Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 6
„Þetta byrjaði að þróast smám saman,“ sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráð- herra Donalds Rumsfeld. Snow hélt því fram að þeir Rumsfeld og Bush forseti hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu þegar ljóst var að kjósendur hefðu hafnað stefnu þeirra í Írak, eins og margir hafa talið, heldur hafi ákvörðunin átt sér mun lengri aðdraganda. Rumsfeld er eini maðurinn sem tvisvar hefur gegnt emb- ætti varnarmálaráðherra. Fyrst var það á árunum 1975 til 1977, þegar Gerald Ford var forseti, og þá var hann yngsti maður sem nokkru sinni hafði gegnt þessu embætti. Síðan tók hann aftur við því í ársbyrjun 2001 þegar George Bush var orðinn forseti, og er nú elsti maðurinn sem gegnt hefur þessu starfi. Rumsfeld hefur annars ekki látið aldurinn flækjast mikið fyrir sér. Þótt hann sé orðinn 74 þykir hann fullur orku og hefur til að mynda jafnan haft þann sið að standa við púlt á skrif- stofu sinni í Pentagon-bygging- unni, frekar en að sitja við skrif- borð. Til marks um ósvífni hans, sem hefur farið í taugarnar á mörgum, jafnt samstarfsmönn- um sem andstæðingum, má nefna stutta athugasemd sem hann skrifaði í desember árið 2002 á minnisblað bandaríska hersins um aðferðir, sem beita mátti við yfirheyrslur fanga í Guantanamo. Eftir að hafa und- irritað skjalið, og þar með veitt heimild sína meðal annars til að láta fangana standa í „álags- stöðu“ í allt að fjóra tíma, skrif- aði Rumsfeld: „Hins vegar stend ég sjálfur í 8 til 10 tíma á dag. Hvers vegna er staða takmörk- uð við fjóra tíma?“ Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosning- anna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið er að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mán- uði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefnd- inni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosn- ingarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varn- armálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndar- innar og gera veigamiklar breyt- ingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekking- ar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónust- unnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfir- maður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfir- maður allra leyniþjónustustofn- ana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú. Andstæða forverans Væntanlegur varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, er líklegur til þess að gera verulegar breytingar á stríðsrekstrinum í Írak. Hann þykir gerólík- ur forvera sínum í embætti, hinum umdeilda Donald Rumsfeld. Rumsfeld hverfur úr embætti Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember | www.agustolafur.is Lækkum skatta á lífeyristekjur í 10% Fjárfestum í menntun Afnemum fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum Lækkum verð á matvælum • • • • Traustur efnahagur — aukin velferð www.torhildur.is Manneskja er verðmæti Frístundakort er nýtt styrktarkerfi vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum sex til átján ára í æskulýðs-, íþrótta- og menn- ingarstarfi í borginni sem reiknað er með að komist í gagnið eftir tæpt ár. Borgarráð hefur falið íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna til- lögur um kerfið og skila fyrir 1. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að frístunda- kortið verði innleitt í þremur áföng- um. Hefjist sá fyrsti haustið 2007 þar sem miðað verði við 12.000 króna framlag. Annar áfangi hefjist 1. janúar 2008 með 25.000 króna framlag. Með þriðja áfanga ljúki innleiðingu frá og með 1. janúar árið 2009 með 40.000 króna fram- lagi. Miðað er við að fjárhagsrammi í hverjum hinna þriggja áfanga miðað við 70 prósent nýtingu styrkjanna verði 180 milljónir króna árið 2007, 400 milljónir árið 2008 og 640 millj- ónir króna árið 2009. Vonir standa til að þetta geti farið fram með rafrænni skráningu, líkt og skráð er í tónlistarskóla borgar- innar í dag, að sögn Björns Hrafns- sonar, formanns borgarráðs. „Þar geti foreldrar fengið aðgang fyrir sitt barn og valið listnám, tónlistar- skóla eða íþróttagreinar. Þannig verði þetta gert með einföldum og aðgengilegum hætti.“ Borgin veitir foreldrum frístundakort Stundar þú bankaviðskipti á netinu? Á Ísland að slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.