Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 31

Fréttablaðið - 31.10.2006, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 31. október 2006 7 Ný vefsíða um sérhæfða heima- þjónustu fyrir veika aldraða. Á vefsíðunni má finna upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og þjónustuferlið. Heimaþjónusta fyrir veika aldraða er samvinnu- verkefni Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem hófst í september í ár. Þetta er nýbreytni í meðferð og eftirfylgni við veika aldraða en þjónustunni var hleypt af stokkun- um fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem svar við þeim vanda LSH að útskrifa veika aldraða af sjúkrahúsinu. Hlutverk þjónustunnar er að stýra, skipuleggja og veita sjúkrahústengda heimaþjónustu og meðferð, að beiðni LSH, í tvær til tólf vikur fyrir 67 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa víðtækari fagþjónustu en þegar er í boði. Að tryggja samfellu í meðferð frá sjúkrahúsi til heimilis og styrkja aðlögunarhæfni einstaklinga og/eða fjölskyldu eftir útskrift af sjúkra- húsi. Markmiðið er að aldraðir geti búið heima þrátt fyrir veikindi. Þverfaglegt teymi sinnir þjón- ustunni. Frá LSH koma öldrunar- læknar, klínískur sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari. Frá Miðstöð heima- hjúkrunar koma hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar og félagsliðar. Gert er ráð fyrir því að þjónustan nái að jafnaði til tuttugu sjúklinga á hverjum tíma. Nánari upplýsingar á www.lsh.is Aukin þjónusta við veika aldraða Aukin þjónusta við veika aldraða gerir þeim kleift að búa lengur heima. Nordicphoto/gettyimAges Vísindamenn við Edinborgar- háskólann í Skotlandi segjast hafa fundið gen sem eigi þátt í tjáningu geðklofa. 200 manns á aldrinum 16 til 25 ára voru rannsakaðir. Vitað var að geðklofi gengi í erfðir að ein- hverju leyti og áttu allir þátttak- endur að minnsta kosti tvo ætt- ingja sem þjáðst hafa af geðklofa. Niðurstöðurnar urðu þær að ein- staklingar með tiltekin gen voru mun líklegri til að þjást af geðklofa en aðrir. Þessir sömu einstaklingar voru einnig líklegri til að þjást af óeðlilegri heilastarfsemi í vissum hlutum heilans, en slík starfsemi er tengd geðklofa. Þrátt fyrir að genin séu fundin er langur vegur í að niðurstöðurnar nýtist í leit að lækningu. Dr. Jeremy Hall, forsvarsmaður rannsóknarinn- ar, segir hins vegar að til að lækna sjúkdóm sé nauðsynlegt að vita hvað veldur honum. Þannig séum við skrefi nær því að lækna þann illvíga sjúkdóm sem geðklofi er. - tg Geðklofagen fundin geðklofi er alvarlegur sjúkdómur sem erfitt er að lækna. Nordicphotos/getty imAges Endurbætt upplýsingahefti Landspítala – háskólasjúkra- húss komið út í fyrsta sinn. Upplýsingaheftinu er ætlað að veita starfsmönnum LSH og almenningi mánaðarlega innsýn í starfsemi spítalans. Starfsemisupplýsingar LSH eru endurskoðuð útgáfa Stjórnunar- upplýsinga LSH, sem út hafa komið á síðastliðnum fimm árum. Frá því að útgáfa heftisins hófst hafa ábendingar komið fram um hvernig bæta megi það, svo það gagnist notendum sem best. Til stendur að gera frekari breyt- ingar á heftinu á næstu mánuðum, svo það standist betur ofan- greinda kröfu. Efni og efnistök verða mis- munandi eftir tímabilum og reynt að láta heftið hafa sem víðasta skírskotun til starfsemi LSH. Af þeirri sök hefur það fengið hið nýja heiti Starfsemisupplýsingar LSH.  -rve Starfsemisupplýsingar LSH starfsemisupplýsingar Lsh eru endur- skoðuð útgáfa stjórnunarupplýsinga. fréttAbLAðið/stefáN Gerðu það heima. . . MIKIÐ ÚRVAL AF LÍKAMSRÆKTARVÖRUM TIL HEIMILISNOTA OG Í RÆKTINA Úlnliðsvafningar kr. 1.490,- Æfi ngagriffl ur kr. 1.790,- Lyftingaólar kr. 990,- Ab Strap kr. 7990,- Púðahanskar. kr. 6.990,- Sippubönd frá kr. 490,- Teygjur kr. 1.990,- Lyftingakrókur kr. 2.990,- Æfi ngaboltar 55cm - 75cm verð frá kr. 2990,- Róðravél kr. 65.900,- Fjölþjálfar frá kr. 49.900,- Þrekhjól kr. 72.900,- FJALLAHJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 SÍMI 5200 200 MÁN - FÖS KL. 9-18 LAU. KL. 10-14 Mischief kr. 25.900,- Rogue kr. 38.900,- Etto, Pshyco, Freestyle og BMX hjólahjálmar Villain kr. 32.900,- Sniper kr. 28.900,- Uppsel t!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.