Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 14
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er fertugur í dag. Hann segir aldurinn leggjast vel í sig og ætlar sér að sanna það svo eftir verði tekið að fer- tugum sé allt fært. „Mér hefur aldrei liðið betur og mér finnst ég vera á besta aldri og til þess að innsigla það hef ég sett mér það krefjandi markmið að klífa á tind Kilimanjaro á næsta ári og sanna það um leið að allt sé fertugum fært.“ Andri segist síður en svo vera mikill fjallgöngugarp- ur en það geri viðfangsefnið enn skemmtilegra. „Ég er ekki í neitt sérstakri þjálfun og er enginn sérstakur úti- vistarkarl fyrir utan golfið og skíðin en ég ætla að skora á vini og samstarfsfélaga að koma með mér í þennan leiðangur og fer í markvissa þjálfun áður en ég legg af stað á næsta ári.“ Andri segist vera annál- aður gleðimaður og hann hafi því óhjákvæmilega þurft að slá upp stórveislu og vinir, ættingjar og kunn- ingjar hans gátu sótt gull í greipar afmælisbarnsins í gær þegar Andri bauð upp á afurðir Ölgerðarinnar í heilmiklu teiti á Domo, óopnuðum veitingastað Kor- máks og Skjaldar. „Egils gull var að sjálfsögðu í önd- vegi en það má segja að þetta hafi verið prufu- keyrsla á staðnum,“ segir Andri, sem fékk Bogomil Font til þess að syngja fyrir veislugesti. Afmælisdagurinn hefur frá því í bernsku verið Andra hugleikinn. „Mér þykir alltaf voðalega vænt um þennan dag og þykir gott að gera mér dagamun,“ segir Andri sem hefur breyst mikið eftir að hann fékk fertugsafmælisgjöfina frá eiginkonu sinni. „Konan mín gaf mér augnaðgerð í afmælisgjöf þannig að ég hef fengið fulla sjón. Ég fékk gleraugu þegar ég var sex ára og hef ekki gengið um gleraugna- laus síðan,“ segir Andri Þór sem ætlar að klífa Kiliman- jaro á næsta ári, fertugur og gleraugnalaus. thorarinn@frettabladid.is 24. september 2006 SUNNUDAGUR14 Á þessum degi árið 622 kom Múhameð spámaður til borgarinnar Medína, en fyrr um sumarið hafði hann flúið frá Mekka. Hegira, eins og flóttinn er nefndur upp á latínu, var síðar látinn marka upphafsár íslamska daga- talsins. Múhameð spámaður fæddist um árið 570. Hálfþrítugur kvæntist hann auðugri ekkju og gerðist kaupmaður. Árið 610 er Gabríel erkiengill sagður hafa birst honum og tjáð honum að hann væri sendiboði guðs. Eftir það einkenndist ævi hans af opinberunum sem síðar var safnað í Kóraninn, trúarrit múslima. Múhameð boðaði eingyðistrú sem kölluð var íslam og merkir að gefa sig Guði á vald. Múslimi er sá sem það hefur gert. Hann predikaði gegn ríkum kaupmönnum, sem hann taldi siðlausa og gráðuga og fordæmdi fjölgyðistrú og skurðgoða- dýrkun. Frændi hans var höfðingi ættbálksins sem Múhameð tilheyrði og hélt vernd- arhendi yfir honum, en þegar hann féll frá hófust ofsóknir gegn honum og fylgismönnum hans, sem fór fjölgandi. Sumarið 622 stóð til að ráða Múham- eð af dögum og flúði hann þá til Mekka og kom þangað á þessum degi sama ár. Þar byggði hann upp veldi sitt og átta árum síðar var hann orðinn öflugasti höfðingi Arabíu og lagði Mekka undir sig. Hann lést árið 632 er veldi hans var rétt að byrja að breiða úr sér. ÞETTA GERÐIST: 24. SEPTEMBER 622 Spámaðurinn kemur til Medína KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR RITHÖF- UNDUR ER 44 ÁRA Í DAG. „Það er í verkahring söngvara og skálda að orða hinar mállausu óskir fólks.“ Kristín leggur Abraham í Eilífðardal þessi orð í munn í bók sinni Hér. MERKISATBURÐIR 1621 Fyrsta dagblað Englands er prentað. 1963 Mjólkurvörur hækka í verði um fjórðung og daginn eftir hækkar kjöt um þriðjung. 1966 Menntaskólinn við Hamrahlíð er settur í fyrsta sinn. Fastráðnir kennarar voru sex. 1968 Fyrsta skurðaðgerðin er gerð á Borgarspítala í Fossvogi. 1975 Fyrstu Bretarnir komast á topp Everest. 1988 Ben Johnson sigrar í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul. 1993 Samtök iðnaðarins eru stofnuð í Reykjavík. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hélt veglega upp á tuttugu ára afmæli sitt á dögunum og bauð starfs- mönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Í gegn- um árin hefur Lýsing styrkt ýms hjálparsamtök, þar á meðal Landssamtökin Þroskahjálp. Í tilefni þess- ara tímamóta ákvað Lýsing að styrkja Þroskahjálp enn meira með tveggja milljóna króna framlagi. Leiðir Lýsingar og Þroskahjálpar lágu fyrst saman árið 1987 þegar félög- in deildu húsnæði saman við Suðurlandsbraut. Þroska- hjálp flutti starfsemi sína árið 2004 og seldi Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þús- und króna styrk ár hvert. Ólafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lýsing- ar, afhenti Gerði A. Árna- dóttur og Friðrik Sigurðs- syni hjá Þroskahjálp styrkinn og sagði við það tækifæri að málefni fatlaðra væru málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt væri að fatlaðir nytu í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Vegleg afmælisgjöf STYRKURINN AFHENTUR Ólafur Helgi afhendir Gerði og Friðrik styrk- inn. AFMÆLI Garðar Cortes óperusöngvari er 66 ára. Inga Jóna Þórðar- dóttir, formaður Leikfélags Reykja- víkur, er 55 ára. Björg Thorarensen lagaprófessor er 40 ára. Ólafur Kjartan Sig- urðarson söngvari er 38 ára. Guðrún Arnardóttir frjálsí- þróttakona er 35 ára. ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON: FERTUGSAFMÆLI MEÐ STÆL Fer gleraugnalaus á Kilimanjaro FÆDDUST ÞENNAN DAG 1821 Cyprian K. Norwid listmálari og skáld. 1859 Julius Klengel tónskáld. 1896 F. Scott Fitzgerald rithöf- undur. 1911 Konstantín Tsérnenkó, leiðtogi Sovétríkjanna. ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON Fékk fulla sjón í afmælsigjöf frá eiginkonunni og mun því klífa fjallið Kilimanjaro án gleraugna. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Systir mín, Kristín Eggertsdóttir frá Haukagili í Vatnsdal, lést 11. september sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svava Eggertsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og vottuðu virðingu við fráfall Árna Stefáns Árnasonar Kristín Þóra Kristjánsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. Kæru ættingjar, vinir og samstarfsfólk. Samúð ykkar, bænir og þátttaka í sorg okkar vegna fráfalls elskaðs sonar okkar, bróður, frænda og barnabarns, Sigurðar Rúnars Þórissonar hefur verið ómetanleg. Við fáum aldrei fullþakkað en biðjum Guð að blessa ykkur og launa. Sérstakar þakkir til vinahópsins fyrir ómetanlegan stuðning. Þórir Rúnar Jónsson Kristín Sæunn Pjetursdóttir Guðmunda S. Þórisdóttir Sigvaldi E. Eggertsson Þóra G. Þórisdóttir Sævar Þ. Guðmundsson Valgerður G. Þórisdóttir Gisler Alex Gisler Þórir Kr. Þórisson Karen Martensdóttir Signý Magnúsdóttir Rakel E. Sævarsdóttir Þórir H. Sigvaldason Marten B. Þórisson Róbert Th. Gisler Þóra Gunnarsdóttir LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Hjartans þakkir til ykkar allra sem studdu okkur í veikindum og sýndu okkur samúð og virðingu vegna andláts og útfarar okkar elskaða Inga Rúnars Ellertssonar Skipstjóra frá Eystri-Reyni, Innri- Akraneshreppi. Sérstakar þakkir viljum við færa Magnúsi Hafsteinssyni og Hrafnhildi Sverrisdóttur, starfsfólki Líknardeildar LHS Kópavogi og starfsfólki 11E LHS, starfsfólki neyðarþjónustu Mastercard, Gloria Casa á Spáni og Birki Kristnissyni. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda Fjóla Sigurðardóttir Marteinn Jón Ingason Kristín, Aðalsteinn, Guðjón, Angela og Agnes. 70 ára afmæli sunnudaginn 24. sept. ‘06 Pétur Þ. Sveinsson Furugrund 56, Kópavogi Í tilefni dagsins munu hann og eiginkona hans, Dolly Nielsen, dvelja á Hótel Golden Tulip Nieuwezijds Kolk 19 Amsterdam 1012 PV Hollandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.