Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 24.09.2006, Qupperneq 74
34 24. september 2006 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Totten- ham og sigruðu með þremur mörk- um gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykill- inn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benit- ez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þess- um leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumenn- ina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heima- leik á leiktíðinni þegar liðið sigr- aði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðn- ir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinn- ingunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigr- inum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagn- rýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr víta- spyrnu á 73. mínútu og sjö mínút- um síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumenn- irnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabil- ið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýlið- ana í Watford á heimavelli en loka- tölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deild- inni en liðið hefur gert þrjú jafn- tefli og tapað þremur leikjum til þessa. - dsd Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. DIRK KUYT Hollendingurinn skoraði eitt mark fyrir Liverpool í gær og hefur nú skorað í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið. Hér fagnar hann marki sínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enska úrvalsdeildin: ARSENAL - SHEFFIELD UTD. 3-0 1-0 William Gallas (64.), 2-0 Phil Jagielka, sjálfs- mark (69.), 3-0 Thierry Henry (80.). ASTON VILLA - CHARLTON 2-0 1-0 Gabriel Agbonlahor (35.), 2-0 Luke Moore (62.). FULHAM - CHELSEA 0-2 0-1 Frank Lampard (73.), 0-2 Frank Lampard (80.). LIVERPOOL - TOTTENHAM 3-0 1-0 Mark González (63.), 2-0 Dirk Kuyt (73.), 3-0 John Arne Riise (90.). MANCHESTER CITY - WEST HAM 2-0 1-0 Georgios Samaras (50.), 2-0 Georgios Sam- aras (63.). MIDDLESBROUGH - BLACKBURN 0-1 0-1 Shabani Nonda (26.). READING - MANCHESTER UNITED 1-1 1-0 Kevin Doyle (48.), 1-1 Cristiano Ronaldo (73.). WIGAN - WATFORD 1-1 1-0 Henri Camara (29.), 1-1 Hameur Bouazza (63.) STAÐAN: CHELSEA 6 5 0 1 11-3 15 PORTSMOUTH 5 4 1 0 9-0 13 MAN. UTD 6 4 1 1 12-4 13 ASTON VILLA 6 3 3 0 8-3 12 EVERTON 5 3 2 0 10-4 11 LIVERPOOL 6 3 1 2 8-6 10 READING 6 3 1 2 8-7 10 ARSENAL 5 2 2 1 6-3 8 BOLTON 5 2 2 1 4-3 8 BLACKBURN 6 2 2 2 6-8 8 FULHAM 6 2 2 2 5-9 8 MAN. CITY 6 2 1 3 5-8 7 NEWCASTLE 5 2 0 3 5-7 6 WIGAN 5 1 2 2 5-6 5 WEST HAM 6 1 2 3 6-9 5 M‘BROUGH 6 1 2 3 5-10 5 TOTTENHAM 6 1 1 4 2-8 4 WATFORD 6 0 3 3 4-7 3 CHARLTON 6 1 0 5 4-11 3 SHEFF. UTD 6 0 2 4 2-9 2 Landsleikur í körfubolta: ÍSLAND-ÍRLAND 68-56 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Nýliðar Reading eru í sjö- unda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sex leiki en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Manchester United. Ívar Ingimarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. „Ég var farinn að halda að þetta væri okkar dagur þegar Cristiano Ronaldo átti þetta frábæra ein- staklingsframtak og jafnaði,“ sagði Steve Coppell, knattspyrnu- stjóri Reading. Í upphafi seinni hálfleiks komst Reading yfir með marki Kevin Doyle úr vítaspyrnu sem dæmd var á Gary Neville, fyrirliða Manchester United. Á 73. mínútu jafnaði Ronaldo þegar hann lék á varnarmann og skoraði með föstu skoti í hornið. „Á heildina litið er ég sáttur við þetta stig sem við vorum að vinna okkur inn. Mínir menn börðust vel og eiga hrós skilið,“ sagði Coppell. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, var ekki eins hress en gaf sér tíma til að hrósa mót- herjunum. „Leikmenn Reading börðust fyrir öllum boltum og voru sívinnandi. Samt sem áður áttum við að gera betur,“ sagði Ferguson. „Þetta féll ekki með okkur í dag, markvörður þeirra varði frá- bærlega í þrígang. Það er erfitt að spila á móti liði sem spilar eins varnarsinnað og Reading gerði í þessum leik.“ United er nú í þriðja sæti deildarinnar en næsti deildarleik- ur liðsins er á heimavelli gegn Newcastle eftir viku og á miðviku- dag leikur það gegn Benfica í Meistaradeildinni. - egm Reading byrjar tímabilið á Englandi vel: Jafntefli við Man. Utd BRYNJAR BJÖRN Á hér í baráttunni við Louis Saha, sóknarmann Manchester United, en þeir komu báðir inn sem varamenn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.