Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 62
 24. september 2006 SUNNUDAGUR22 Guðmundur Kjartansson stofnaði fyrirtæki sitt í Þýskalandi fyrir þremur árum og sérhæfir sig í nokkurs konar þemaferðum þar sem boðið er upp á allt sem hægt er að gera á Íslandi. „Við erum með aðsetur í Hamborg en einnig með skrif- stofur í Zürich og London. Frá upphafi höfum við boðið upp á ýmist hópferðir eða flug og bíl en nú erum við komin með alveg nýjan markhóp í sjóstangveið- inni,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirrar nýjungar að bjóða upp á ferðir frá Evrópu í sjó- stangveiði á Íslandi. Guðmundur segir að þeir sem komi hingað til lands í sjóstangveiði myndu lík- lega ekki koma til Íslands að öðrum kosti og séu því ekki dæmi- gerðir ferðamenn. „Það sem gerir þetta verkefni mjög sérstakt er að þarna erum við að ná til algjör- lega nýs markhóps sem enginn hefur sinnt í gegnum árin. Þetta er því hrein viðbót við íslensku ferðamannaflóruna. Einnig er gaman að því að við förum með þessa ferðamenn á svæði þar sem ferðaþjónustan á undir högg að sækja, eins og til dæmis á Vest- firði, en við höfum eingöngu verið með ferðir í sjóstangveiði þangað í sumar,“ segir Guðmundur en að hans sögn eru það yfirleitt þrír til fimm félagar sem taka sig saman og fara til Íslands í veiði. „Þessir ferðamenn eru hér á landi í viku og gera ekkert annað en að veiða. Eru þá úti á sjó í tólf til fjórtán tíma á sólarhring.“ Dreymir um veiðiskap í næði Guðmundur segir þá sem fara í sjóstangveiðiferðirnar til Íslands gjarnan vera þá sem ekki hafi efni á að fara í laxveiði, enda séu þessar ferðir tiltölulega ódýrar. „Sjóstöngin er gríðarlega vinsæl meðal þeirra sem ekki búa við sjóinn heldur í Suður-Þýskalandi, Sviss eða Austurríki. Okkar hlut- verk er að sjá um flugið til Íslands, ferðir vestur á firði, gist- ingu og bát. Við höfum fengið ein- býlishús sem ekki lengur er búið í og sumarbústaði fyrir þá til að gista í á Bíldudal, Tálknafirði og Súðavík. Þá leigjum við báta með kvóta og eigandi bátsins fær þá aflann sem ferðamennirnir veiða, fyrir utan tuttugu kíló af flökuð- um fiski sem þeir mega hafa með sér heim,“ segir Guðmundur og bætir því við að þessa menn dreymi um að komast í næði í litlu þorpi með félögunum. „Þeir lifa fyrir sjóstangveiðina og finnst æðislegt að geta tekið heila viku í að veiða. Markaðurinn fyrir sjó- stöngina er því gríðarlega mikill og hér við landið er mikill og góður innfjarðarfiskur. Ferða- FRUMKVÖÐULL Í FERÐAÞJÓNUSTU Guðmundur Kjartansson flytur 900 ferðamenn til landsins á þessu ári í sjóstangveiði á Vestfjörðum. Næsta sumar koma tvöfalt fleiri á hans vegum í sjóstangveiðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Evrópskir landkrabbar á íslenskum miðum ÁNÆGÐIR MEÐ AFLANN Fiskurinn á Vestfjörðum er greinilega engin smásmíði og ferðamennirnir ánægðir með að stunda sjóstangveiði í heila viku á Íslandi, fjarri ys og þys daglegs lífs. Eitt af því nýjasta í ferðaþjónustu á Íslandi er að fara með erlenda ferðamenn í sjóstangveiði. Guð- mundur Kjartansson er eigandi ferðaskrifstof- unnar Island Pro Travel í Þýskalandi og sérhæfir sig í ferðum til Íslands. Guðmundur sagði Sigríði Hjálmarsdóttur frá þessari áhugaverðu nýjung. ������ ������ ��� ������� � ������ ���� ��������� �������� ����� ����� ������� ����� ������� ����� ������ ����� ����� ������� ���� ���� ���� ����� �������� ������� ����� ������ ������� ������� ������� ���� ����� ���� ���� ������ ����� ����� ���� ����� ������ ������� ������ ������ ���� ���� �������� ����� ��� ������� ����� ���� ������ ����� ������ ���� ���� �������� ������� ���� ������ ����� ����� ������ �������� ���� �� ������ ������� ����� ������ ���� ������� ������� �������� ����� ������� ��� ������ ���� ���� ���� ����� ����� ������ ���� ������� ����� �������� ������� ������ ����� ����� ���� ������ ���� ������� ������������������������������������������������������������������� �� � � �� �� � �� � �� � � ������� � � � � � HELGAR KROSSGÁTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.