Fréttablaðið - 24.09.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 24.09.2006, Síða 62
 24. september 2006 SUNNUDAGUR22 Guðmundur Kjartansson stofnaði fyrirtæki sitt í Þýskalandi fyrir þremur árum og sérhæfir sig í nokkurs konar þemaferðum þar sem boðið er upp á allt sem hægt er að gera á Íslandi. „Við erum með aðsetur í Hamborg en einnig með skrif- stofur í Zürich og London. Frá upphafi höfum við boðið upp á ýmist hópferðir eða flug og bíl en nú erum við komin með alveg nýjan markhóp í sjóstangveið- inni,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirrar nýjungar að bjóða upp á ferðir frá Evrópu í sjó- stangveiði á Íslandi. Guðmundur segir að þeir sem komi hingað til lands í sjóstangveiði myndu lík- lega ekki koma til Íslands að öðrum kosti og séu því ekki dæmi- gerðir ferðamenn. „Það sem gerir þetta verkefni mjög sérstakt er að þarna erum við að ná til algjör- lega nýs markhóps sem enginn hefur sinnt í gegnum árin. Þetta er því hrein viðbót við íslensku ferðamannaflóruna. Einnig er gaman að því að við förum með þessa ferðamenn á svæði þar sem ferðaþjónustan á undir högg að sækja, eins og til dæmis á Vest- firði, en við höfum eingöngu verið með ferðir í sjóstangveiði þangað í sumar,“ segir Guðmundur en að hans sögn eru það yfirleitt þrír til fimm félagar sem taka sig saman og fara til Íslands í veiði. „Þessir ferðamenn eru hér á landi í viku og gera ekkert annað en að veiða. Eru þá úti á sjó í tólf til fjórtán tíma á sólarhring.“ Dreymir um veiðiskap í næði Guðmundur segir þá sem fara í sjóstangveiðiferðirnar til Íslands gjarnan vera þá sem ekki hafi efni á að fara í laxveiði, enda séu þessar ferðir tiltölulega ódýrar. „Sjóstöngin er gríðarlega vinsæl meðal þeirra sem ekki búa við sjóinn heldur í Suður-Þýskalandi, Sviss eða Austurríki. Okkar hlut- verk er að sjá um flugið til Íslands, ferðir vestur á firði, gist- ingu og bát. Við höfum fengið ein- býlishús sem ekki lengur er búið í og sumarbústaði fyrir þá til að gista í á Bíldudal, Tálknafirði og Súðavík. Þá leigjum við báta með kvóta og eigandi bátsins fær þá aflann sem ferðamennirnir veiða, fyrir utan tuttugu kíló af flökuð- um fiski sem þeir mega hafa með sér heim,“ segir Guðmundur og bætir því við að þessa menn dreymi um að komast í næði í litlu þorpi með félögunum. „Þeir lifa fyrir sjóstangveiðina og finnst æðislegt að geta tekið heila viku í að veiða. Markaðurinn fyrir sjó- stöngina er því gríðarlega mikill og hér við landið er mikill og góður innfjarðarfiskur. Ferða- FRUMKVÖÐULL Í FERÐAÞJÓNUSTU Guðmundur Kjartansson flytur 900 ferðamenn til landsins á þessu ári í sjóstangveiði á Vestfjörðum. Næsta sumar koma tvöfalt fleiri á hans vegum í sjóstangveiðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Evrópskir landkrabbar á íslenskum miðum ÁNÆGÐIR MEÐ AFLANN Fiskurinn á Vestfjörðum er greinilega engin smásmíði og ferðamennirnir ánægðir með að stunda sjóstangveiði í heila viku á Íslandi, fjarri ys og þys daglegs lífs. Eitt af því nýjasta í ferðaþjónustu á Íslandi er að fara með erlenda ferðamenn í sjóstangveiði. Guð- mundur Kjartansson er eigandi ferðaskrifstof- unnar Island Pro Travel í Þýskalandi og sérhæfir sig í ferðum til Íslands. Guðmundur sagði Sigríði Hjálmarsdóttur frá þessari áhugaverðu nýjung. ������ ������ ��� ������� � ������ ���� ��������� �������� ����� ����� ������� ����� ������� ����� ������ ����� ����� ������� ���� ���� ���� ����� �������� ������� ����� ������ ������� ������� ������� ���� ����� ���� ���� ������ ����� ����� ���� ����� ������ ������� ������ ������ ���� ���� �������� ����� ��� ������� ����� ���� ������ ����� ������ ���� ���� �������� ������� ���� ������ ����� ����� ������ �������� ���� �� ������ ������� ����� ������ ���� ������� ������� �������� ����� ������� ��� ������ ���� ���� ���� ����� ����� ������ ���� ������� ����� �������� ������� ������ ����� ����� ���� ������ ���� ������� ������������������������������������������������������������������� �� � � �� �� � �� � �� � � ������� � � � � � HELGAR KROSSGÁTAN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.