Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 74

Fréttablaðið - 24.09.2006, Side 74
34 24. september 2006 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Totten- ham og sigruðu með þremur mörk- um gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykill- inn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benit- ez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þess- um leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumenn- ina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heima- leik á leiktíðinni þegar liðið sigr- aði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðn- ir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinn- ingunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigr- inum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagn- rýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr víta- spyrnu á 73. mínútu og sjö mínút- um síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumenn- irnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabil- ið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýlið- ana í Watford á heimavelli en loka- tölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deild- inni en liðið hefur gert þrjú jafn- tefli og tapað þremur leikjum til þessa. - dsd Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. DIRK KUYT Hollendingurinn skoraði eitt mark fyrir Liverpool í gær og hefur nú skorað í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið. Hér fagnar hann marki sínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: ARSENAL - SHEFFIELD UTD. 3-0 1-0 William Gallas (64.), 2-0 Phil Jagielka, sjálfs- mark (69.), 3-0 Thierry Henry (80.). ASTON VILLA - CHARLTON 2-0 1-0 Gabriel Agbonlahor (35.), 2-0 Luke Moore (62.). FULHAM - CHELSEA 0-2 0-1 Frank Lampard (73.), 0-2 Frank Lampard (80.). LIVERPOOL - TOTTENHAM 3-0 1-0 Mark González (63.), 2-0 Dirk Kuyt (73.), 3-0 John Arne Riise (90.). MANCHESTER CITY - WEST HAM 2-0 1-0 Georgios Samaras (50.), 2-0 Georgios Sam- aras (63.). MIDDLESBROUGH - BLACKBURN 0-1 0-1 Shabani Nonda (26.). READING - MANCHESTER UNITED 1-1 1-0 Kevin Doyle (48.), 1-1 Cristiano Ronaldo (73.). WIGAN - WATFORD 1-1 1-0 Henri Camara (29.), 1-1 Hameur Bouazza (63.) STAÐAN: CHELSEA 6 5 0 1 11-3 15 PORTSMOUTH 5 4 1 0 9-0 13 MAN. UTD 6 4 1 1 12-4 13 ASTON VILLA 6 3 3 0 8-3 12 EVERTON 5 3 2 0 10-4 11 LIVERPOOL 6 3 1 2 8-6 10 READING 6 3 1 2 8-7 10 ARSENAL 5 2 2 1 6-3 8 BOLTON 5 2 2 1 4-3 8 BLACKBURN 6 2 2 2 6-8 8 FULHAM 6 2 2 2 5-9 8 MAN. CITY 6 2 1 3 5-8 7 NEWCASTLE 5 2 0 3 5-7 6 WIGAN 5 1 2 2 5-6 5 WEST HAM 6 1 2 3 6-9 5 M‘BROUGH 6 1 2 3 5-10 5 TOTTENHAM 6 1 1 4 2-8 4 WATFORD 6 0 3 3 4-7 3 CHARLTON 6 1 0 5 4-11 3 SHEFF. UTD 6 0 2 4 2-9 2 Landsleikur í körfubolta: ÍSLAND-ÍRLAND 68-56 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Nýliðar Reading eru í sjö- unda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sex leiki en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Manchester United. Ívar Ingimarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. „Ég var farinn að halda að þetta væri okkar dagur þegar Cristiano Ronaldo átti þetta frábæra ein- staklingsframtak og jafnaði,“ sagði Steve Coppell, knattspyrnu- stjóri Reading. Í upphafi seinni hálfleiks komst Reading yfir með marki Kevin Doyle úr vítaspyrnu sem dæmd var á Gary Neville, fyrirliða Manchester United. Á 73. mínútu jafnaði Ronaldo þegar hann lék á varnarmann og skoraði með föstu skoti í hornið. „Á heildina litið er ég sáttur við þetta stig sem við vorum að vinna okkur inn. Mínir menn börðust vel og eiga hrós skilið,“ sagði Coppell. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, var ekki eins hress en gaf sér tíma til að hrósa mót- herjunum. „Leikmenn Reading börðust fyrir öllum boltum og voru sívinnandi. Samt sem áður áttum við að gera betur,“ sagði Ferguson. „Þetta féll ekki með okkur í dag, markvörður þeirra varði frá- bærlega í þrígang. Það er erfitt að spila á móti liði sem spilar eins varnarsinnað og Reading gerði í þessum leik.“ United er nú í þriðja sæti deildarinnar en næsti deildarleik- ur liðsins er á heimavelli gegn Newcastle eftir viku og á miðviku- dag leikur það gegn Benfica í Meistaradeildinni. - egm Reading byrjar tímabilið á Englandi vel: Jafntefli við Man. Utd BRYNJAR BJÖRN Á hér í baráttunni við Louis Saha, sóknarmann Manchester United, en þeir komu báðir inn sem varamenn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.