Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 64
 24. september 2006 SUNNUDAGUR24 ■ pondus Eftir Frode Överli ■ gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Veðurfar verður sjald- an tæmandi umræðu- efni og hafa allir Íslendingar gaman af að skrafa um veðrið, hvort sem verið er að gagnrýna það eða dás- ama. Hið fyrra er þó algengara enda veður- guðirnir búnir að vera með allt á hornum sér gagnvart Íslandi þetta árið. Nú er haustið komið og grámygl- an sem einkennir þennan árstíma lætur ekki bíða eftir sér. Nú eru rúmar þrjár vikur síðan haustið gekk formlega í garð með mígandi rigningu í bland við skínandi sól inni á milli. Algjörlega stjórnlaust og maður er í hálfgerðum vandræðum þegar maður fer út á morgnana, hvort það verði regnkápan eða létti sumarjakkinn sem verður fyrir val- inu. Oftast verður að hafa aukaföt með í töskunni því veðurfar á klak- anum er með eindæmum ótraust. Vettlingar, húfa og trefill eru alltaf með til öryggis. Þó að sólin skíni og veðrið sé stillt klukkan níu á morgn- ana getur komið stormur einni mínutu síðar. Þetta gerir það að verkum að heima hjá mér geri ég varla annað en að hendast á milli glugga að opna og loka til skiptis. Ofnar heimilisins eru undir miklu álagi þessa daga þar sem ég skipti ört um hitastill- ingu. Hlýrabolurinn og lopapeysan eru bæði til taks heima fyrir enda notuð til skiptis oft á dag. Þegar þetta er skrifað er veðrið í höfuðborginni fallegt og stillt og skiptist fólk á að lofsama veðrið í kaffipásunum. Sólin er samt sem áður svo lágt á lofti að mér skildist á fréttunum í morgun að ekki hafi verið fleiri umferðarslys á einum degi og einn sólardaginn. Svona getur hið góða snúist upp í and- hverfu sína. Ég vil samt sem áður enda þenn- an pistil á að lýsa ánægju minni yfir að haustið sé gengið í garð. Þetta er notalegur árstími þar sem lífið virðist róast og allt fellur í ljúfa löð eftir átök sumarsins. Á sumrin eru allir að reyna að keppast um að nýta tímann sem best. Núna er hverdagsleikinn tekinn við og hann er bara alveg hreint ágætur. STUÐ MILLI STRÍÐA Fljótt skipast veður í lofti ÁLFRÚN PÁLSDÓTTIR VEIT ALDREI VIÐ HVERJU Á AÐ BÚAST. Geturðu keypt djúpsteikinga- feiti? Og brúnost! Jájá, ég þarf að drífa mig! Og eitthvað gotterí! Jájá! Uhh ... er þetta Beta Og það voru næst- um allar flöskurnar utan af áfengi! Og er það mér að kenna! Mundirðu eftir steik- ingafeitinni? Ég krýp fyrir yður, yðar tign Má ég færa yður kvöld- matinn? Jafnvel froðubað með slakandi ilmolium? Kannski flysja utan af vínberjum fyrir yður? Á ég að opna glugga ... eða jafnvel loka glugga? Jafnvel loka glugga? Brjóta gat í vegg- inn og setja nýjan glugga kanski? Lofaður sé Allah Ég lagaði tölvuna hans pabba Ég var búin að átta mig á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.