Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 72
32 24. september 2006 SUNNUDAGUR Víkin, áhorfendur: 1782 Víkingur ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–7 (4–3) Varin skot Ingvar 2 – Páll Gísli 2 Horn 2–2 Aukaspyrnur fengnar 18–17 Rangstöður 3–4 ÍA 4–5–1 Páll Gísli 7 Kári Steinn 6 Árni Thor 7 Heimir Ein. 7 Guðjón Heiðar 7 Þórður Guð. 7 (83. Guðm. Böðv -) Jón Vilhelm 6 Bjarni Guðjónsson 7 Hafþór Ægir 6 (80. Arnar Már -) Arnar Gunn. 6 Bjarki Gunn. 7 (74. Pálmi Har. -) *Maður leiksins VÍKING. 4–4–2 Ingvar Kale 7 *Höskuldur Eir. 8 (84. Andri Tómas -) Valur Adolf 6 Glogovac 7 Hörður Bjarna. 6 Arnar Jón 6 Jón Guðbrands. 4 Grétar Sigfinnur 7 Daníel Hjalta. 6 Viktor Bjarki 7 Davíð Þór 6 (38. Perry 7) 0-1 Bjarki Gunnlaugsson (23.) 1-1 Rodney Perry (67.) 1-1 Garðar Ö. Hinriksson (8) Hásteinsvöllur, áhorf.: 155 ÍBV Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–7 (5–3) Varin skot Elías 3 – Fjalar 3 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 12–9 Rangstöður 2–2 FYLKIR 4–4–2 Fjalar Þorg. 6 Arnar Þór 5 Ragnar Sig. 6 Guðni Rúnar 6 Þórir Hannes. 5 (82. Hermann -) Gravesen 5 Ólafur Stígs. 6 Páll Einarsson 5 Eyjólfur Héðins. 5 Christiansen 4 (55. Albert Brynjar 4) Sævar Þór 5 (69. Haukur Ingi 5) *Maður leiksins ÍBV 4–4–2 *Elías Fannar 7 Mwesigwa 6 (80. Kristinn Bald. -) Matt Garner 6 Páll Hjarðar 7 Mark Schulte 6 Ingi Rafn 6 (76. Pétur Run. -) Atli Jóh. 7 Bjarni Geir 6 Bjarni Rúnar 6 (45. Egill Jóh. 6) Anton Bjarna. 6 Bjarni Hólm 7 1-0 Bjarni Rúnar Einarsson (13.) 2-0 Ingi Rafn Ingibergsson (34.) 2-0 Erlendur Eiríksson (7) FÓTBOLTI Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni í gær og komu úrslit- in fáum á óvart. Jafntefli kom báðum vel og jafnvel þótt Grinda- vík hefði unnið sinn leik hefðu bæði Víkingur og ÍA haldið sætum sínum í deildinni. Bjarki Gunn- laugsson kom ÍA yfir í fyrri hálf- leik en varamaðurinn Rodney Perry jafnaði metin í þeim síðari. Leikurinn var ekki flókinn. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og heimamenn voru með talsverða yfirburði í þeim síðari. Bæði liðin uppskáru eitt mark og síðasta stundarfjórðunginn virt- ust leikmenn ánægðir með stöðu mála og sóttu hreint ekkert að marki andstæðingsins. Það var í raun fremur kómísk sjón. „Það var rosaleg spenna í okkar mönnum fyrir leik og í hálfleik,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkings. „Ég skrifa frammistöð- una í fyrri hálfleik á það. Það sást að reynslan var öll hinum megin á vellinum en sem betur fer komum við mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og skoruðum mark. Við hefðum átt að skora fleiri,“ sagði Magnús en Arnar Jón Sigurgeirs- son skoraði reyndar mark snemma í síðari háfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. „Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag og er ánægður með sumarið. Við áttum hræðilegan leik í Hafnarfirði um síðustu helgi en ef maður lítur á hina sextán leikina erum við bara óheppnir að vera ekki komnir ofar,“ bætti Magnús við. Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki fengu um mitt sumar það hlutverk að bjarga liðinu frá falli eftir skelfilega byrjun á mót- inu undir stjórn Ólafs Þórðarson- ar. „Þetta var mjög spennandi,“ sagði Arnar. „Þetta hefur reynt mikið á taugarnar síðustu mánuði en við sýndum mikinn karakter og ég held að strákarnir hafi orðið sterkari fyrir vikið. En við höfum verið klaufar í allt sumar og kast- að frá okkur mörgum leikjum. Við erum með sterkt lið en það vinnur ekkert lið á pappírnum og slæm byrjun í vor fór alveg með okkur.“ Fyrirliði Víkinga, Höskuldur Eiríksson, var vitanlega hæst- ánægður með árangurinn. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1991 sem Víkingur nær að halda sæti sínu í efstu deild. Þessi úrslit í dag og staðan í deildinni gerir það að verkum að tímabilið var frábært hjá okkur því við kom- umst einnig í undanúrslit í bikarn- um. Þó að þetta hafi endað í smá stressi hjá okkur vorum við lengi vel í sumar í baráttunni um 2. sæti. Tímabilið hefur verið fyrst og fremst skemmtilegt og erum við allir í skýjunum í dag.“ Höskuldur segist sérstaklega ánægður með árangurinn í ljósi þess hversu ungt Víkingsliðið er. „Enginn leikmaður er eldri en 28 ára og vonandi náum við nú að festa okkur í sessi sem úrvals- deildarlið. Það getur verið erfitt að ná í leikmenn og með því að halda sæti okkar gerum við liðið okkar að mun fýsilegri kosti.“ - esá Jafntefli hjá Víkingi og ÍA og allir skildu sáttir Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu. FÓTBOLTI Þjálfarar ÍA, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, neita því ekki að þeir vilji halda áfram að þjálfa Skagamenn. Þeir tóku við af Ólafi Þórðarsyni um mitt sumar þegar staða liðsins var ekki góð en undir stjórn tvíburanna hefur leikur ÍA batnað til muna. „Við höfum haft rosalega gaman af þessu og maður vill halda áfram þegar vel gengur,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið í gær en Guðjón Þórðarson hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna á Akranesi á næstu leiktíð. - esá Arnar og Bjarki: Vilja halda áfram með ÍA TVÍBURARNIR Hafa gaman af því að þjálfa og vilja halda því áfram. FÓTBOLTI Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18. umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaum- ferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV, sem hafði að engu að keppa enda fallið í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heima- mönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grinda- vík Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sig við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafn- aði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylk- is og var það Bjarni Rúnar Einars- son sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, veru- lega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkis- manna um að sækja stig á Hásteinsvöll. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu af krafti en Fylkismenn virtust frek- ar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðal- steinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem mark- vörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munnin- um eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakan leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. „Auðvit- að var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næst- unni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag.“ - jia Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, var með óbragð í munninum eftir tap í Eyjum: Þakka FH-ingum kærlega fyrir LEIFUR GARÐARSSON Var allt annað en sáttur með spilamennsku Fylkis í Eyjum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STUÐ Í BÚNINGSKLEFANUM Víkingar réðu sért vart af kæti eftir að hafa tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild að ári. Kampavínið flæddi í búningsklefanum eftir leikinn og leikmenn dönsuðu og hoppuðu. Á litlu myndinni sést Viktor Bjarki Arnars- son þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FÓTBOLTI Úkraínski sóknarmaður- inn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. „Það tekur sinn tíma að aðlagast en mér finnst það gerast hratt hjá mér. Ég mun bráðlega láta að mér kveða af alvöru. Mér hefur liðið vel hjá félaginu og bráðum fá stuðn- ingsmenn sýningu,“ sagði Shev- chenko, sem skoraði meira en 150 mörk á sjö ára tímabili sínu hjá AC Milan á Ítalíu. Andriy Shevchenko: Ætlar að raða inn mörkum SHEVCHENKO Hefur skorað eitt mark fyrir Chelsea í deildinni. FÓTBOLTI Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemann- ia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú. Bayern er með tíu stig eftir fimm leiki eins og Schalke sem vann Wolfsburg 2-0. Hertha Berlín er með níu stig en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Mainz í gær. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu þegar Hannover gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen. - egm Þýska úrvalsdeildin: Bayern komst í efsta sætið FAGNAÐ Markinu frá Mark van Bommel var vel fagnað. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.