Fréttablaðið - 31.10.2006, Blaðsíða 52
31. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR36
Skilnaður Pauls McCartney
og Heather Mills tekur á sig
sífellt undarlegri myndir.
Nú eru rifjuð upp ummæli
dóttur McCartney um
eiginkonuna og framkomu
Pauls við Lindu heitna
McCartney.
Bresku götublöðin halda áfram
umfjöllun sinni um skilnað Heath-
er Mills og Paul McCartney sem
vakið hefur heimsathygli, ekki
síst fyrir fjölmiðlafárið sem hefur
ríkt í kringum málið að undan-
förnu. News of the World birti á
sunnudag frétt þess efnis að dóttir
Pauls, fatahönnuðurinn Stella
McCartney, hefði hótað Heather
Mills lífláti skömmu eftir að hún
lýsti því yfir að Paul hefði einnig
lamið og komið illa fram við
mömmu hennar, Lindu. „Af hverju
varstu að giftast þessari belju?
Hún hefur ekki gert neitt annað en
að misnota okkur. Ég drep hana,“
á Stella að hafa öskrað að föður
sínum samkvæmt götublaðinu.
Fréttir um segulbandsupptök-
ur sem Linda heitin McCartney
gerði skömmu fyrir andlát sitt
vöktu mikla athygli í síðustu viku
en þar er hún sögð tjá sig á ein-
lægan hátt um hjónaband sitt og
Pauls. Upptökurnar gætu verið
notaðar í réttarhöldunum sem
hefjast snemma á næsta ári og er
hugsanlegt að þær varpi nýju ljósi
á hjónaband Pauls og Lindu, sem
hingað til hefur verið talið það ást-
ríkasta í skemmtanaiðnaðinum.
Peter Cox, náinn vinur Lindu,
segir að henni hafi oft liðið illa í
hjónabandinu en Cox hefur upp-
tökurnar undir höndunum og
hefur fallist á að birta þær ekki
opinberlega. Í samtali við Daily
Mail ber hann Paul hins vegar
ekki vel söguna og segir hann hafa
komið illa fram við Lindu. „Hann
átti það til að ráðskast með hana,“
sagði Cox við blaðið en lengi hefur
andað köldu á milli þeirra og bað
Paul hann vinsamlegast um að
mæta ekki í jarðarför Lindu árið
1998. Þá segir Cox að Paul hafi
jafnframt verið hrokafullur og
talað um góðvin sinn John Lennon
eins og hann væri enn á lífi. „Er
það ekkert furðulegt?“ spyr Cox.
The Sun segist á hinn bóginn
hafa komist yfir óbirt viðtal sem
sjónvarpsmaðurinn Garth Pearce
tók við Lindu í maí 1980. Þar seg-
ist hún elska Paul út af lífinu, að
hún hafi ekkert yfir honum að
kvarta. Þar tjáir Linda sig einnig
um það þegar Paul var handtekinn
á flugvelli í Japan með hass í
fórum sínum. „Ég hræddist mjög
að hann þyrfti að vera í fangelsi
næstu sex eða sjö árin. Ég hugsaði
alvarlega um það að kaupa hús í
Japan sem við gætum búið í næstu
árin því þá gæti ég heimsótt hann
á hverjum degi,“ sagði Linda fyrir
26 árum.
Stella vildi drepa Mills
Stella Mccartney
Hótaði að taka stjúpu sína af lífi
skömmu eftir að Heather sagðist ætla
að draga hjónaband Lindu og Pauls inn
í skilnaðinn.
Paul og HeatHer Ekki sér fyrir endann á fjölmiðlafárinu í kringum skilnað þeirra og
málið verður flóknara með hverjum deginum sem líður.
Fyrir ekki svo löngu síðan slóg-
ust skemmtistaðirnir í Banda-
ríkjunum um að partíljónið Paris
Hilton mundi reka inn nefið en
nú er öldin önnur og greinilegt að
það er farið að halla undan fæti
hjá Hilton. Henni var nýlega
meinaður aðgangur að nýjasta
klúbbnum í New York þvi eins og
eigandi staðarins orðaði það vildi
hann engar „Paris Hilton týpur“
inn á sinn stað. Nú hefur hún
bæst á svartan lista hjá skemmti-
stað í Los Angeles og því verður
greyið Paris að fara að taka sig
saman í andlitinu áður en hún
verður útilokuð frá skemmtana-
lífinu eins og það leggur sig.
París
bönnuð
PariS Hilton Greyið stelpan er komin á
svartan lista hjá nokkrum skemmtistöð-
um í Bandaríkjunum.
Sá skelfilegi atburður átti sér stað
við upptökur á nýjustu mynd Leon-
ardo DiCaprio að tæknimaður missti
hendi þegar sprengja sprakk í hönd-
unum á honum. Myndin nefnist
„Blood Diamond“ og er með þeim
Leonardo og Jennifer Connelly í
aðalhlutverkum og fjallar um stríð-
ið í Sierra Leone á tíunda áratugn-
um. Tæknimaðurinn var að hand-
fjatla kröftuga sprengju sem átti að
nota við upptökur og sem sprakk
með ofangreindum afleiðingum.
Aðstandendur myndarinnar hafa
verið mikið gagnrýndir fyrir að
gæta ekki fyllsta öryggis við upp-
tökur en fullvissa þeir þó að svo sé.
Blóðug taka
leonardo dicaPrio Lenti í því að
tæknimaður missti hendi við upptökur á
nýjustu mynd sinni „Blood Diamond“.
Það var mikið um dýrðir á Barn-
um um helgina þar sem partí var
haldið með hrekkjavökuþema.
Barinn var skreyttur með
kóngulóarvef og öðru sem teng-
ist þessari draugahátíð. Fólk
mætti í sínu fínasta pússi og
ímyndunaraflið hjá mörgum
greinilega mjög frjótt. Grímur
og tilheyrandi voru áberandi hjá
gestum og var það mat margra að
aldrei hefði dansinn dunað jafn
vel og lengi á Barnum og á
laugardagskvöldið.
Hrekkjavaka á Barnum
ÞeSSi var HreSS Margrét Vilbergsdóttir
lét ekki að sér hæða og klæddi sig upp
fyrir grímuballið.
andlitSMálning Þóra Augustinussen
hefur greinilega verið lengi að hafa sig
til og var andlitsmálningin hin glæsi-
legasta.
ÞjónuStuStúlkan og geiSHan Ása
Einarsdóttir var klædd sem blóðþyrst
þerna og Sigga Dögg var hæglát geisha í
tilefni dagsins.
PlötuSnúðurinn Heimir Héðinsson
passaði vel inn í partíið með gulllitaða
grímu sem hann er þó alltaf með þegar
hann spilar.