Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006
Persona.is
Eyjólfur Örn jónsson
sálfræðingur skrifar
Nú til dags virðist það vera sífellt
algengara að fólk missi trúna á sjálft
sig eða hafi slæma sjálfsmynd.
Þetta getur haft afskaplega mikil
áhrif á getu fólks til að sinna nánast
öllum sínum daglegu verkum. Þegar
við missum trúna á að við getum
sinnt jafnvel einföldustu hlutum gef-
umst við fyrr upp og jafnvel slepp-
um því að takast á við hluti sem við
trúum ekki að við getum gert.
Sjálfsmynd okkar er samsett úr
ótal litlum hlutum sem saman
mynda einhverja heild. Þetta geta
verið yfirborðskenndir hlutir eins
og að vera Íslendingur, karlmaður,
nemi og svo framvegis en einnig
einstaklingsbundnari hlutir eins
og að vera klár, myndarlegur og
vingjarnlegur. En allir þessir eigin-
leikar geta þýtt mismunandi hluti
og verið túlkaðir á mismunandi
hátt. Þannig getur verið að mín
skilgreining á klár, karlmaður og
Íslendingur sé eitthvað allt annað
en næsti maður myndi samþykkja.
Það hvernig við skilgreinum þessa
þætti og okkur sjálf er afar flókið
og tengist reynslu okkar og uppeldi
sem og, að sjálfsögðu, því umhverfi
sem við lifum í og þeim gildum sem
því fylgja. En hvers vegna virðist þá
sem slæm sjálfsmynd sé að verða
algengari með degi hverjum?
Eflaust er hægt að finna fyrir því ótal
ástæður, en fyrir stuttu rakst ég á
mjög merkilegt orð sem að mínu
mati tengist þessu óhjákvæmilega
og það er: klámvæðing. Á síðustu
áratugum hafa gildi þjóðfélagsins
breyst ótrúlega mikið og hefur
áhersla á líkamsmynd og kynlíf
aldrei verið meiri. Um leið og
þessar áherslur sjást allt um kring
hefur neyslusamfélagið náð algjöru
hámarki þannig að fólk þarf að
vinna myrkranna á milli og gefst
ekki tími til að sinna því sem áður
þótti sjálfsagt, eins og til dæmis að
elda mat eða gefa sér tíma til að
setjast niður og borða í ró og næði.
Vegna þessa hafa skyndilausnir
sprottið upp um allt, ekki síst í
mataræði, og haft í för með sér að
fólksfjöldinn stækkar á þverveginn.
Nú virðist það augljóst að þarna er
algjör andstæðuþróun á ferðinni
þar sem fólki er ætlað að passa inn
í ákveðinn ramma en til þess að
gera það þarf það að fórna tíma og
peningum sem leiðir til að það velur
skyndilausnir, fitnar og fjarlægist
þannig upphaflega markmiðið.
Þetta hefur í för með sér, það sem
kallast, lært hjálparleysi þar sem
einstaklingnum finnst hann aldrei
geta náð markmiðum sínum. Í fjöl-
miðlum sjáum við ýmist myndir af
offitu ásamt fréttum af því að offita
sé að aukast dag frá degi og myndir
af fræga og „fína“ fólkinu sem er
gagnrýnt hægri vinstri fyrir útlit sitt
og klæðaburð. Allt saman eykur
þetta bilið á milli hins æskilega
sjálfs og hins raunverulega sjálfs
og eykur líkurnar á vandamálum
eins og þunglyndi, félagsfælni og
andfélagslegri hegðun.
Samhliða þessari þróun á líkams-
mynd hefur átt sér stað enn ískyggi-
legri þróun á kynhegðun þar sem
kynlíf og allt sem því tengist hefur
orðið að markaðsvöru og sjálfsögð-
um hlut. Sú kynslóð ungs fólks sem
nú vex úr garði hefur þannig fengið
á sig stimpilinn klámkynslóðin og
hægt og rólega virðast gildi hennar
vera að „klámvæðast“ og frá grönnum
okkar í vestri berast þær fregnir að
börn niður í ellefu ára séu farin að
stunda munnmök í skólabílum, á
leið til og frá skóla. Hugsanlega telja
einhverjir, sem þetta lesa að hér sé
um bandarískt fyrirbæri að ræða
en staðreyndin er sú að orðrómar
um svipaða hegðan hefur verið á
sveimi hér á landi í þó nokkurn tíma.
Sakleysi æskunnar er því miður
eitthvað sem heyrir sögunni til og því
mikilvægt að foreldrar taki sér tak og
byrji að læra á þann heim sem börn-
in þeirra hringsnúast í. Nú til dags
er klámið allsráðandi og tröllríður
öllum fjölmiðlum, ekki síst netinu.
Þar sem kynlíf er orðið svona algengt
þarf sífellt að finna ýktari birtingar-
myndir til þess að vekja viðbrögð
okkar og þetta tekst framleiðendum
einstaklega vel. Þannig hafa til dæmis
sprottið upp samkvæmi sem ganga
út á gróft kynlíf, stúlkur þurfa að
greiða fyrir aðgöngu sína með líkam-
anum og drengir þurfa að sanna sig.
Ofan á þetta bætist svo við útlitsdýrk-
unin og þær kröfur sem hún setur
á okkur öll. Strákar pumpa sig fulla
af lyfjum og gera allt til að stækka
vöðvana á meðan sífellt yngri stúlkur
rembast við að vera þvengmjóar. Allir
þurfa að eiga allt og tolla í tískunni
því annars passa þeir ekki inn og eiga
á hættu að verða fyrir aðkasti. Um
leið og heil kynslóð vex úr grasi með
þessum gildum berast okkur fregnir
af mikilli fjölgun nauðgana og rétt
eins og erlendis, aukast nauðganir
ókunnugra og raðnauðganir.
Til þess að stemma stigu við þessari
þróun er mikilvægt fyrir okkur að
skoða okkur sjálf og hvernig við
lifum lífi okkar. Því næst þurfum
við að styrkja jákvæða sjálfsmynd
okkar og barna okkar og kenna
þeim muninn á réttu og röngu.
Við getum ekki staðið yfir börnum
okkar öllum stundum en við getum
byggt þau upp og vonað að það
nægi til að þau standist þversagnir
og freistingar samfélagsins. Að sjálf-
sögðu getum við ávallt bent fingrum
á hinn harða heim og yppt öxlum
þar sem við erum vanmáttug til að
breyta samfélaginu í heild. Það eina
sem við getum gert er að reyna að
skilja þann heim sem við búum í og
hjálpa börnum okkar að takast á við
pressur samfélagsins.
Gangi ykkur vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur
Útlitsdýrkun og klámvæðing
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði er dvalargestum boðið
upp á stuðning til reykleysis.
Á Heilsustofnun NLFÍ er boðið
upp á vikulöng námskeið þar sem
fólki er hjálpað að hætta reyking-
um.
Starfsfólk mun aðstoða þátttak-
endur við að breyta hegðunar-
mynstri og venjum sem reyking-
um fylgja. Þátttakendur verða
bæði aðstoðaðir við undirbúning
fyrir námskeið og veittur stuðn-
ingur að því loknu.
Árangurinn af námskeiðunum
er talinn hlutfallslega hár, þar sem
tæplega fimmtíu prósent þátttak-
enda hafa reynst reyklausir ári
eftir námskeið.
Þess utan er dvalargestum
Heilsustofnunarinnar veitt almenn
aðstoð til að hætta reykingum.
Að auki stendur til að fjarlægja
reykkofa af lóð Heilsustofnunar-
innar um næstu áramót, sem
verður þá reyklaus. - rve
Reyklaus heilsustofnun
Á Heilsustofnun NLFÍ gefst dvalargestum
kostur á að sækja námskeið til að hætta
að reykja. myNd/NLFÍ
Vertu ígó ummálum!
Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin
Ný og kraftmikil TT-námskeið!
Innritun hafi n núna í síma 581 3730.
Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega!
Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri.
TT-1
• Lokuð 9 vikna námskeið 3 x í viku
• Fræðslufundir 1x í viku, vigtun og mælingar
• Líkamsrækt
• Glæsilegur lokafundur þar sem sérfræðingar í hári
og förðun veita ráð
• Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi þar sem
alger trúnaður ríkir
• Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfi nu og tækjasal
TT-2
• Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT-1
Loksins! TT á besta tíma: 16:30 og 17:40 og
aukið rými fyrir morgunhænurnar: 6:15 og 7:20
Barnagæsla – Leikland JSB
Vertu velkomin í okkar hóp!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is