Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 31.10.2006, Síða 1
mest lesna dagblað á íslandi 69,3% 38,5% 45,8% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Þriðjudagar LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið 40 30 50 20 60 70 80 Sími: 550 5000 þriðjuDAGur 31. október 2006 — 292. tölublað — 6. árgangur Smáauglýsingasími550 5000 Auglýsingasími Allt550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Birgir Már Vigfússon er leikmaður meistaraflokks karla í blaki hjá Þrótti í Reykjavík og segir það tilvalið til að komast í form. Birgir er búinn að æfa blak í rúm tíu ár. Hann segir áhugann fyrst hafa kviknað þegar hann fór þrettán ára gamall í prufu- tíma hjá kínverskum blakþjálfara úti á landi. „Þjálfarinn gerði sér ferð til Hornafjarðar, þar sem við fjölskyldan áttum heima, og vildi sjá hvað í okkur strákunum byggi,“ segir Birgir. „Honum fannst ég sýna góða takta á æfingu og hvatti mig til að leggja blak fyrir mig. Ég þurfti ekki að láta segj- ast, enda fannst mér þetta strax áhugaverð íþrótt.“ Birgir er mikill íþróttaáhugamaður og segist hafa reynt fyrir sér í mörgum grein- um áður en golf og blak urðu ofan á. „Sú góða útrás sem fæst í blakinu réði að það varð fyrir valinu,“ útskýrir hann. „Ég æfi þrisvar sinnum í viku, eina til eina og hálfa klukkustund í senn með upphitun og hopp- æfingum. Þær styrkja lærin og auka stökk- kraftinn og eru því afar mikilvægar.“Birgir bætir við að blakið sé auk þess sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar, en móðir hans lék blak með Sindra á sínum tíma og kærasta hans, Lilja Jónsdóttir, er fyrirliði kvennaliðs Þróttar í blaki sem hefur sópað til sín titlum á undanförnum árum. Að mati Birgis hefur blak ennfremur ýmsa kosti fram yfir aðrar íþróttagreinar, til að mynda hamli líkamsstærð ekki þátt- töku. „Sé leikmaður lágvaxinn, er sá hinn sami oft settur í vörn,“ segir hann. „Það er engum vísað frá vegna hæðar. Þetta er góð íþrótt, krefjandi, styrkjandi og liðkandi. Hún er tilvalin til að komast í gott form, enda kvarta ég ekki undan því.“ Fjölskylduáhugamál Birgir Már Vigfússon Blakið er fjölskyldu- áhugamál Heilsa Í Miðju Blaðsins STÚDENTABLAÐIÐ FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Á HÖFÐUBORGARSVÆÐINU Í DAG. HÆGViðri Í dag verður hæg breyti- leg átt. Yfirleitt bjartviðri en þó hætt við stöku éljum austan til. Þykknar heldur upp vestan til þegar líður á daginn. Hiti 0-4 stig syðra, mildast síðdegis en frost 0-5 stig nyrðra. Veður 4 � � �� �� �� � � Hjörtur Howser Rekinn af Rás 2 fyrir klaufalegt grín Engin miskunn hjá Sigrúnu Stefánsdóttur fólk 46 Eyjamenn ósáttir við Bubba Tónlistarmaðurinn gerði grín að Árna Johnsen á tónleikum. fólk 46 Söng með Skítamóral Einar Ágúst Víðisson steig óvænt á svið með Skítamóral og söng tvö lög. fólk 46 PersónuVernD Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóst- sendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtæk- isins. Tölvupósturinn var sendur á milli einka- póstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um per- sónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-net- föngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grun- semdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonar- son og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrr- verandi. Ekki var farið beint inn í einkapóst- hólf mannanna með lykilorði heldur voru skoð- aðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegn- um forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfs- mannanna, sem sendur var í gegnum vefpóst- hús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskil- ur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endur- skoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrir- tækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðu- lega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. - þsj ÍE mátti skoða tölvupóst Persónuvernd ætlar ekki að taka upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna. Hjá ÍE gilda þær innanhúsreglur að fyrirtækið áskilur sér rétt til að skoða allan tölvupóst starfsmanna. DAnMÖrk Hagfræðingur hjá grein- ingardeild Danske bank í Kaup- mannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bank- anum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krón- unnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvu- pósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönn- um sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálf- ur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstin- um: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið var- lega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramov- itsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Odds- son í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukot- ka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramov- itsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvu- póstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoð- un sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen. - sda Hagfræðingur hjá Danske bank fjallar um stöðu íslensks efnahagslífs í tölvupósti: Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars MenninG Uppboð á 132 listaverkum eftir danska, sænska, norska, finnska og íslenska listamenn verður í dag haldið hjá Christie´s í Lundúnum. Uppboðið er það fyrsta hjá Christie´s þar sem eingöngu eru boðin upp listaverk frá Norðurlöndunum, Sophie Hawkins, sölustjóri sýningarinnar, segir að verkin spanni frá allt frá framúr- stefnulegri samtímalist til listar sem þótti framúrstefnu- leg fyrir einni öld. Af íslensk- um listamönnum á Ólafur Elíasson fjögur verk en þau Louisa Matthíasdóttir, Jóhann- es Kjarval og Nína Tryggva- dóttir eitt hvert. Jöklaserían eftir Ólaf er dýrasta íslenska verkið á 16 milljónir króna. - ifv Christie´s í London: Íslensk verk á uppboði Tekur fólk ekki rökum? „Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum?“ spyr sjávarútvegsráðherra. uMrÆðAn 20 leiðtogafundur Í danMörku Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Kaupmannahöfn í gær. Norðurlandaráðsþing hefst í dag. Enn á eftir að útkljá hver verður framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar en Halldór Ásgrímsson og Jan Eric Enestam sækjast eftir stöðunni. Frá vinstri: Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands. - sjá síðu 2 NoRDicpHotoS/AFp Spila fyrir heiðurinn Landsliðsmenn í handbolta fá sáralitla dagpeninga í verkefnum erlendis og enga heima. Körfuboltamenn fá ekkert. íþróttir 42 Veðrið Í dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.