Fréttablaðið - 24.09.2006, Page 17
Sem leiddi til þess að hann samdi
sérstakt verk fyrir Kammerkór
Suðurlands.
„Það verk er merkilegt fyrir
margra hluta sakir. Til dæmis býr
múslimi til textann sem er allur
um Maríu mey. Mjög magnað.“
Stoltastur er Hilmar þó af
barnakórastarfi sínu og segir af
merkri för Kammerkór Biskups-
tungna til Japan en kórinn var full-
trúi Íslands á heimssýningunni á
síðasta ári.
Óvænt uppsagnarbréf
Þó að Hilmar Örn hafi aldrei órað
fyrir því að uppsagnarbréf
væri á leiðinni sagði hann
að eitt og annað hefði verið
skrýtið eftir á að hyggja.
Hann hafi verið skipaður í
nefnd ásamt Herði Áskels-
syni og Kristjáni Val Ing-
ólfssyni um nýjar tillögur í
skipurit fyrir tónlistarsvið-
ið. En aldrei var fundur
haldinn í þeirri nefnd.
„Svo fæ ég óljósar fregnir á
miðju sumri um að til standi að
leggja stöðu organistans niður eða
breyta henni. Á sama tíma var
verið að bjóða mér að sækja um
ýmsar stöður, svo sem organistans
á Selfossi. Ég var aldrei uggandi
enda hafði ég verið fullvissaður
um að engu væri að kvíða.“
Svo í september er kominn
annar tónn í umræðuna. Hilmar
var boðaður á fund sem hann segir
hafa verið tilgerðarlegan. Þar var
honum boðið að setja fram sín
sjónarmið en ekki var mikið hlust-
að á það.
„Ég fann að málið var komið í
eitthvert ferli en datt ekki í hug að
það ætti að segja mér upp. Viku
síðar, 14. september, fékk ég
afhent uppsagnarbréf.“
Ætlaði alltaf að verða organisti
Uppsagnarbréfið er frá stjórn
Skálholts en í henni sitja þeir Sig-
urður vígslubiskup Sigurðsson
formaður, Halldór Gunnarsson í
Holti og þriðji er Jóhann Björns-
son.
Hilmar Örn segir ekkert óeðli-
legt við að fólki sé sagt upp störf-
um standi þannig á. En segir það
býsna harkalegt af kirkjunnar
mönnum að eftir fimmtán ára starf
bjóðist aðeins þriggja mánaða upp-
sagnarfrestur fyrir organista. Og
ofan í kaupið er ætlast til þess að
hann spili eftir sem áður við
kirkjulegar athafnir eins og ekk-
ert hafi í skorist. Allt þar til upp-
sögnin taki gildi. „Hér hefur orðið
trúnaðarbrestur en samt er ætlast
til þess að ég spili eins og ekkert
sé.“
Líklega er einfeldningslegt að
spyrja organistann hvort hann sé
trúaður. Enda stendur ekki á svör-
um.
„Já, við erum mjög trúuð. Þess
vegna valdi ég kirkjuna. Ég hef
alla tíð verið mjög trúaður. Ég
vissi alltaf hvað ég ætlaði að gera.
Að vinna í Guðs ríkinu og með
fólki. Ég ætlaði mér alla tíð að
verða organisti.“
Heimsfrægð eða kirkjan
Ekki verður hjá því komist að
spyrja Hilmar Örn nánar út Þeys-
arana sem voru ekki beinlínis eins
og kórdrengir þar sem þeir frömdu
sína myrku tónlistargjörninga –
sannast sagna fremur demónískir.
„Við notuðum þessa demónísku
krafta. Fórum í andstæðan búning.
Það hefði verið frekar hlægilegt ef
Þeysararnir hefðu verið í hvítum
kyrtlum. Þetta gerðum við kannski
til að fela og ná fram sterkari
áhrifum.“
Þeysararnir nutu mikillar virð-
ingar. Og voru komnir með annan
fótinn til útlanda þar sem þeir
voru komnir á mála hjá enska
útgáfufyrirtækinu Shout. Höfðu
farið í tónleikaferðalag um Skand-
inavíu og áttu í samstarfi við Kill-
ing Joke og til stóð tónleikaferða-
lag með hljómsveitinni Cure. Þá
verður ákveðinn vendipunktur hjá
Hilmari um miðjan níunda áratug
síðustu aldar.
„Annað hvort færum við á þetta
flakk, að túra um heiminn eða ég
færi að vinna með fólki í sveitum
Íslands. Og spila Bach. Ég valdi
þann pólinn. Þótti það meira aðkall-
andi en hendast í rútum milli staða.
Kuklið tók við kyndlinum, hélt
áfram þar sem Þey sleppti, svo
Sykurmolar og Björk. Þau gengu
að einhverju leyti inn í gamla
samninga okkar.“
Úr hörðu rokki í barnastarf og
Bach
Þeysararnir gerðu sjö plötur, heil-
ög tala segir Hilmar. Og bendir á
að táknrænt hafi verið að í síðasta
myndbandinu, „The Blood“, hafi
páfinn verið notaður.
„Ég var búinn að spila gat á
allar þessar bassalínur. Ég samdi
mikið af þessu Þeysaraefni. Næsta
hljóðfærið var kirkjuorgel. Og það
að spila Jóhann Sebastían. 300
árum eldri tónlist. Eðlilegt fram-
hald.“
Þeysarar komu saman á þessu
ári og spiluðu með Megasi Passíu-
sálma í Skálholtskirkju. Á 25 ára
afmæli sínu. Þetta fór ekki hátt en
þannig er það oft með bestu hlut-
ina. Þessi uppákoma var hljóðrituð
en Þeysararnir spiluðu allir í 50.
sálmi Hallgríms Péturssonar.
„Mjög stór stund með
Megasi,“ segir Hilmar.
Hann segir standa til að
endurútgefa eldra efni
með Þey og svo sé draum-
ur atvinnulausa organist-
ans að spila Passíusálm-
ana inn á plötu með
Megasi. Allir Þeysararnir.
„Það er hallærislegt að
elta 25 ára gamalt efni. Ef
við komum saman aftur þyrfti það
að vera nýtt efni,“ segir Hilmar
Örn, sem hefur átt í margvíslegu
samstarfi með sínum gömlu félög-
um.
Frá Þýskalandi beint í Skálholtið
Leið Hilmars Arnar eftir Þey lá þá
til Þorlákshafnar þar sem hann
starfaði sem organisti. Þar var
hann í tvö ár við Þorlákskirkju.
Göfugt og mikil viðbrigði eftir
þeysireið með Þeysurum.
„Stórkostleg viðbrigði en mér
fannst það í réttu samhengi. Fór að
vinna með börnum í Þorlákshöfn
og við settum upp söngleik.“
Og leiðin var ljós. Hilmar fór til
Þýskalands þar sem hann var í sjö
ár. Nam tónfræði, orgelleik og kór-
stjórn.
„Ég lauk kantorsprófi frá tón-
listarháskólanum í Hamborg. Þar
var ég hjá miklum snillingi, Ger-
hard Dickel, sem er aðalorganist-
inn í stærstu kirkjunni í Ham-
borg. Þetta var mikill lærdómur
og námið fór fram fyrir fullri
kirkju túrista. Þarna lærði ég líka
barrokktúlkun, sem þá var mjög í
tísku, hjá konu sem heitir Rose
Kirn.“
Að loknu námi var Hilmari Erni
boðin staða í Skálholti. Og ekki er
ofsagt að segja hann hafa auðgað
tónlistarlíf þar verulega. Allt frá
fyrstu tíð hefur hann staðið að
jólatónleikum þar sem skapað hafa
sér fastan sess hjá mörgum Sunn-
lendingum.
„Þeir verða í ár hvort sem það
verður organisti eða ekki. Glæsi-
legir að venju. Þar verður Gunnar
Þórðarson í stóru hlutverki en
hann er ótrúlegur snillingur. Óskar
Pétursson og Diddú munu syngja.
Með okkur leikur strengjasveit
undir stjórn Hjörleifs Valssonar.
Þar frumflytjum við nýtt jólalag
að venju sem Elín Gunnlaugsdótt-
ir á að þessu sinni.“
SKÁLHOLTSKÓRINN Tónlistarstarf Hilmars Arnar í tengslum við organistastöðu hans
hefur verið víðfeðmt og víst er að uppsögnin kemur við margan.
SKÁLHOLT Hilmar Örn segir að líkt sé og
staðurinn sé undir álögum.
„Ég hef alla tíð verið mjög trúaður. Ég
vissi alltaf hvað ég ætlaði að gera. Að
vinna í Guðs ríkinu og með fólki. Ég
ætlaði mér alla tíð að verða organisti.“
SUNNUDAGUR 24. september 2006 17