Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 2
2 24. september 2006 SUNNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
SLÖKKVILIÐ Mörg útköll voru hjá
lögreglu og slökkviliði í Smá-
íbúðahverfinu í Reykjavík í
fyrrinótt þar sem skrúfað var frá
brunahönum í hverfinu frá
klukkan þrjú um nóttina og til
klukkan átta fram undir morgun.
Alls var vatni hleypt af níu
brunahönum. Varðstjóri slökkvi-
liðsins segir bagalegt að slökkvi-
liðsmenn þurfi að eyða tíma
sínum í svona nokkuð. Hann
bendir á að uppátæki af þessu
tagi geti skemmt brunahanana ef
frost er úti. Það geti svo valdið
hættu ef þörf er á að nota þá.
Ekki sást til sökudólganna. - kdk
Fjöldi útkalla hjá slökkviliði:
Skrúfað frá níu
brunahönum
SKRÚFAÐ FRÁ BRUNAHÖNUM Varðstjóri
slökkviliðsins segir uppátæki sem þessi
afar bagaleg.
KÁRAHNJÚKAR Brúnni yfir Jökulsá á
Dal var lokað í gær. Handrið og
brúardekk voru fjarlægð en
burðarverkið var látið standa. Það
mun fara í kaf er byrjað verður að
safna vatni í uppistöðulón Kára-
hnjúkavirkjunar síðar í vikunni.
Brúin, sem er skammt fyrir
ofan Kárahnjúkastíflu, var byggð
við upphaf framkvæmda við
Kárahnjúkavirkjun. Hún hefur
verið opin almennri umferð en nú
þurfa ferðamenn að bíða þess að
vegurinn yfir stífluna sjálfa verði
opnaður til að komast yfir ána, en
það verður ekki fyrr en næsta
sumar. - tg
Brú yfir Jökulsá á Dal lokað:
Fer undir vatn
síðar í vikunni
BRÚIN YFIR JÖKULSÁ Á DAL Einungis
burðarverkið stendur nú eftir.
SKEMMDARVERK Dagforeldrar í Síðuhverfi á
Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í
hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot
og tæki til fíkniefnaneyslu
stofni börnum ekki í hættu.
Svo langt gangi skemmdar-
verkin að glerbrotum sé
stundum dreift á markviss-
an hátt um sandkassa á
leikvellinum.
Veggjakrot sé algengt og
rúður í skúr brotnar að
minnsta kosti mánaðarlega.
Flöskur til hassneyslu og
önnur fíkniefnatól finnist
reglulega inni á leikvellinum.
Dröfn Árnadóttir, ritari Dagvistunar, félags
dagforeldra á Akureyri og nágrenni, segir
þetta alvarlega vandamál hafa viðgengist allt
of lengi. „Við höfum beðið lögreglu um aðstoð
en hún hefur lítið getað hjálpað. Svæðið er illa
upplýst og erfitt að vakta það á kvöldin og
næturnar. Við erum í rauninni bara að bíða
eftir slysi.“
Hún segir félagið hafa verið í viðræðum við
skólastjóra Síðuskóla um að kennarar ræði við
börn í skólanum og fræði þau um mögulegar
hættur á leikvöllum. „Við viljum skapa
umræðu um málið og vekja alla til umhugsunar
því þetta er grafalvarlegt vandamál.“ - sþs
Dagforeldrar á Akureyri vekja athygli á skemmdarverkum á leikvelli í Síðuhverfi:
Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa
DRÖFN ÁRNADÓTTIR
BROTIN RÚÐA Dröfn segir litla hjálp hafa verið í
lögreglunni, leikvöllurinn sé illa upplýstur og erfitt að
vakta hann á kvöldin og næturnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
SLYS Átta voru fluttir á sjúkrahús
eftir árekstur á Höfðabakkabrú í
Reykjavík um tvöleytið í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
slysadeild slasaðist enginn
alvarlega. Tildrög slyssins voru
þau að lögreglubíll með blikkandi
forgangsljós og hljóðmerki ók á
móti rauðu ljósi með þeim
afleiðingum að hann lenti í
árekstri við lítinn fólksbíl sem
ekið var yfir á grænu. Fimm börn
voru í fólksbílnum, auk öku-
manns, og tveir lögreglumenn í
lögreglubílnum og voru allir
fluttir á slysadeild. Lögreglan var
á leið í Grafarvog til að sinna
ökumanni sem hafði dottið af
vélhjóli, en meiðsl hans voru ekki
alvarleg. Málið er nú í rannsókn
en að sögn lögreglunnar er útsýni
á brúnni fremur takmarkað. - kdk
Lögreglubíll í árekstri:
Átta fluttir
á slysadeild
MATVÖRUVERÐ Þingmenn Samfylk-
ingarinnar ætla að leggja fram til-
lögur á Alþingi sem þeir telja að
geti lækkað matarreikning heimil-
anna um tvö hundruð þúsund krón-
ur á ári. Til að ná því fram vill
flokkurinn meðal annars fella
niður vörugjald af matvælum og
lækka virðisaukaskatt af matvæl-
um um helming.
Einnig er lagt til að innflutn-
ingstollar af matvælum verði lagð-
ir niður í áföngum. 1. júlí næst-
komandi verði helmingur þeirra
afnuminn og ári síðar verði allir
tollar endanlega fallnir niður.
Í tilkynningu frá flokknum
segir að Samfylkingin hafi ein
flokka barist fyrir lækkun mat-
vælaverðs á undanförnum árum,
ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið
gegn slíkum tillögum á Alþingi.
Matvælakostnaður heimilanna
nemi að meðaltali um 750 þúsund
krónum á ári og því myndu tillög-
urnar lækka matarreikninginn um
rúman fjórðung.
Þá segir að matarverð á Íslandi
sé með því
hæsta í heim-
inum og um
fimmtíu pró-
sentum hærra
en hjá
nágranna-
þjóðunum.
Hátt verð á
matvælum á
Íslandi sé hins
vegar heimatil-
búinn vandi
sem vel sé hægt að bregðast við.
Lagt er til að fyrirkomulagi á
stuðningi við bændur verði breytt;
teknar verði upp tímabundnar
beinar greiðslur og umhverfis-
styrkir. Þetta fyrirkomulag verði
útfært í samvinnu við bændur.
Jafnframt muni Samfylkingin
leggja fram frumvarp þar sem
afnuminn sé réttur landbúnaðar-
ráðuneytis til að hafna breytingum
á tollskrám sem varða breytingar
á innflutningsvernd búvara.
„Við leggjum til að létta bænd-
um aðlögunina og þá verði tekinn
upp tímabundinn stuðningur við
bændur sem verði mótaður í sam-
ráði við samtök þeirra. Þar eru
ýmsar leiðir sem koma til greina,“
segir Össur Skarphéðinsson, þing-
flokksformaður Samfylkingar.
„Til dæmis er orðið löngu tíma-
bært að taka upp svokallaða græna
styrki og einnig er hægt að styðja
við atvinnuuppbyggingu í sveitum
þar sem kynnu að skapast ein-
hverjir tímabundnir erfiðleikar.“
salvar@frettabladid.is
Samfylking ætlar að
lækka matvöruverð
Samfylkingin ætlar að lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári.
Meðal breytinga sem lagðar eru til eru niðurfelling vörugjalda og lækkun virðis-
aukaskatts á matvæli. Einnig skuli fella niður alla innflutningstolla á matvælum.
KJÖTBORÐ Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um helmingi hærra en
hjá nágrannaþjóðum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við.
„Svona aðgerðir á svona stuttum tíma munu leggja stóran
hluta landbúnaðarins, og úrvinnslugreina hans, í rúst,“
segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasam-
takanna, um tillögur Samfylkingar til lækkunar á matvæla-
verði.
Meðal helstu breytinga í tillögunum eru niðurfelling
innflutningstolla á matvælum í áföngum. 1. júlí verði tollar
lækkaðir um helming og ári síðar verði þeir afnumdir með
öllu. Fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði einnig
breytt þannig að teknar verði upp tímabundnar beinar
greiðslur og umhverfisstyrkir. Slíkt fyrirkomulag verði
útfært í samvinnu við bændur. „Það er ekkert nema blekk-
ing og hræsni að halda að það sé hægt að bæta þetta upp
með einhverjum mótaðgerðum. Ef þetta gerist á þessum
hraða mun það höggva afskaplega stór skörð í landbúnað-
inn og alla úrvinnslu búvara hér á landi,“ segir Sigurgeir.
Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylking-
arinnar, segir hag landbúnaðarins hafa vænkast verulega á
undanförnum árum, „eins og landbúnaðarráðherra gumar
jafnan af. Við teljum að neytendur þurfi að fá eitthvað af
þeim hagræðingarmöguleikum sem bændur hafa fengið
undanfarin ár,“ segir Össur. - sþs
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna mótmælir tillögum um lækkun matarverðs:
Mun leggja landbúnað í rúst
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
SLÖKKVILIÐ Eldur kviknaði í
farþegaskipinu Lagarfljótsormin-
um snemma í gærmorgun.
Vakthafandi lögreglumaður sagði
eldinn hafa kviknað út frá raf-
magnsofni en greiðlega hefði
gengið að slökkva hann. Skemmdir
væru þó talsverðar, þá aðallega af
sóti og reyk. Alfreð Steinar
Rafnsson, skipstjóri Lagarfljóts-
ormsins, sagði að nær samstundis
og eldurinn var slökktur hefðu
viðgerðir verið hafnar og útlit væri
fyrir að ormurinn yrði kominn á
fullt skrið næsta föstudag. - kdk
Lagarfljótsormurinn:
Eldur um borð
FLUGSAMGÖNGUR Samgönguráðu-
neytið mun bjóða út flug til
Vestmannaeyja, finnist ekki aðrir
sem eru tilbúnir til að fljúga
þangað án opinberra styrkja. Eins
og fram kom í Fréttablaðinu í
gær ætlar Landsflug að hætta
öllu áætlunarflugi milli Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur.
Ekkert annað flugfélag flýgur
sömu leið.
„Ef það kemur í ljós að það sé
enginn tilbúinn að fljúga þetta
flug á markaðsforsendum munum
við fara í að undirbúa útboð á
þessari leið,“ segir Ragnhildur
Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu. - sþs
Flugsamgöngur í Eyjum:
Útboð undirbúið
Ívar, væri laxerolía ekki áhrifa-
ríkari?
„Laxinn virkar að minnsta kosti, hitt
höfum við ekki prófað.“
Ívar Guðmundsson, einkaþjálfari og
útvarpsmaður, er einn þeirra sem stunda
laxaát til að halda sér í formi. Í laxakúrn-
um er lax í matinn fimm sinnum á dag í
sex daga.
FLUGSLYS Flugvél hvolfdi í
lendingu á sandbreiðu við
Gæsavötn um hádegi í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Húsavík var
flugmaðurinn einn í vélinni, sem
er eins hreyfils, þegar henni
hlekktist á í lendingu og endaði á
hvolfi um tvö hundruð metrum
frá þeim stað þar sem hún lenti
fyrst. Flugmaðurinn slapp lítið
slasaður. Rannsóknarnefnd
flugslysa fór á vettvang og
rannsakar nú slysið. - sþs
Flugvél hvolfdi við Gæsavötn:
Engan sakaði í
flugóhappi
Bifhjólamaður var stöðvaður af
lögreglunni á Hvolsvelli í gærmorgun
eftir að hafa mælst á ofsahraða. Hann
mældist á 170 km hraða og var svipt-
ur ökuréttindum á staðnum.
LÖGREGLUFRÉTT
Ofsaakstur á mótorhjóli