Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 71
SUNNUDAGUR 24. september 2006 31 Laugardalsvöllur, áhorf.: 1523 Valur KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–10 (13–3) Varin skot Kjartan 0 – Kristján 9 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 16–18 Rangstöður 2–2 KR 4–5–1 *Kristján 8 Sigþór Júlíusson 6 (78. Guðmundur P. -) Gunnlaugur Jóns. 7 Tryggvi Bjarnason 6 Vigfús Arnar 5 Skúli Jón 6 (55. Ágúst Gylfas. 6) Bjarnólfur Láruss. 6 Kristinn Magnúss. 7 Mario Cismek 6 Sölvi Davíðsson 4 (64. Gunnar K. 6) Grétar ÓIafur 6 *Maður leiksins VALUR 4–4–2 Kjartan Sturluson 5 Birkir Már 6 Atli Sveinn 5 Valur Fannar 5 Kristinn Hafliðas. 5 Sigurbjörn 6 (86. Þorvaldur M. -) Pálmi Rafn 7 Baldur Ingimar 7 Matthías Guðm. 6 Guðmundur Ben. 7 (90. Hálfdán Gíslas. -) Garðar Jóhannss. 7 (88. Örn Kató -) 1-0 Pálmi Rafn Pálmason (18.) 1-1 Grétar Ólafur Hjartarson (38.) 2-1 Garðar Jóhannsson (61.) 2-2 Guðmundur Pétursson (94.) 2-2 Egill Már Markússon (7) FÓTBOLTI „Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Ég finn til með leikmönnum mínum fyrir að hafa lagt sig alla fram en fengið ekkert fyrir sinn snúð. Það er rétt að við föllum aftar á völlinn undir það síðasta en við eigum líka að gera betur í skyndisóknunum þegar KR- ingarnir voru komnir svona framarlega. Við nýttum ekki okkar möguleika og er refsað.“ Willum sagði árangur Vals í sumar, 3. sætið í deildinni og átta liða úrslit í bikar, ekki ná þeim markmiðum sem lagt hafi verið upp með í upphafi sumars. „Við erum ekki sáttir við okkar árangur. Valur er félag sem gerir tilkall til bikars á hverju ári. Það gengur ekki eftir og því eru þetta vonbrigði. Við sættum okkur hins vegar við orðinn hlut og komum sterkari til leiks á næsta ári,“ sagði þjálfarinn að lokum. - vig Willum Þór Þórsson: Ætluðum okkur meira í sumar FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. „Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppn- ina og það léttir mikilli pressu af okkur,“ sagði Teitur eftir leikinn. Þjálfarinn gerði breytingar á liði sínu um miðjan síðari hálfleik sem gerðu sannarlega sitt gagn en fram að þeim hafði KR-liðið verið fjarri sínu besta. „Ég tel það hafa verið eðlilegt. Óhjákvæmilega fórum við varlega í þennan leik því við eigum bikarúrslitaleikinn eftir og menn vildu alls ekki eiga á hættu að lenda í meiðslum eða leikbanni fyrir þann leik. Við gáfumst hins vegar aldrei upp og á endanum færði baráttan okkur annað stigið og þar með 2. sætið.“ - vig Teitur Þórðarson: Við gefumst aldrei upp FÓTBOLTI Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leik- mannaskipti í Landsbankadeild- inni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhylt- ingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR- ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftir- minnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niður- lútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heit- ustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjarta- son jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endan- um. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögu- legu í síðustu sjö leikjunum skil- uðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. vignir@frettabladid.is Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínút- unni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða. FYRRUM FÉLAGAR BERJAST Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópa- vogsvelli. Þeir leika bikarúrslita- leik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinars- son, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á ell- eftu mínútu þegar Arnar Grétars- son átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallar- ins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mín- útna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrir- gjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Bran- islav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrn- unni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Kefl- víkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heima- manna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiða- blik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar end- uðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fall- hættu fyrir leikinn og endurspegl- ar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeild- inni en HK er komið upp í úrvals- deildina í fyrsta sinn í sögu félags- ins. - egm Leikmenn Breiðabliks ætluðu greinilega að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni: Blikar skutust upp í fimmta sætið VONBRIGÐI Þjálfari Vals segir að liðið hafi ætlað sér stærri hluti á tímabilinu. FÓTBOLTI Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna. „Við spiluðum leikinn af krafti í fyrri hálfleik og áttum mögu- leika á því að bæta við mörkum. Við höfðum leikinn í okkar höndum, ef Keflvíkingar höfðu ekki áhuga á þessum leik er það algjörlega þeirra vandamál,“ sagði Ólafur. „Markmiðið að halda okkur í deildinni náðist og gott betur en það. Fimmta sætið er betra en öll fimm sætin sem eru fyrir neðan það. Við hefðum verið með 22 stig fyrir lokaumferðina ef við hefðum unnið Fylki. Það hefði þýtt að við hefðum endað í fjórða sætinu, sem gefur mögu- lega Evrópusæti,“ - egm Ólafur Kristjánsson: Markmiðinu náð FÓTBOLTI „Við höfum alltaf haldið í þá trú að við séum með lið sem eigi heima í úrvalsdeildinni,“ sagði miðjumaðurinn Arnar Grétarsson eftir sigur Breiða- bliks í gær. „Við höfum verið að spila vel í undanförnum leikjum og fyrir hönd félagsins er ég mjög ánægður. Við erum með marga unga og efnilega leikmenn og framtíðin er björt.“ Arnar skoraði annað mark Blika í gær úr vítaspyrnu. „Mér fannst við fá hættulegri færi í seinni hálfleiknum en fáum síðan þetta klaufalega mark á okkur undir lokin.“ Jónas Guðni Sævarsson var fyrirliði Keflavíkur í gær. „Við vorum með hugann við bikar- úrslitaleikinn um næstu helgi og því fór þetta svona. Þetta er klárlega ekki leikurinn sem við ætluðum að taka með okkur í þá baráttu. Það var ekkert að ganga hjá okkur og við þurfum að skoða hvað við ætlum að gera fyrir leikinn gegn KR,“ sagði Jónas Guðni. - egm Arnar Grétarsson, Breiðabliki: Eigum heima í þessari deild Kópavogsvöllur, áhorf.: 1013 Breiðablik Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–4 (5–1) Varin skot Hjörvar 0 – Ómar 3 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 10–13 Rangstöður 5–0 KEFLAV. 4–3–3 Ómar Jóh. 5 Guðjón Árni 6 Guðm. Mete 4 (57. Ragnar 6) Gustafsson 6 Milicevic 2 Hallgrímur Jónas. 4 (33. Einar Orri 6) Jónas Guðni 6 Baldur Sig. 6 Samuelsen 5 Magnús Sverrir 5 (68. Ólafur Jón 5) Stefán Örn 4 BREIÐ. 4–5–1 Hjörvar Hafliða. 6 Árni Kristinn 7 Gasic 7 Podzemsky 6 Haaland 6 *Steinþór Freyr 8 Arnór Sveinn 6 Magnús Páll 6 Arnar Grétarsson 7 Kristján Óli 8 Ellert Hreinsson 6 (85. Ragnar -) *Maður leiksins 1-0 Magnús Páll Gunnarsson (17.) 2-0 Arnar Grétarsson, víti (30.) 2-1 Petr Podzemsky, sjálfsmark (86.) 2-1 Kristinn Jakobsson (7) ÁFRAM Í EFSTU DEILD Leikmenn Breiðabliks stigu stríðsdans eftir sigurinn á Keflavík í gær, sem stjórn- að var af Kristjáni Óla Sigurðssyni. Blikar gátu leyft sér að fagna vel og innilega því með sigrinum stukku þeir alla leið upp í 5. sæti deildar- innar, sem hlýtur að teljast mjög viðunandi árangur hjá nýliðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FLUGFERÐ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var að sjálfsögðu „tolleraður“ eftir sigurinn í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.