manna úrslitum fyrir Bandaríkjamanninum Tim Smyczek. Smyczek þessi var talinn vera sjöundi besti keppandi þess móts og því ljóst að Arnar datt út fyrir sterkum spilara. Í næstu viku mun Arnar svo fara til Mexíkó og taka þátt í öðru móti þar. Arnar hefur verið að færa sig ofar á styrkleikalistanum og fyrir vikið þarf hann ekki að taka þátt í undankeppnum á þessum mótum og hefur leik í 32 manna úrslitum. - dsd Það er nóg að gera hjá fremsta tennisspilara Íslands þessa dagana: Arnar komst í 8 manna úrslit ARNAR SIGURÐSSON Hefur í miklu að snúast þessa dagana og keppir grimmt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson gekk fyrr í sumar til liðs við sænska 1. deildarliðið Norrköping frá Val. Hann hefur gert það gott í Svíþjóð, byrjað inn á í öllum leikj- um liðsins síðan hann kom og skor- að í þeim fjögur mörk. Fyrir hjá liðinu var annar Skagamaður, Stef- án Þórðarson, og leika þeir félagar saman í sókn liðsins. „Ég er reyndar í nýju hlutverki inni á vellinum,“ sagði Garðar. „Ég leik hægra megin í þriggja manna sóknarlínu og Stefán er uppi á toppi. Þetta er öðruvísi, það er til að mynda meiri varnarvinna sem fylgir þessu hlutverki en ég er að komast inn í þetta.“ Norrköping er eins og stendur í fjórða sæti deildarinnar en þriðja sætið veitir umspilsrétt við liðið sem lendir í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar um laust sæti í síðarnefndu deildinni. Norrköping stefnir á að ná þangað en stutt er eftir af tímabilinu. „Við virðumst klúðra öllum tækifærum sem við fáum til að komast í þriðja sætið. Vonandi vinnum við næsta leik og náum að saxa eitthvað á forskotið.“ Garðar segir að honum líði vel hjá liðinu, honum hafi verið vel tekið og hann nái vel saman við aðra leikmenn inni á vellinum, sér í lagi Stefán. „Hann hefur lagt upp mark fyrir mig og ég hef átt þátt í mörkum sem hann hefur skorað. Leikstíll þessa liðs hentar mér mjög vel og þá er knattspyrnan í þessari deild hraðari en heima og dómarinn leyfir meira. Það hentar mér vel því ég er hrifinn af því að nota skrokkinn og fá aðeins að ýta við varnarmönnunum. Þeir fá líka að ýta á móti og getur oft komið mikill hiti í leikinn. Hann verður skemmtilegri fyrir vikið.“ Um síðustu áramót gekk Garð- ar til liðs við Dunfermline í Skot- landi þar sem hann fékk fá tæki- færi og kom inn á sem varamaður í einum leik. Hann segist þó ekki sjá eftir neinu. „Ég bætti mig heilmikið í Skotlandi, bæði and- legu hliðina og sem knattspyrnu- maður. Þar kynntist ég meiri hraða því jafnvel á æfingum mátti maður varla koma við boltann oftar en 2-3 sinnum áður en maður sendi hann.“ Garðar er 23 ára gamall og hefur eins og svo marga aðra knattspyrnumenn dreymt um að gerast atvinnumaður í knatt- spyrnu frá blautu barnsbeini. „Nú er maður að upplifa drauminn og nú þarf maður að dreyma enn stærra,“ sagði Garðar. Hann hefur sjálfur kynnst miklu mótlæti í gegnum tíðina. „Ég hef barist við mótlæti allan minn meistara- flokksferil. Það hefur bara styrkt mig andlega. Það eru margir sem brotna en það þýðir ekkert, maður verður bara að leggja harðar að sér.“ Hann segir að reynslan sem hann hafi öðlast á Íslandi sé dýr- mæt. „Íslenska deildin er mjög góður skóli. Það eru margir ungl- ingar sem fá tilboð um að leika með erlendum liðum en þar eiga þeir það á hættu að týnast. Dunfermline var ekki stórt félag en þar voru engu að síður margir ungir leikmenn. Ég gat haldið áfram í Skotlandi en ákvað frekar að koma heim og spila. Og það er betra að kynnast meistaraflokkn- um á Íslandi áður en farið er út enda hafa margir þurft að koma heim um tvítugt eftir að hafa verið 2-3 ár erlendis.“ Hann segir að þolinmæði sé lykilorðið. „Þetta hefur mig dreymt um síðan maður var fimm ára gamall. Menn verða því oft fljótir á sér þegar þeir sjá tæki- færið. En maður verður að vera raunsær og þótt maður sé orðinn 23 ára gamall er draumurinn ekki úti.“ Norrköping er vissulega ekki stórt félag á alþjóðavísu en Garð- ar vonast til að það verði góður stökkpallur fyrir hann. „Hér fæ ég að spila reglulega og sjálfs- traustið hefur aukist mikið. Vera mín hér hefur hjálpað mér mikið á alla mögulega vegu.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Reynslan úr íslenska boltanum er afar dýrmæt Garðar Gunnlaugsson segist vera að upplifa drauminn í Svíþjóð þar sem hann leikur með 1. deildarliðinu Norrköping. Hann stefnir hærra og segir að ekki megi vanmeta þá reynslu sem ungir íslenskir knattspyrnumenn fá á Íslandi. GARÐAR GUNNLAUGSSON Hér í leik með Val fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Glenn Roeder, fram- kvæmdastjóri Newcastle, var áður stjóri West Ham og var við stjórnvölinn þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2003. Hann fékk að heyra það frá nokkrum stuðningsmönnum West Ham þegar liðin mættust á Upton Park á sunnudaginn. Roeder greindist með heilaæxli sama vetur og West Ham féll og gekkst undir alvar- lega skurðaðgerð vegna þess. Sumir stuðningsmanna West Ham gengu svo langt að kalla hann „krabbameinsstrák“ úr áhorf- endapöllunum. „Það sorglegasta við þessi hróp og köll á sunnudag- inn er það að þegar ég horfði í and- lit þeirra sem voru að hrópa þá sá ég að sumir hverjir voru menn á mínum aldri. Menn á fertugs- og fimmtugsaldir hrópandi um krabbamein og dauða. Þessir menn gætu sjálfir lent í sömu aðstöðu og ég einn daginn en að sjálfsögðu vona ég það ekki. En sem betur fer var ég vitni að þessu. Ég er mun ánægðari að vera lifandi til að sjá og heyra þetta en að liggja dauður undir grænni torfu einhvers staðar. Ég veit að það var bara minnihluti aðdáenda West Ham sem átti sök á þessu,“ sagði Glenn Roeder um þetta ömurlega atvik. „Ég gerði allt sem ég gat fyrir West Ham þegar ég var þar stjóri og vann hörðum höndum fyrir félagið. Ég gagnrýndi aldrei félag- ið þegar ég yfirgaf það og ég var mjög ánægður þegar West Ham komst upp í úrvalsdeildina. Ég ber engan kala til félagsins, lífið er of stutt fyrir svoleiðis lagað,“ sagði Roeder. - dsd Glenn Roeder fékk heldur óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum West Ham: Var kallaður krabbameinsstrákur GLENN ROEDER Var stjóri West Ham fyrir þremur árum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.