Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 66
24. september 2006 SUNNUDAGUR
baekur@frettabladid.is
> Bók vikunnar
Norska skáldsagan Berlínar-
aspirnar eftir
Önnu B. Ragde
hefur slegið í
gegn á Norður-
löndunum.
Hundaþjálfari,
útfararstjóri,
svínabóndi,
gamall
maður sem
þvær sér
ekki og
samkyn-
hneigður
gluggaútstillingameistari
þurfa að finna sér sameiginleg-
an takt í tilverunni og sættast
við hlutskipti sitt í stað þess
að flýja það. Þýðandi er Pétur
Ástvaldsson.
„Þú veist að ég hef megnan
viðbjóð á hversdagsleikanum,
minn kæri,“ sagði Steinn, líkt
og hann hefði lesið hugsanir
mínar.
Úr fyrsta kafla nýrrar skáldsögu Steinars Braga, Hið
stórfenglega leyndarmál Heimsins, sem er birtur í
nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Bókin kemur
út hjá Bjarti í vetur.
Lífeðlisfræði sársaukans er
veigamikill þáttur í skáld-
sögunni Yosoy eftir Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur.
Jóhann Axelsson, prófessor
í lífeðlisfræði, vottaði á
málþingi í síðustu viku að
lífeðlisfræði skáldverksins
stæði fyrir sínu. Þórarinn
Þórarinsson ræddi við
skáldið og prófessorinn um
sársaukann og lífeðlisfræði
lífsins.
„Lífeðlisfræðin er leitin að rökvísi
lífsins og í þeim skilningi mínum
og milljóna annarra manna er Guð-
rún Eva afbragðs lífeðlisfræðing-
ur,“ segir Jóhann. „Ég er óskap-
lega ánægður með Yosoy og
framlag bókarinnar til skilnings á
mannlífinu en sársaukinn er stór
hluti þess. Sársaukinn er í hugan-
um og þess vegna getur enginn lif-
andi maður dregið sársauka ann-
ars manns í efa og afgreitt
umkvartanir sjúklinga sem ímynd-
un. Enginn getur sagt mér að ég
hafi ekki þann sársauka sem ég
finn,“ segir Jóhann og lætur það
fljóta með að nokkuð vanti upp á
skilning fólks á því að sársaukinn
eigi sér einnig rætur í huganum.
„Ég lenti ungur í ferðalögum en
það þótti ekki gott eins og segir í
Brekkukoti,“ segir Jóhann, sem
stúderaði meðal annars heilastarf-
semina, taugaboð og sársaukann í
Svíþjóð, Frakklandi og Englandi.
„Þegar ég kom heim féll það í minn
hlut að fræða læknanema og síðar
aðrar heilbrigðisstéttir um það
sem þau þurfa mest að vita og
skilja, sársaukann.“ Jóhann hugs-
ar sig aðeins um og dregur svo í
land. „Svona alhæfing er ekki vís-
indaleg og ég dreg hana til baka en
ég get ekki ímyndað mér neitt
mikilvægara fyrir heilbrigðis-
stéttirnar en að skilja sársaukann.
Ég er meðlimur í hinu velvirta
Verkjafræðafélagi Íslands og þar
er mikið um gott fólk. Eftir að hafa
lesið Yosoy finnst mér tilefni til að
stækka félagið með því að bjóða
Guðrúnu Evu að gerast heiðurs-
félagi. Hún hefur svo sannarlega
unnið til þess. Bókin opnaði mér
nýjar víddir, ég hef lært mikið af
henni og það er enginn galli á líf-
eðlisfræðinni í Yosoy, hún stendur
fyrir sínu.“
Jóhann og Guðrún Eva hafa
þekkst í tíu ár og viðurkenna fús-
lega að þau hafa haft áhrif hvort á
annað. „Jóhann kom samt ekkert
að samningu bókarinnar,“ segir
Guðrún Eva en heldur því til haga
að kunningsskapur þeirra í gegn-
um tíðina hafi vissulega haft sitt
að segja. „Ég vann heimildarvinnu
sem hver sem er gæti gert, þori
hann að skrifa um vísindi. Ég
þurfti mörg tilhlaup áður en ég
þorði og hefði sennilega aldrei
gert þetta ef ég hefði ekki haft
bakland í Jóhanni. Ég vissi að ég
yrði þá rassskellt fyrir fram en
ekki eftir að bókin kæmi út.“
Guðrún Eva bætir því við að
Jóhann hafi verið örlátur á fróð-
leik og segist aldrei hafa þorað að
gefa bókina út án þess að bera
hana fyrst undir hann.
„Ég fór með handritið til
Jóhanns rétt áður en það fór í
prentun og bar allt undir hann sem
ég var hræddust um að yrði til
þess að ég yrði skömmuð fyrir að
vita ekkert um,“ segir Guðrún Eva
og nefnir sérstaklega skurðaðgerð
sem gerð er á einni persónunni,
Madame Louise de Roubaix, en
með aðgerðinni er blygðunar-
kennd hennar tekin úr sambandi.
„Mér fannst þetta vera það ótrú-
legasta í bókinni en Jóhann tók
kvíðann minn úr sambandi þegar
hann sagði: „Nei, Eva mín. Við
getum þetta ekki í þeim skilningi
að við kunnum þetta ekki og við
getum ekki reynt það fyrr en við
höfum hugsað það í þaula og öll
siðferðileg álitamál því tengd en
hugmyndin er ekki fjarstæðu-
kennd.““
„Ég held að þetta sé mögulegt
og alveg lógískt,“ grípur Jóhann
inn í. „Ég hef sjálfur reynt að taka
blygðunarkennd mína úr sambandi
en þá hef ég gert það með því að
drekka hvítvín, jafnvel bjór. Það
hefur tekist alveg ágætlega en
hins vegar hef ég ekki losnað við
eftirsjána yfir því að hafa hagað
mér öðruvísi en ég vildi. Þannig að
það er hægt að taka blygðunar-
kenndina úr sambandi en þegar
það er gert með aðgerðinni á
Madame er spurning hvort hún sé
ekki að missa eitthvað meira.“
Jóhann segir aðgerðina á Mad-
ame hafa leitt huga hans að Milton
og Paradísarmissi. „Bæði Milton
og Madame ganga í gegnum ákveð-
inn missi en Madame sér bara ekk-
ert eftir því og það finnst mér vera
ákaflega alvarlegur hlutur. Það fer
hins vegar ekki á milli mála að
Milton sér eftir Paradís.“
Paradísarmissir Miltons hefur
löngum verið Jóhanni hugleikinn
og hann hefur í gegnum árin farið
með þessar ljóðlínur úr verkinu, í
þýðingu séra Jóns á Bægisá, fyrir
nemendur sína:
en vesöld verst
er verkjapína,
algjörð ólukka,
og engi slík,
því hún þolhörku
þá eina stærstu
ef of hátt geysar
yfristígur
„Þeir eru ótal læknanemarnir
sem hafa spurt mig hvort þetta sé
til prófs og ég hef þá alltaf svarað
því að það séu ekki bara þessar
línur heldur Paradísarmissir eins
og hann leggur sig. Eftir að Yosoy
kom út hef ég bætt henni við og
gert hana að skyldulesningu enda
gagnmerkt rit um sársaukann.
Hún er skáldverk en eins og öll
góð skáldverk er hún list og listin
og vísindin eru náskyld. Við erum í
báðum tilfellum að opinbera,
bregða ljósi á persónur og mann-
eskjur og manneskjan er alltaf í
miðjunni.“
Sársaukinn í huganum og
skáldskapnum
JÓHANN OG GUÐRÚN EVA Eru miklir og góðir vinir og skáldið bar öll lífeðlisfræðileg
vafaatriði undir prófessorinn áður en hún lét Yosoy frá sér enda eru fáir jafn fróðir og
Jóhann um sársaukann og eðli hans.
„Já: Ég er vistmaður á hæli;
hjúkrunarmaðurinn minn fylg-
ist með mér, hann hefur vart af
mér augun og það er gægjugat
á hurðinni, en hjúkrunar-
maðurinn er brúneygður og sér
ekki í gegnum mig, bláeygðan
manninn.“
Þýski rithöfundurinn Günter Grass byrjar stórvirki sitt
Blikktrommuna á þessum orðum en nú hvíla allra
augu á honum eftir að hann upplýsti að hann gegndi
herþjónustu í stormsveitum Hitlers.