Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 7 Ný vefsíða um sérhæfða heima- þjónustu fyrir veika aldraða. Á vefsíðunni má finna upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og þjónustuferlið. Heimaþjónusta fyrir veika aldraða er samvinnu- verkefni Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem hófst í september í ár. Þetta er nýbreytni í meðferð og eftirfylgni við veika aldraða en þjónustunni var hleypt af stokkun- um fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem svar við þeim vanda LSH að útskrifa veika aldraða af sjúkrahúsinu. Hlutverk þjónustunnar er að stýra, skipuleggja og veita sjúkrahústengda heimaþjónustu og meðferð, að beiðni LSH, í tvær til tólf vikur fyrir 67 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa víðtækari fagþjónustu en þegar er í boði. Að tryggja samfellu í meðferð frá sjúkrahúsi til heimilis og styrkja aðlögunarhæfni einstaklinga og/eða fjölskyldu eftir útskrift af sjúkra- húsi. Markmiðið er að aldraðir geti búið heima þrátt fyrir veikindi. Þverfaglegt teymi sinnir þjón- ustunni. Frá LSH koma öldrunar- læknar, klínískur sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari. Frá Miðstöð heima- hjúkrunar koma hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar og félagsliðar. Gert er ráð fyrir því að þjónustan nái að jafnaði til tuttugu sjúklinga á hverjum tíma. Nánari upplýsingar á www.lsh.is Aukin þjónusta við veika aldraða Aukin þjónusta við veika aldraða gerir þeim kleift að búa lengur heima. Nordicphoto/gettyimAges Vísindamenn við Edinborgar- háskólann í Skotlandi segjast hafa fundið gen sem eigi þátt í tjáningu geðklofa. 200 manns á aldrinum 16 til 25 ára voru rannsakaðir. Vitað var að geðklofi gengi í erfðir að ein- hverju leyti og áttu allir þátttak- endur að minnsta kosti tvo ætt- ingja sem þjáðst hafa af geðklofa. Niðurstöðurnar urðu þær að ein- staklingar með tiltekin gen voru mun líklegri til að þjást af geðklofa en aðrir. Þessir sömu einstaklingar voru einnig líklegri til að þjást af óeðlilegri heilastarfsemi í vissum hlutum heilans, en slík starfsemi er tengd geðklofa. Þrátt fyrir að genin séu fundin er langur vegur í að niðurstöðurnar nýtist í leit að lækningu. Dr. Jeremy Hall, forsvarsmaður rannsóknarinn- ar, segir hins vegar að til að lækna sjúkdóm sé nauðsynlegt að vita hvað veldur honum. Þannig séum við skrefi nær því að lækna þann illvíga sjúkdóm sem geðklofi er. - tg Geðklofagen fundin geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem erfitt er að lækna. Nordicphotos/getty imAges Endurbætt upplýsingahefti Landspítala – háskólasjúkra- húss komið út í fyrsta sinn. Upplýsingaheftinu er ætlað að veita starfsmönnum LSH og almenningi mánaðarlega innsýn í starfsemi spítalans. Starfsemisupplýsingar LSH eru endurskoðuð útgáfa Stjórnunar- upplýsinga LSH, sem út hafa komið á síðastliðnum fimm árum. Frá því að útgáfa heftisins hófst hafa ábendingar komið fram um hvernig bæta megi það, svo það gagnist notendum sem best. Til stendur að gera frekari breyt- ingar á heftinu á næstu mánuðum, svo það standist betur ofan- greinda kröfu. Efni og efnistök verða mis- munandi eftir tímabilum og reynt að láta heftið hafa sem víðasta skírskotun til starfsemi LSH. Af þeirri sök hefur það fengið hið nýja heiti Starfsemisupplýsingar LSH.  -rve Starfsemisupplýsingar LSH starfsemisupplýsingar Lsh eru endur- skoðuð útgáfa stjórnunarupplýsinga. fréttAbLAðið/stefáN Gerðu það heima. . . MIKIÐ ÚRVAL AF LÍKAMSRÆKTARVÖRUM TIL HEIMILISNOTA OG Í RÆKTINA Úlnliðsvafningar kr. 1.490,- Æfi ngagriffl ur kr. 1.790,- Lyftingaólar kr. 990,- Ab Strap kr. 7990,- Púðahanskar. kr. 6.990,- Sippubönd frá kr. 490,- Teygjur kr. 1.990,- Lyftingakrókur kr. 2.990,- Æfi ngaboltar 55cm - 75cm verð frá kr. 2990,- Róðravél kr. 65.900,- Fjölþjálfar frá kr. 49.900,- Þrekhjól kr. 72.900,- FJALLAHJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 SÍMI 5200 200 MÁN - FÖS KL. 9-18 LAU. KL. 10-14 Mischief kr. 25.900,- Rogue kr. 38.900,- Etto, Pshyco, Freestyle og BMX hjólahjálmar Villain kr. 32.900,- Sniper kr. 28.900,- Uppsel t!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.