Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 16
 24. september 2006 SUNNUDAGUR16 Mér finnst Skálholt vera eins og í álögum. Ég fann þetta strax frá fyrstu tíð. Hér hafa orðið miklir viðburðir. Aumingja Ragn- heiður biskupsdóttir þurfti að sverja eitthvað á sig henni til niður- lægingar frammi fyrir fullri kirkju. Hér fór prestur í poka og hausar fuku. Þetta er mikill sögu- staður, mikil saga, og mér finnst sem Skálholt sé í álögum. Við verð- um að finna lausnina. Álagablett- inn. Í Grímsævintýrum var gull- eplið undir rótum stóru eikarinnar. Þegar það fannst féll allt í ljúfa löð. Við verðum að finna þetta eitt- hvað. Kannski er hausinn á Jóni Arasyni hér einhvers staðar í óvígðri jörð. Kannski er þetta eitt- hvert orð sem vantar. Kærleikur? Kannski að það sé lausnarorðið? Ef við opnum fyrir kærleikann þá kannski hrindum við álögunum?“ segir Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti. Fólkið er kirkjan Hilmar Örn var í fréttum í vik- unni. Honum var sagt upp störfum fyrirvaralaust og kom það flatt upp á margan manninn því tónlistarlíf í Skálholti hefur staðið með miklum blóma undanfarin ár. Fjöldi þekktra tónlistarmanna á borð við Megas og Diddú hefur lýst yfir furðu sinni vegna upp- sagnarinnar en Hilmar hefur auðgað tónlistarlífið, ekki einung- is í kirkjunni, heldur í sókninni allri, með því að stofna til ýmissa kóra og standa fyrir tónlistar- uppákomum sem hafa komið Skál- holti á kortið sem einu helsta vígi tónlistar á Íslandi. Þar sem brotin eru mörk milli þess sem telst til klassíkur og svo alþýðutónlistar. Hilmar Örn sjálfur er hógvær þegar afrek hans ber á góma. Hann sér þetta í víðara samhengi. „Uppeldis- og skólamál eru ekki bara reikningur og lestur heldur hreyfing, tónlist, dans og leiklist. Sama er með kirkjuna. Við verðum að sjá kristindóminn í víðara sam- hengi. Kristur gekk meðal allra. Á akrinum. Meðal þeirra óhreinustu. Fólkið er kirkjan. Að vinna með fólkinu er kristindómurinn. Á öllum tímum alla daga. Þetta verða kirkjunnar menn að heyra,“ segir Hilmar Örn. Mikið áfall og víðtæk áhrif Hilmar Örn segir uppsögnina áfall fyrir sig og fjölskylduna alla. Kona hans er Hólmfríður Bjarna- dóttir og saman eiga þau þrjá syni: Georg Kára, Andra Frey og Gabríel Daða sem er tíu ára. „Það verður slæmt fyrir hann að hætta í Reykholtsskóla nú á miðju skóla- ári.“ Og áfallið er ekki bundið við Hilmar Örn einn heldur kemur það við fjölda manns sem Hilmar Örn hefur starfað með en hann hefur á sinni hendi kirkjukór, þrjá barnakóra, Kammerkór Suður- lands og ýmsa tónlistarhópa auk þess sem hann hefur gengist fyrir ýmsum tónlistarviðburðum í sókn- inni sem skipað hafa sér sess. „Jájá, hlutverk mitt í sveitinni er stórt varðandi allt tónlistar- hald, allar athafnir og ýmsa atburði. Þetta tengist víða.“ Ekkert hefur vantað upp á að Hilmar Örn hafi fundið fyrir stuðningi og hefur verið látlaust verið hringt í hann undanfarna daga. Og honum borist skeyti. „Við finnum fyrir stuðningi úr öllum áttum. Meira að segja frá prestum sem skilja þetta ekki. Organistafélagið hefur staðið sig vel og verið í stöðugu sambandi. Þar spyrja menn: Er þetta eitthvað sem organistar geta átt yfir höfði sér?“ Spurður hvort verið geti að klerkar beri takmarkaða virðingu fyrir starfi organistans segist Hilmar Örn hafa talið að það heyrði til fortíðinni. „Það er annað landslag í þeim efnum en áður var. Nú ríkir meiri skilningur. Eða ætti að gera það.“ Nýtt skipurit Sjálfur á organistinn erfitt með að átta sig á því hvað leiddi til upp- sagnar hans. „Það eina sem má segja með vissu er að í janúar kemur nýtt skipurit fyrir Skálholt. Sem þess vegna er gamall draumur minn. Allt frá því við komum hingað árið 1991 hef ég sagt að staðurinn og starfsemin hér séu of skipt. Skól- inn, kirkjan og staðurinn. Það getur ekki verið farsælt að þetta séu þrjár einingar og ég hef til dæmis aldrei verið starfsmaður skólans og þar hefur verið ákveðið sambandsleysi. Þó hefur það farið eftir einstaklingum hverju sinni. Þegar dr. Pétur Pétursson var hér tvö ár rektor unnum við náið saman og gerðum frábæra hluti saman. Settum til dæmis upp „Víst mun vorið koma“ þar sem Páll Rósinkrans og Maríanna Más- dóttir komu og sungu með. Kirkju- kantata sem byggir á Opinberunar- bók Jóhannesar.“ Djassað í kirkjunni Með Hilmari Erni kom nýr tónn. Allt í einu var til dæmis djasstón- list komin í kirkjuna með tónlistar- mönnum eins og Karli Möller, Guðmundi Steingrímssyni og hinum biskupsættaða Sigurgeiri Sigmundssyni svo dæmi séu nefnd. Popp- og rokktónlistar- menn hafa komið við sögu við tón- listarhald í Skálholti eins og Gunn- ar Þórðarson, Páll Óskar, Egill Ólafsson og lengi má áfram telja. Þeirri kenningu hefur verið haldið fram að Hilmar Örn hafi farið full glannalega í nýjungar hvað kirkjutónlistina varðar og það hafi farið fyrir brjóstið á þeim hinum íhaldssamari innan kirkj- unnar. „Þetta hneykslaði og kom við einhverja,“ segir Hilmar Örn aðspurður. Að hefðbundin hljóð- færi hafi ekki verið notuð. En bendir á á móti að hann hafi staðið fyrir mörgu því sem göfugast hefur talist í kirkjutónlist. Eins og til dæmis samstarfið við hið virta breska tónskáld John Tavener. MEGAS Í SKÁLHOLTI Meðal fjölmargra listamanna sem hafa komið fram í Skálholti er Megas, sem söng þar Passíusálma Hallgríms. „Þetta verður ekki súrara. En við erum sem betur fer í tónlist og það bjargar okkur,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti. Hann fékk ný- verið uppsagnarbréf frá Sigurði Sigurðssyni, vígslubiskupi Skálholtsstiftis, og stjórn Skálholts eftir fimmtán ára gifturíkt starf í sókninni. Algert áfall fyrir Hilmar og fjölskyldu hans eins og Jakob Bjarnar Grétarsson komst að í viðtali við organistann og Þeysarann sem á sér býsna forvitnilega sögu. Organisti og rokkari Guði til dýrðar Á pönktímabilinu var Hilmar Örn bassaleikari í einhverri allra flottustu og framsæknustu hljómsveit sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Þeysurun- um. Frægt og umdeilt er einmitt myndband þeirra við lagið Rúd- olf sem var í kvikmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. Þar voru þeir í nasistabúningum og hinir djöfullegustu að sjá. „Já, það hafa kannski ekki margir áttað sig á því en við Þeysararnir vorum í grunninn trúarleg hljómsveit. Guðlaugur, stærðfræðisénið, hefur alltaf verið í beinu sambandi við guð- dóminn í gegnum tölur svo dæmi sé nefnt. Við vorum að vinna með element og tónbil sem bönnuð voru í miðaldakirkjunni. Við vild- um opna fyrir leiðina upp. Þetta voru kraftar sem menn voru hræddir við. En kraftar sem búa í jörðinni. Díabólus in músíka. Við notuðum þetta af mikilli fag- þekkingu. En þetta er allt meira og minna um guð. Og almættið.“ Hilmar Örn segir örlög nán- ustu samstarfsmanna Þeysar- anna enga tilviljun; Guðni Rúnar Agnarsson sé nú prestur í Sví- þjóð og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. „Þetta er algerlega í eðlilegu framhaldi af því sem við vorum að gera í Þeysurunum. Öll sönn músík felur í sér boðskap.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R Þeysararnir trúarleg hljómsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.