Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 54

Fréttablaðið - 31.10.2006, Side 54
Fréttir aF Fólki Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan. „Söngleikurinn The Times They Are A-Changin‘ er svo vondur að hann fær þig til að gleyma því hversu góð lögin eru,“ sagði blaða- maður The Wall Street Journal. Blaðamenn New York Times og Variety voru á sama máli. Auk titillagsins er lögin Sub- terranean Homesick Blues, Mr. Tambourine Man og Blowin´ in the Wind að finna í söngleiknum. Bob Dylan fékk Twylu Tharp, konuna sem setti upp hinn vinsæla söngleik Billys Joel, Movin´ Out, til að gera svipaðan söngleik fyrir sig. Gekk söngleikur Joels í þrjú ár á Broadway við miklar vinsæld- ir. Miðað við viðbrögð gagnrýn- enda eru ekki taldar miklar líkur á því að söngleikur Dylans verði lengi á fjölunum. Fær slæma dóma BoB dylan Söngleikur með lögum Dylans fær slæma útreið í bandarískum fjölmiðlum. [tónlist] UmfjöllUn Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glas- gow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þess- ari plötu enda hefur hann opinber- lega sagt að Elliott Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenju- legt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinning- una að hér sé Nick Drake uppris- inn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemn- inguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægi- legt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með lang- sterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Bald- vins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stór- brotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuum- slags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngu- braut. steinþór Helgi arnsteinsson Þægilegt og áreynslulaust Bela Hole anD Corner niðurstaða: Þægileg og áreynslulaus plata sem ætti að geta náð til fjöldans þó hér sé ekkert nýstárlegt né framúrskarandi efni á ferð. Hljómsveitirnar oasis, arctic Monkeys og U2 voru helstu sigurvegarar Q-verðlaunahátíðarinnar í Bretlandi. Var oasis m.a. kjörin besta hljómsveitin auk þess sem noel Gallagher fékk verðlaun sem besti lagahöf- undurinn. The arctic Monkeys, sem fékk fjórar tilnefningar, vann Q-verðlaunin fyrir bestu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin, og U2 vann verðlaunin fyrir nýjungagirni sína. Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur ákært kvik- myndagerðarmann og tökumann fyrir að valsa óboðnir um lóð hans í Hollywood í síðustu viku. Mennirnir, sem voru að taka upp fyrir sjónvarpsstöðina e!, voru reknir eftir að upp komst um athæfi þeirra. Pitt hefur að undanförnu dvalist í Indlandi við kvikmyndatökur ásamt kærustu sinni angelinu Jolie. Voru þau ekki heima þegar atvikið áttu sér stað en starfs- menn á lóðinni komu auga á mennina. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 og 8 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 DEVIL WEARS PRADA kl. 5.40, 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 3.50 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10.20 GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 3.50 MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA SCOOP kl. 8 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 6 og 10 B.I. 7 ÁRA 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI L.I.B. Topp5.is Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE FRÁ FRAMLEIÐENDUM CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON KEMUR SÍÐASTA BARDAGA- MYND SÚPERSTJÖRNUNNAR JET LI. "...EPÍSKT MEISTARAVERK!" - SALON.COM "TVEIR ÞUMLAR UPP!" - EBERT & ROEPER TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.