Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 20
 24. september 2006 SUNNUDAGUR20 Ég held að ég hafi heillast af stærðinni, í New York er allt stórt,“ segir Hjalti Karlsson glaður í bragði en hann hélt utan á vit ævintýranna aðeins tvítugur að aldri. Þar komst hann inn í hinn virta listaháskóla Parsons og lærði grafíska hönnun í þrjú ár. „Ég held að það sé erfiðara að komast inn í Listaháskóla Íslands en Parsons, það er bara dýrara,“ segir Hjalti spurður hvort ekki hafi verið erf- itt fyrir tvítugan polla frá Íslandi að komast inn í þennan virta skóla. Eftir að náminu var lokið ætlaði Hjalti að koma aftur til Íslands en áttaði sig svo á því að það er miklu meira að gera í Bandaríkjunum fyrir þessa faggrein. „New York er full af listamönnum sem eru að gera það gott en mundu örugglega ekki lifa af listinni einni á Íslandi. Hér eru tækifærin og sem betur fer áttaði ég mig fljótt á því,“ segir Hjalti en eftir að hann kláraði skól- ann var hann í lausamennsku hjá fyrirtækjum í New York til að byggja upp ferilskrá. Gerði plötuumslög fyrir Lou Reed Árið 1996 datt Hjalti í lukkupott- inn þegar hann byrjaði að vinna fyrir grafíska hönnuðinn Stefan Sagmeister, sem er eins konar lærifaðir grafískra hönnuða í dag. „Það má eiginlega segja að ég hafi fengið draumastarfið mitt. Ég var eini starfsmaður hans og fékk því að vinna náið með meistaran- um, sem var mjög góð reynsla.“ Hjalti var mest í því að hanna plötuumslög fyrir þekktar stjörn- ur á borð við Lou Reed, Rolling Stones og Aerosmith.“ Ég elskaði að vera þarna og hefði aldrei farið frá Sagmeister ef hann hefði ekki tekið sér pásu í ár.“ Aldrei löngun í að stofna eigið Á meðan Hjalti var við nám í Parsons deildi hann ekki áhuga samnemenda sinna á að stofna eigið fyrirtæki. „Það voru allir í skólanum á leiðinni að stofna hönn- unarfyrirtæki og „meikaða“. En einhvern veginn heillaði það mig ekki og svo kynntist ég Jan,“ segir Hjalti. Jan Wilker er þýskur graf- ískur hönnuður sem hafði gert verkefni með Hjalta og Stefan. Hjalta og Jan leist það vel á hvorn annan að þeir ákváðu að kýla á að stofna fyrirtæki. „Það versta sem gat gerst var að við myndum fara að hata hvorn annan og loka stof- unni eftir ár. Það væri þá bara í lagi og við hefðum þá að minnsta kosti prófað að leggjast í svona verkefni.“ En vinsældir hönnunar- stofunnar KarlssonWilker hafa vaxið svo um munar síðan þeir opnuðu árið 2000 og eru nú við- skiptavinir stofunnar fjölmargir. Risarnir kölluðu Fræg fyrirtæki á borð við MTV og Puma eru á viðskiptavinalista KarlsonWilker, sem er ekki slæmt af ungri stofu í New York. Hjalti og Jan gerðu auglýsingar fyrir MTV í einskonar hreyfigrafíkur- formi sem nú er í spilun á MTV, vefsíðu þeirra og MTV 2. „Fólkið á bak við MTV hafði samband við okkur og vildi nota okkar krafta í þessa auglýsingu sem átti að leið- beina fólki inn á ólík svið innan MTV. Það er frábært að vinna fyrir MTV því þar er allt leyfilegt. Maður fær alveg að njóta listræns frelsis enda menn þar ekki hrædd- ir við að prófa nýjungar og taka stór skref.“ Eflaust hafa margir rekist á nýju skólínuna frá Puma sem er fáanleg í búðum núna. Hjalti og Jan hönnuðu þrjár tegundir af þessari nýju línu, öll munstrin á þessari nýju skólínu frá Puma. „Þetta voru bæði mjög skemmti- leg ævintýri og gaman að vinna fyrir svona stór fyrirtæki. Vissu- lega komu þau okkur á kortið að einhverju leyti, en öll verkefni okkar eru ólík og skemmtileg á sinn hátt,“ segir Hjalt, spurður að því hvort þetta sé hápunktur fer- ilsins. Forsetamóttökur í Belgrad Árið 2003 gáfu Jan og Hjalti út bók sem ber nafnið „Tell My Why?“ og er eins konar kennslubók fyrir unga grafíska hönnuði. „Ég og Jan vorum sammála um að allar kennslubækur sem við höfðum séð voru ljúfar sögur þar sem lífinu eftir útskrift og stofnun fyrirtækis var lýst eins og dansi á rósum, þannig að við ákváðum að gefa út svona reynslusögu okkar af hinum harða heimi fyrstu tvö árin eftir að við stofnuðum fyrirtækið,“ segir Hjalti en bókin hefur selst í um 8.000 eintökum um allan heim og hafa þeir fengið fjöldann allan af þakkarpóstum frá ánægðum les- endum. „Þetta er í fyrsta og eina sinn sem við fengum svona mikil viðbrögð fyrir vinnuna okkar því venjulega vinna grafískir hönnuðir bak við tjöldin og fá ekki mikil við- brögð frá fólki.“ En það er eitt verkefni sem stendur upp úr hjá Hjalta og það er dagatal sem hann og Jan tóku að sér að hanna fyrir serbneskan markað. Ekki voru þeir neitt ýkja spenntir fyrir dagatalsgerð en ákváðu að slá til og héldu til Bel- grad í tólf daga til að fá innblástur. „Þegar við lentum grútskítug- ir og dauðþreytttir eftir tuttugu tíma flug brá okkur heldur að sjá fimmtíu mann móttökunefnd taka á móti okkur, börn með fána öskrandi „welcome KarlssonWilker“, alveg fáránleg lífsreynsla. Þetta var bara eins og forsetamóttökur. Svo þegar við vorum að keyra frá flugvellinum keyrðum við framhjá risastórum auglýsingaskiltum með mynd af okkur. Við vorum allt í einu heims- frægir í Serbíu, algjörlega absúrd og síðan þá hefur allt farið niður á við,“ segir Hjalti og skellir upp úr. Engin löngun heim Hjalti er giftur maður og eiga hann og eiginkona hans von á sínu fyrsta barni eftir nokkra mánuði. „Ég svíf um á rauðu skýi þessa dagana. Löngunin til Íslands kemur stund- um upp en við erum dugleg að koma í heimsóknir,“ segir Hjalti og bætir því við að ástæðulaust sé að koma heim þegar vel gangi úti. Ekki eru margir Íslendingar við- skiptavinir Hjalta en þessa dagana er hann þó að útbúa ljósmyndabók fyrir Spessa ljósmyndara sem kemur út innan skamms. „Ég elska fjölbreytileikan við þessa vinnu. Fólk leitar til okkar með hluti sem við höfum kannski aldrei gert áður en það treystir okkur. Það er frábært þegar fólk er farið að treysta manni og kann vel við okkar stíl og handbragð,“ segir Hjalti en KarlssonWilker- hönnunarstofan hefur aldrei aug- lýst og byggist upp á orðspori einu saman. „Orðið á götunni er mikil- vægasti boðberinn og auglýsing- in,“ segir Hjalti að lokum og held- ur áfram ævintýrum sínum í New York, mekka hönnunar og lista. Ævintýri í New York MTV Þessi auglýsing er úr smiðju KarlssonWilker og í mikilli spilun um þessar mundir á tónlistarstöðinni frægu MTV. FORSÍÐA Hönnunarblað frá New York gerði stór viðtal við þá félaga Jan og Hjalta og prýddu þeir forsíðu blaðsins á skemmtilegri mynd. PUMA Hjalti og Jan hönnuðu þrjár gerðir af skóm fyrir Puma sem eru komnir í búðir núna og hér er ein tegundin. PLÖTUHULSTUR Hjalti vann með einum af frægustu grafísku hönn- uðum í heimi, Stefan Sagmeister, og þar voru þeir mikið í því að hanna plötuumslög fyrir fræga menn á borð við Lou Reed og Rolling Stones. Þetta er umslag eftir KarlssonWilker fyrir hljómsveitina The Vines. Hjalti Karlsson lifir íslenska drauminum. Hann á sitt eigið fyrirtæki í New York sem nýtur vaxandi velgengi og á lista yfir við- skiptavini hans eru meðal annars stórfyrirtæki á borð við MTV og Puma. Hjalti er búinn að búa úti í sextán ár og er ekkert á leiðinni heim. Álfrún Pálsdóttir sló á þráðinn til Hjalta þar sem hann sat í hringiðu menningarinnar í stóra eplinu. MIKIÐ AÐ GERA Í BANDARÍKJUNUM „Hér eru tækifærin og sem betur fer áttaði ég mig fljótt á því.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.