Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 1
mest lesna dagblað á íslandi 69,3% 38,5% 45,8% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Þriðjudagar LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið 40 30 50 20 60 70 80 Sími: 550 5000 þriðjuDAGur 31. október 2006 — 292. tölublað — 6. árgangur Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Birgir Már Vigfússon er leikmaður meistaraflokks karla í blaki hjá Þrótti í Reykjavík og segir það tilvalið til að komast í form. Birgir er búinn að æfa blak í rúm tíu ár. Hann segir áhugann fyrst hafa kviknað þegar hann fór þrettán ára gamall í prufu- tíma hjá kínverskum blakþjálfara úti á landi. „Þjálfarinn gerði sér ferð til Hornafjarðar, þar sem við fjölskyldan áttum heima, og vildi sjá hvað í okkur strákunum byggi,“ segir Birgir. „Honum fannst ég sýna góða takta á æfingu og hvatti mig til að leggja blak fyrir mig. Ég þurfti ekki að láta segj- ast, enda fannst mér þetta strax áhugaverð íþrótt.“ Birgir er mikill íþróttaáhugamaður og segist hafa reynt fyrir sér í mörgum grein- um áður en golf og blak urðu ofan á. „Sú góða útrás sem fæst í blakinu réði að það varð fyrir valinu,“ útskýrir hann. „Ég æfi þrisvar sinnum í viku, eina til eina og hálfa klukkustund í senn með upphitun og hopp- æfingum. Þær styrkja lærin og auka stökk- kraftinn og eru því afar mikilvægar.“Birgir bætir við að blakið sé auk þess sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar, en móðir hans lék blak með Sindra á sínum tíma og kærasta hans, Lilja Jónsdóttir, er fyrirliði kvennaliðs Þróttar í blaki sem hefur sópað til sín titlum á undanförnum árum. Að mati Birgis hefur blak ennfremur ýmsa kosti fram yfir aðrar íþróttagreinar, til að mynda hamli líkamsstærð ekki þátt- töku. „Sé leikmaður lágvaxinn, er sá hinn sami oft settur í vörn,“ segir hann. „Það er engum vísað frá vegna hæðar. Þetta er góð íþrótt, krefjandi, styrkjandi og liðkandi. Hún er tilvalin til að komast í gott form, enda kvarta ég ekki undan því.“ Fjölskylduáhugamál Birgir Már Vigfússon Blakið er fjölskyldu- áhugamál Heilsa Í Miðju Blaðsins STÚDENTABLAÐIÐ FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Á HÖFÐUBORGARSVÆÐINU Í DAG. HÆGViðri Í dag verður hæg breyti- leg átt. Yfirleitt bjartviðri en þó hætt við stöku éljum austan til. Þykknar heldur upp vestan til þegar líður á daginn. Hiti 0-4 stig syðra, mildast síðdegis en frost 0-5 stig nyrðra. Veður 4 � � �� �� �� � � Hjörtur Howser Rekinn af Rás 2 fyrir klaufalegt grín Engin miskunn hjá Sigrúnu Stefánsdóttur fólk 46 Eyjamenn ósáttir við Bubba Tónlistarmaðurinn gerði grín að Árna Johnsen á tónleikum. fólk 46 Söng með Skítamóral Einar Ágúst Víðisson steig óvænt á svið með Skítamóral og söng tvö lög. fólk 46 PersónuVernD Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóst- sendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtæk- isins. Tölvupósturinn var sendur á milli einka- póstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um per- sónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-net- föngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grun- semdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonar- son og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrr- verandi. Ekki var farið beint inn í einkapóst- hólf mannanna með lykilorði heldur voru skoð- aðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegn- um forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfs- mannanna, sem sendur var í gegnum vefpóst- hús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskil- ur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endur- skoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrir- tækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðu- lega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. - þsj ÍE mátti skoða tölvupóst Persónuvernd ætlar ekki að taka upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna. Hjá ÍE gilda þær innanhúsreglur að fyrirtækið áskilur sér rétt til að skoða allan tölvupóst starfsmanna. DAnMÖrk Hagfræðingur hjá grein- ingardeild Danske bank í Kaup- mannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bank- anum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krón- unnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvu- pósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönn- um sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálf- ur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstin- um: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið var- lega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramov- itsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Odds- son í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukot- ka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramov- itsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvu- póstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoð- un sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen. - sda Hagfræðingur hjá Danske bank fjallar um stöðu íslensks efnahagslífs í tölvupósti: Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars MenninG Uppboð á 132 listaverkum eftir danska, sænska, norska, finnska og íslenska listamenn verður í dag haldið hjá Christie´s í Lundúnum. Uppboðið er það fyrsta hjá Christie´s þar sem eingöngu eru boðin upp listaverk frá Norðurlöndunum, Sophie Hawkins, sölustjóri sýningarinnar, segir að verkin spanni frá allt frá framúr- stefnulegri samtímalist til listar sem þótti framúrstefnu- leg fyrir einni öld. Af íslensk- um listamönnum á Ólafur Elíasson fjögur verk en þau Louisa Matthíasdóttir, Jóhann- es Kjarval og Nína Tryggva- dóttir eitt hvert. Jöklaserían eftir Ólaf er dýrasta íslenska verkið á 16 milljónir króna. - ifv Christie´s í London: Íslensk verk á uppboði Tekur fólk ekki rökum? „Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum?“ spyr sjávarútvegsráðherra. uMrÆðAn 20 leiðtogafundur Í danMörku Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Kaupmannahöfn í gær. Norðurlandaráðsþing hefst í dag. Enn á eftir að útkljá hver verður framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar en Halldór Ásgrímsson og Jan Eric Enestam sækjast eftir stöðunni. Frá vinstri: Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands. - sjá síðu 2 NoRDicpHotoS/AFp Spila fyrir heiðurinn Landsliðsmenn í handbolta fá sáralitla dagpeninga í verkefnum erlendis og enga heima. Körfuboltamenn fá ekkert. íþróttir 42 Veðrið Í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.