Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 10
10 31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR VInnUmARkAÐUR Pólverjar sem koma skyndilega og óhugsað til Íslands hafa oft verið atvinnulaus- ir lengi í Póllandi. Maria Jolanta Polanska, túlkur í Alþjóðahúsi, segir að þetta fólk hafi ekki mikla skólagöngu að baki, sé frá litlum þorpum og komi hingað í leit að betra lífi. Pólsk slúðurblöð eiga sinn þátt í því að æsa leikinn með skrifum um betra líf og kjör í útlöndum. Maria segist hafa lesið viðtal við Pólverja sem hafi búið hér í tvö ár og hafi lýst því hvernig hann byggi í 140 fermetra húsnæði, æki fínum bíl og færi tvisvar á ári til sólar- landa. „Það er satt að hann býr í svona húsnæði og ekur á svona bíl en hann gleymdi að segja það að konan sem hann giftist hér er búin að búa hér í fimmtán ár og var rosalega dugleg og var alltaf í þre- faldri vinnu. En fólk sem les þetta trúir svona sögum og veit ekki að á bak við húsnæðið er 25 eða 40 ára lán,“ segir hún. Dæmi eru um að fólk komi með ferðatöskurnar sínar beint í Alþjóðahús frá flugvellinum og spyrji um vinnu og húsnæði, að sögn Mariu, og hér eru líka Pól- verjar sem hafa verið plataðir hingað gegnum starfsmannaleig- ur á fölskum forsendum. „Oft eru Pólverjar Pólverjum verstir,“ segir Maria Jolanta. - ghs Maria Jolanta Polanska Pólskur túlkur í Alþjóðahúsi segir Pólverja oft Pólverjum versta: Slúðurblöð gefa falska mynd Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2006 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 sem og þeirra sem lagt er á í samræmi við VIII. - XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag þriðjudaginn 31. október 2006. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 31. október til 14. nóvember n.k. að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2006 samkvæmt ofangreindu skulu hafa borist skattstjóra eigi síðar en fimmtudaginn 30. nóvember 2006. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 31. október 2006. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson álagningu Auglýsing um opinberra gjalda lögaðila á árinu 2006 alPaka-afkvæMi Þessi litli alpa- kakálfur, Matyi, kom í heiminn í dýragarði í Búdapest í Ungverjalandi í síðustu viku. fréttaBlaðið/ap ÖRYGGISmÁL Í undirbúningi eru breytingar á reglugerð, þar sem meðal annars verður tekið á aukn- um öryggisbún- aði í leigubif- reiðum, að sögn Sturlu Böðvars- sonar sam- gönguráðherra. Fréttablaðið hefur að undan- förnu fjallað um stöðu þessara mála. Í ljós hefur komið að lágmarksbúnaður er í bílum á sumum stöðvum en alls enginn hjá öðrum. Tveir leigubílstjórar sögðu frá reynslu sinni úr starfi í blaðinu á laugardag. Þar kom fram að þeir hefðu ítrekað orðið fyrir áreiti og jafnvel líkamlegu ofbeldi í starfi. „Ég hef ekki enn fengið tillögu að breytingum á öryggisbúnaði í leigubifreiðum, en að henni er unnið nú,“ sagði Sturla. Hann sagði enn fremur að fyrirhugaður væri fundur ráðuneytisins með for- svarsmönnum leigubifreiðastjóra og bifreiðastöðvanna. „Það er nauðsynlegt að á þessu máli verði tekið og því hraðað,“ segir ráðherra, sem kveðst jafn- framt leggja áherslu á að málið verði unnið í góðri samvinnu þeirra sem það varði. „Þess verður von- andi ekki langt að bíða að tillögurn- ar liggi fyrir.“ - jss sturla böðvarsson Sturla Böðvarsson samgönguráðherra: Öryggi í leigubílum verður aukið UmhVeRfISmÁL Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnu- vegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudag- inn, voru reifað- ir ýmsir val- möguleikar við nefnda stóriðju- stefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu sam- félagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfis- mál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla- seturs Háskól- ans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hring- borðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu- lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmál- um í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýt- ur, því tal og aðgerðir stjórn- málamanna slá ekki lengur í takt við hjart- slátt þjóðarinn- ar. Þess vegna vill Framtíðar- landið vera umræðuvett- vangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sig- ríður Þorgeirs- dóttir heim- spekingur. Í pallborðs- umræðum tók einnig til máls Baltasar Kor- mákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggða- mál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggða- vanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutæki- færa. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda. klemens@frettabladid.is Á eldfjalli hugmynda Það sem Íslendingar kalla byggðavanda nefna aðrar þjóðir framþróun. Efnahagslegan stöðugleika frekar en álver. Framtíðarlandið er komið í pólitík. andri snær Magnason andri hélt fyrsta fyrirlesturinn á haustþingi framtíðar- landsins er fram fór á Hótel Nordica um helgina. ræddi hann þar stóriðjustefnu og áætlanir um að gera Ísland að mesta álframleiðslulandi heims. fréttaBlaðið/vilHelM Edda rós karlsdóttir Pólitísk- ur kúltúr á Íslandi [er] ónýtur. sigríður ÞorgEirsdóttir HeiMspekiNgUr rögnvaldur sæMundsson DÓmSmÁL Rúmlega tvítugur karl- maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með öxi á bílastæði í Mjódd í apríl síðastliðnum. Fjórir mánuðir af dómnum falla niður að þremur árum liðnum ef maðurinn heldur skilorð. Við ákvörðun refsingar- innar var tekið tillit til þess að þetta er fyrsta brot mannsins. Manninum var einnig gert að greiða fórnarlambi árásarinnar miskabætur og að greiða sakarkostnað. - ifv Dæmdur í hálfs árs fangelsi: Réðst á mann með öxi StJÓRnmÁL Steinunn Þóra Árna- dóttir gefur kost á sér í fjórða sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvest- ur- og Reykja- víkurkjör- dæmin. Steinunn Þóra sat í stjórn Reykjavíkur- félags Vinstri grænna árin 2003 til 2005. Sat hún í nokkur ár í miðnefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga. Þá hefur hún gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir MS-félag Íslendinga og Öryrkja- bandalagið, þar sem hún situr nú í framkvæmdastjórn. - sdg Steinunn Þóra Árnadóttir: Gefur kost á sér í fjórða sætið stEinunn Þóra Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.