Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 96
ÞRÁ okkar eftir því að vera kon-ungdæmi kristallast í einskær-
um áhuga á gömlum fegurðar-
drottningum. Sú sem einu sinni
hefur verið Ungfrú Ísland, Ungfrú
Norðurland, Ungfrú heimur, á
glæsilegan feril vísan á forsíðum
glanstímarita og við ritun sjálfs-
ævisagna það sem eftir er.
er sama hvað þeir líta stórt á
sig Jónarnir Ársælarnir, Reynarn-
ir Traustasynir eða Jónasarnir
Jónassynir, allir breytast þeir í
gapandi drengi sem sitja við fót-
skör gamalla fegurðardrottninga
og drekka af þeirra, að því er virð-
ist, ótæmandi viskubrunni.
þær viðtalsbækur sem
gefnar hafa verið út um gamlar
fegurðardrottningar fylla heila
deild á Borgarbókasafninu. Sama
hvernig tíðin er, uppsveifla eða
samdráttur, gamla fegurðardrottn-
ingin selur alltaf.
fegurðardrottningin
stendur oftar en ekki á krossgöt-
um. Hún skilur oftar en aðrar
konur. Hún hefur lag á að koma
sér fyrir í miklu fíneríi í útlöndum
og er dugleg við að miðla okkur
sýn Íslendingsins sem býr erlend-
is.
er sjálfsbjargarvið-
leitni gömlu fegurðardrottningar-
innar aðdáunarverð. Þó hún sé
skilin eftir, jafnvel einstæð móðir,
atvinnulaus og gömul, hefur hún
alltaf efni á að keyra um á Benz og
búa í rándýru einbýlishúsi þar sem
hún segist vera að rækta garðinn
sinn.
á oftar en ekki erlendan,
dularfullan en góðan vin, sem sér
henni fyrir háum lifistandard og
veitir henni tækifæri á að ferðast
um heiminn í leit að sjálfri sér.
gömlu fegurðardrottn-
ingu trúum við og treystum í einu
og öllu, líkt og hún væri okkar
eigin móðir. Við kaupum tímaritin
með viðtölum við hana og gleypum
í okkur visku hennar um lífið,
hvernig hún féll og reis upp aftur,
hvernig hún hefur komist að því
hve hverfult lífið er og að við
eigum að passa okkur á þeim ljón-
um sem á vegi okkar geta orðið.
frá þessari visku gömlu feg-
urðardrottningarinnar sofnum við
værum svefni, eins og mamma
hafi lesið fyrir okkur sögu og farið
með bænirnar á rúmstokknum.
Við trúum engu slæmu upp á
gömlu fegurðardrottninguna. Hún
er okkar fjallkona. Hún er okkar
María mey.
Gamla fegurð-
ardrottningin
Líka fyrir þig;
lífið, fréttirnar
og fjörið á ensku