Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 10
10 24. september 2006 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á
suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Góður liðsauki
„Nauðsynlegt er að taka upp umræðu
um dreifistýringu heilbrigðiskerfis-
ins, heilsugæslunnar og sjúkrahúsa,
samkeppni og einkarekstur heil-
brigðisstofnana, sjúkrahúsa og hjúkr-
unarheimila og heilsugæslustöðva,
einkarekstur þar sem sjúklingar njóti
sjúkratrygginga,“ sagði í Morgunblaðs-
grein í gær. Nei, það var ekki verið að
vitna í Össur Skarphéðinsson
á landsfundi Samfylkingar
2003 né var greinin eftir
Ágúst Ólaf Ágústsson
varaformann sama flokks.
Tómas Helgason, prófess-
or í geðlækningum, virðist
hafa gengið til liðs við þá
félaga í baráttunni fyrir
meira frjálsræði í heil-
brigðisrekstri.
Einn, tveir og Geir
Baráttujöxlunum Birni Bjarnasyni og
Guðlaugi Þór Þórðarsyni finnst ekk-
ert tiltökumál að leggjast í prófkjörs-
slag. Margir sjálfstæðismenn hefðu
samt kosið að Björn fengi annað
sæti baráttulaust fyrir sitt síðasta
kjörtímabil. Á Geir H. Haarde meðal
annars að hafa mælst til þess við
Guðlaug Þór að hann léti a f
baráttu um það sæti
og færi í annað
öruggt sæti.
Fór Guð-
laugur Þór
yfir stöðuna
um síðustu helgi
og ákvað síðan að
taka slag-
inn, enda
búinn
að tilkynna það stuðningsmönnum
sínum.
Öflugur stjórnarformaður
Sú var tíðin að Halldór H. Jónsson, þá
stjórnarformaður Eimskips, var kallað-
ur stjórnarformaður Íslands. Í vikunni
var sá titill hins vegar hengdur á Gunn-
laug Sævar Gunnlaugsson, sem er ekki
í stjórn Eimskips heldur Tryggingamið-
stöðvarinnar. Sævar er reyndar líka
stjórnarformaður Icelandic Group og
hefur náð góðum árangri með félagið.
Til þess þurfti hann reyndar að láta tvo
forstjóra fjúka á síðasta ári; Gunnar
Svavarsson og Þórólf Árnason. Fyrr
og síðar hefur nefnilega þurft sterk
bein til að standa undir nafnbótinni
stjórnarformaður Íslands.
bjorgvin@frettabladid.is
Umræðan | Peningamálastefnan
Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004
sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn
hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í
baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu.
Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peninga-
málum erum við víðsfjarri markmiði um
2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein
af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er
eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd pen-
ingastefnunnar síðustu ár hafi skilað til-
ætluðum árangri?
Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og
hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar
álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verð-
bólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja
niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfalla-
laust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörg-
um öðrum, haft mikið gagn af íslensku peninga-
stefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið,
ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til
að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðla-
bankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að
lækka vexti? Fyrstir til að flýja land
verða hinir erlendu fjármagnseigendur.
Gengislækkun krónunnar er þá óhjá-
kvæmileg og verðbólguskot fylgir yfir-
leitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg
peningastefna, sem þrýstir m.a. upp
gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs
þegar gengið fellur aftur andstætt mark-
miðum Seðlabankans.
Einn stærsti gallinn við núverandi
framkvæmd peningastefnunnar er tíma-
setning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið
þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum
áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að
hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt
að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í pen-
ingastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni.
Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin aug-
ljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé
líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til
framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða
peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skil-
ar ekki árangri.
Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Árangurslaus peningastefna
Það er mjög sérstakt að vera kominn í prófkjör. Allur
sólarhringurinn lagður undir
ásamt heimilinu, vinunum,
fjölskyldunni og vesalings
nágrönnunum sem þurfa að lána
eldhús- og stofustóla á hverju
kvöldi vegna fundahalda. En það
er gaman að þessu, mikið líf og
fjör. Einn góður vinur minn spurði
hvort ég myndi ekki fá mörg
atkvæði úr sjávarútveginum, ég
hefði jú unnið öll menntaskóla- og
háskólasumrin í frystihúsi vestur
á fjörðum; hvað með sjómenn,
spurði hann vongóður og neri
saman höndunum.
Það er nú það, sagði ég við vin
minn, ég er ekki viss um hvort
þeir hafi mikið álit á sjómennsk
uferli mínum. Ég fór einn túr á
togara. Grétar skipstjóri á Gylli
frá Flateyri stakk hausnum niður
um lestarlúguna þar sem við
vorum nokkrir að klára að landa
karfa og spurði hvort ég vildi ekki
koma með í næsta túr. Það var
áliðið kvölds og þetta hafði verið
löng og erfið löndun. Þreytan
hvarf samt alveg við þessa
spurningu skipstjórans og ég
hrópaði já af lestargólfinu. Það
átti að fara út á miðnætti og á
leiðinni heim af bryggjunni til að
sækja dótið mitt byrjaði ég að
reikna í huganum hvað ég myndi
nú græða mikið á þessum túr. Ef
ég stæði mig vel þá fengi ég
kannski fleiri túra og hver vissi
nema ég yrði fastur sumarafleys-
ingamaður, kæmist í fast pláss.
Gott ef ég fór ekki að hugsa um að
fjárfesta í lítilli íbúð fyrir alla
peningana.
Út var haldið á miðnætti og stefnt
í áttina til Grænlands, á grálúðu-
miðin. Þegar á miðin var komið
var ég mættur á fyrstu alvöru
vaktina tilbúinn í slaginn. Og það
gekk allt ágætlega, mér fannst
mér takast vel upp í þeim verkum
sem mér var úthlutað og ég var
ekkert minna sjóaralegur en hinir.
Þangað til einn þeirra sjóvönu
sagði, „eigum við ekki að fá okkur
að borða“. Þá helltist yfir mig
sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki.
Og þá gerði ég mistök. Í stað þess
að fara og borða, sem hefði
kannski bjargað mér, þá ákvað ég
að fara niður í káetu og sjá hvort
þetta rjátlaðist ekki af mér. Við
tóku tveir ömurlegustu sólar-
hringar sem ég hafði lifað. Ég
man þetta meira og minna í móðu.
Ég reyndi að koma mér í vinnu
því ég skammaðist mín fyrir
vesaldómin. Minnist þess að hafa
legið flatur á gólfinu í stakka-
geymslunni þar sem mér hafði
tekist að klæða mig í sjóbuxurnar
og var að brasa liggjandi við að
koma mér í stakkinn. Stýrimaður-
inn stóð og horfði forviða á
aðfarirnar. Spurði síðan þegar hlé
varð á, hvað ég hefði hugsað mér
að gera næst eftir að ég væri
búinn að koma mér í stakkinn,
hvort ég héldi í alvörunni að ég
gæti unnið svona á mig kominn.
Ég held ég hefði stokkið útbyrðis
ef ég hefði haft til þess kraft á
þeirri stundu. En svo fór þetta að
skána, reyndar mjög hægt. Ég gat
komið mér niður í lest og byrjað
að moka ís í kassana, flaug
hundrað sinnum á hausinn og naut
mín satt best að segja engan
veginn. En ég var þó byrjaður að
vinna. Á næstu frívakt notaði ég
tækifærið og lagðist í trolldræsu
sem lá á hvalbaknum. Þar lá ég og
naut þess að finna líf færast í mig.
Allt um kring á slóðinni voru aðrir
togarar á grálúðuveiðum.
Sjómenn þar um borð veittu því
athygli að það lá þarna maður sem
dauður væri. Skipstjórarnir
byrjuðu að kalla í skipstjórann
okkar og hann spurður hvað þessi
maður ætti að fyrirstilla þarna á
hvalbaknum. Grétar skipstjóri
var ekki þeirrar gerðar að hann
sætti sig við háðsglósur vegna
þess að hann væri með sjóveikan
skólastrák um borð. Hann sneri
því vörn í sókn og sagði kollegun-
um að maðurinn á hvalbaknum
væri landsþekktur fuglafræðing-
ur frá Reykjavík sem væri við
rannsóknir. Gyllir hafði verið
sérstaklega valinn til að taka
þennan merka fræðimann með í
þessar mikilvægu rannsóknir sem
myndi nýtast öllum togaraflotan-
um við grálúðuveiðar í framtíð-
inni. Enn einu sinni bar Grétar
skipstjóri af öðrum skipstjórum á
svæðinu. Ég rölti mér upp í brú
þegar ég hafði legið nægju mína.
Grétar skipstjóri tók á móti mér
og spurði mig hvort ég hefði
eitthvað vit á fuglum. Mér fannst
þetta skrítin spurning en svaraði
því til að ég þekkti hrafna frá
öðrum fuglum, lengra næði það
nú ekki. Það var síðan fullur
skilningur á því milli mín og
skipstjórans að kraftar mínir
nýttust betur í frystihúsinu en á
togaranum. Ég er þó þeirri
reynslu ríkari að sjómenn, þrátt
fyrir hrjúft yfirborð, eru góðir
vinir í raun og ég vona að ég njóti
stuðnings sjómanna hér í Reykja-
vík, þrátt fyrir fremur stuttan
sjómennskuferill.
Sjómennskan er ekkert grín
BJARNI MÁR GYLFASON�������������������������������������������������
����������������������������������������������
�������������������������������������
�����������������
����������������������������������������
��������������������������������������
������������� ���������������������������������������������������������
������������������
Þá helltist yfir mig sjóveiki,
alveg hræðileg sjóveiki. Og þá
gerði ég mistök. Í stað þess
að fara og borða, sem hefði
kannski bjargað mér, þá ákvað
ég að fara niður í káetu og sjá
hvort þetta rjátlaðist ekki af
mér.
ILLUGI GUNNARSSON
Í DAG | Sjómennska
M
argt horfir til bóta í frumvarpi Björns Bjarnason-
ar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla
almennra hegningarlaga. Miklu munar um það
ákvæði að fyrningarfrestur kynferðisbrota miðist
við átján ára aldur brotaþola í stað fjórtán ára
áður. Hækkun refsihámarks fyrir kynferðislega áreitni gegn
börnum gerir einnig að verkum að fyrningartími þessara brota
verður lengri en áður. Ýmsir hafa þó bent á að rétt hefði verið
að ganga enn lengra og jafnvel afnema fyrningarfrest í brotum
sem þessum.
Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi gegn börn-
um sé meðal allra alvarlegustu glæpa sem framdir eru. Þynging
refsinga í kynferðisbrotamálum gegn börnum, eins og gert er
ráð fyrir í frumvarpinu, er því löngu tímabær.
Einnig er til bóta rýmkun á nauðgunarhugtakinu á þann veg
að ef frumvarpið nær fram að ganga telst það vera nauðgun ef
gerandi færir sér bágt andlegt ástand eða skilningsleysi þol-
anda í nyt. Þetta þýðir að misneyting, til dæmis á þeim sem eru
þroskaheftir, telst vera nauðgun.
Í frumvarpi dómsmálaráðherra er felld niður refsing fyrir að
stunda vændi sér til framfærslu. Þess í stað verður refsivert
að bjóða fram eða miðla kynmökum í opinberum auglýsingum.
Þetta er vissulega mikil breyting miðað við gildandi lög þar sem
refsivert er að stunda vændi.
Allt bendir til að til undantekninga heyri að nokkur mann-
eskja kjósi að hafa tekjur af því að selja líkama sinn.
Hér hefðu margir viljað ganga enn lengra og fara „sænsku
leiðina“ sem svo er kölluð en samkvæmt henni er refsivert að
kaupa vændi. Þessi leið hefur verið farin í löggjöf í Svíþjóð en
aðrar norrænar þjóðir hafa ekki kosið að fara hana.
Talsmenn frelsis til að kaupa og selja kynlífsþjónustu minna
iðulega á að vændi sé elst atvinnugreina. Á móti má benda á að
fjölmargar atvinnugreinar sem stundaðar hafa verið í gegnum
aldir og árþúsund hafa úrelst vegna samfélagsbreytinga. Svo
ætti einnig að vera um vændi í samfélagi þar sem jöfnuður og
reisn teljast til mannréttinda.
Sömuleiðis er bent á að þær konur, og karlar, sem stundi vændi
hafi valið sér þessa leið til að afla sér lífsviðurværis. Rétt eins og
aðrir velji að vera læknar, leikskólakennarar eða að standa bak
við búðarborð í verslun. Þetta er mikil einföldun. Allt bendir til að
til undantekninga heyri að nokkur manneskja kjósi að hafa tekjur
af því að selja líkama sinn. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem
stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og
oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna
fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema
refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn.
Tíminn leiðir í ljós hver áhrif þessarar lagabreytingar verða
og hvort ástæða er til að ganga lengra bæði varðandi fyrirngar-
frest í kynferðisbrotum gegn börnum og í þá átt að refsivert
verði að kaupa vændi.
Framfarir í frumvarpi um
kynferðisbrotakafla hegningarlaga:
Vændi er neyð
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR