Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 28
 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Árveknisátak um brjósta- krabbamein er alheimsátak sem fer fram í október ár hvert og er því nú senn að ljúka. Eva Garðarsdóttir Kristmanns er í forsvari fyrir átakið hér á landi og segir fleiri konur koma á leitarstöð Krabbameinsfélags- ins en áður. Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder átti frumkvæði að árveknisátaki vegna brjóstakrabbameins í Bandaríkjunum, undir merki bleikrar slaufu, fyrir tólf árum. Fyrirtækið hefur síðan þá stofnað sjóði til að fjármagna rannsóknir á brjóstakrabba- meini og beitt sér fyrir hliðstæðu átaki í öðrum lönd- um. Íslenska átakið hefur verið starfrækt síðan haustið 2000. „Markmiðið er að hvetja konur til að vera vakandi fyrir brjósta- krabbameini og hvetja þær til að fara á leitarstöð Krabbameins- félagsins og þreifa brjóst sín reglulega sjálfar,“ segir Eva og heldur áfram: „Mjög margir þekkja einhvern sem hefur þurft að berjast við brjóstakrabbamein svo þetta snertir okkur langflest.“ Aðsókn á leitarstöð Krabba- meinsfélagsins margfaldast ár hvert í október þegar átakið fer af stað og það er bersýnilegt að boð- skapurinn kemst til skila. „Það er frábært að sjá þann árangur sem átakinu fylgir, en við vonum að það stuðli einnig að því að konur verði almennt meðvitaðri allan ársins hring,“ segir Eva. Aukin umræða meðal almenn- ings og í fjölmiðlum hefur mikið að segja og í dag kannast lang- flestir við bleiku slaufuna og átak- ið. „Áður fyrr var brjósta- krabbamein feimnismál hjá sumum og kannski þess vegna sem konur létu ekki skoða sig reglulega,“ segir Eva. Átakið verður sýni- legra með hverju árinu sem líður og í ár hefur þátttaka stjórnvalda og almennings slegið öll fyrri met. Liður í átakinu er að lýsa upp þekktar byggingar, mannvirki og náttúruperlur með bleiku ljósi. Orkuveita Reykjavíkur hefur séð til þess að byggingar í Reykjavík hafa verið baðaðar bleikum ljóma og má nefna Háskóla Íslands, Höfða, og Perluna sem dæmi. Alþingi Íslands vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína og kom af stað góðri umræðu. „Allir alþingismenn voru með bleikar slaufur við umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra þann 3. október og það hafði mikið að segja,“segir Eva. Verslanir um land allt dreifa bleiku slaufunni og viðbrögðin hafa verið mun meiri í ár en áður. „Við gefum 20.000 slauf- ur í ár og bjóðum fólki að koma með frjáls framlög í bauka sérmerkta átakinu víða um land,“ segir Eva. „Unnið er í nánu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og Sam- hjálp kvenna sem eru félagasamtök sem styðja konur sem greinast með brjóstakrabbamein og ágóðinn rennur óskertur til forvarnarstarfa félagsins. Forsetaembættið hefur einnig tekið þátt í átakinu. „Dorrit Moussaieff forsetafrú lét lýsa upp Bessastaði og sendi síðan jólakort með Bessastöðum í bleikum ljóma árið 2005,“ segir Eva og heldur áfram. „Þetta þótti okkur einstak- lega vænt um, enda fara þessi jóla- kort um allan heim. Úrræði við brjóstakrabbameini eru sífellt að verða betri og það er von þegar meinið finnst snemma svo það skiptir miklu máli að konur fylgist vel með sjálfar. Það er sífellt mikið að gera í október í kringum átakið en Eva hlakkar nú þegar til þess að gera næsta ár enn betra. „Þetta er gríðarlega gefandi starf og ef átakið bjargar lífi einnar konu er markmiðinu náð,“ segir Eva að lokum. www.esteelauder.com www. krabbameinsfelagid.is www.sam- hjalpkvenna.org rh@frettabladid.is Árveknisátak um brjósta- krabbamein allt árið Eva Garðarsdóttir Kristmanns er í forsvari fyrir alheimsátaki gegn brjóstakrabbameini. Fréttablaðið/HEiða Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.