Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 54
Fréttir aF Fólki Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan. „Söngleikurinn The Times They Are A-Changin‘ er svo vondur að hann fær þig til að gleyma því hversu góð lögin eru,“ sagði blaða- maður The Wall Street Journal. Blaðamenn New York Times og Variety voru á sama máli. Auk titillagsins er lögin Sub- terranean Homesick Blues, Mr. Tambourine Man og Blowin´ in the Wind að finna í söngleiknum. Bob Dylan fékk Twylu Tharp, konuna sem setti upp hinn vinsæla söngleik Billys Joel, Movin´ Out, til að gera svipaðan söngleik fyrir sig. Gekk söngleikur Joels í þrjú ár á Broadway við miklar vinsæld- ir. Miðað við viðbrögð gagnrýn- enda eru ekki taldar miklar líkur á því að söngleikur Dylans verði lengi á fjölunum. Fær slæma dóma BoB dylan Söngleikur með lögum Dylans fær slæma útreið í bandarískum fjölmiðlum. [tónlist] UmfjöllUn Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glas- gow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þess- ari plötu enda hefur hann opinber- lega sagt að Elliott Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenju- legt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinning- una að hér sé Nick Drake uppris- inn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemn- inguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægi- legt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með lang- sterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Bald- vins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stór- brotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuum- slags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngu- braut. steinþór Helgi arnsteinsson Þægilegt og áreynslulaust Bela Hole anD Corner niðurstaða: Þægileg og áreynslulaus plata sem ætti að geta náð til fjöldans þó hér sé ekkert nýstárlegt né framúrskarandi efni á ferð. Hljómsveitirnar oasis, arctic Monkeys og U2 voru helstu sigurvegarar Q-verðlaunahátíðarinnar í Bretlandi. Var oasis m.a. kjörin besta hljómsveitin auk þess sem noel Gallagher fékk verðlaun sem besti lagahöf- undurinn. The arctic Monkeys, sem fékk fjórar tilnefningar, vann Q-verðlaunin fyrir bestu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin, og U2 vann verðlaunin fyrir nýjungagirni sína. Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur ákært kvik- myndagerðarmann og tökumann fyrir að valsa óboðnir um lóð hans í Hollywood í síðustu viku. Mennirnir, sem voru að taka upp fyrir sjónvarpsstöðina e!, voru reknir eftir að upp komst um athæfi þeirra. Pitt hefur að undanförnu dvalist í Indlandi við kvikmyndatökur ásamt kærustu sinni angelinu Jolie. Voru þau ekki heima þegar atvikið áttu sér stað en starfs- menn á lóðinni komu auga á mennina. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 og 8 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 DEVIL WEARS PRADA kl. 5.40, 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 3.50 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10.20 GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 3.50 MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA SCOOP kl. 8 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 6 og 10 B.I. 7 ÁRA 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI L.I.B. Topp5.is Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE FRÁ FRAMLEIÐENDUM CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON KEMUR SÍÐASTA BARDAGA- MYND SÚPERSTJÖRNUNNAR JET LI. "...EPÍSKT MEISTARAVERK!" - SALON.COM "TVEIR ÞUMLAR UPP!" - EBERT & ROEPER TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.