Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 30
greinar@frettabladid.is Fræg eru þau ummæli Karls Marx (og Friðriks Engels) í „Kommúnistaávarpinu“ 1848, að vofa kommúnismans fari ljósum logum um Norðurálfuna. Stjórnmálahugmyndir ganga ósjaldan aftur. Til dæmis minnti málflutningur auðlinda- skattsmanna á Íslandi um 1990 á herferð bandaríska rithöfundar- ins Henrys George á síðari hluta nítjándu aldar gegn einkaeignar- rétti á landi. Rödd Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans var bergmál frá George, sem vildi gera arð landeigenda upptækan með sömu rökum og þeir Þorvaldur arð útgerðar- manna. Auðlindaskatturinn var uppvakningur. (Raunar hafði georgisminn áður verið hér á kreiki, í skrifum Jónasar Jónssonar frá Hriflu um 1915, en hann hvarf skjótlega frá honum af hagnýtum ástæðum.) Sjálfur var marxisminn auðvitað annar draugur. Marx lofaði allsnægtum. Með kapítal- ismanum hefðu menn gert jörðina sér undirgefna, svo að fjármagnið gæti fallið eins og fullþroskaður ávöxtur í hendur öreigastéttinni. Marxistar stefndu að frekari iðnvæðingu en kapítalistar, örari hagvexti, öflugri virkjunum, stærri fyrirtækjum. Undirrót marxism- ans var að vísu ekki eymd verkalýðsins, heldur beiskja rótlauss menntafólks, sem þráði völd í krafti andlegra yfirburða sinna, og vildi endurskapa mannkynið, svo að það þyrfti sjálft ekki að vera háð markaðs- öflunum. Ólíkt Sölku Völku taldi Arnaldur sig of góðan til að vinna í fiski hjá Bogesen. Marxismanum lauk með ósköpum. Hann skildi við Rússland og Mið-Evrópu í rjúkandi rúst. Hvergi hefur umhverfi manna verið spillt jafn freklega. Ástæðan var auðvitað sameignarrétturinn. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Kapítalisminn hvílir hins vegar á einkaeignarrétti, sem tryggir sæmilega nýtingu gæðanna. Hvers vegna eru nashyrningar í Afríku í útrýmingarhættu, en ekki sauðir á Íslandi? Vegna þess að sauðirnir eru í einkaeigu. Eigendur þeirra hirða um þá, merkja sér þá, girða þá af. Enginn á hins vegar nashyrning- ana, svo að enginn gætir þeirra. Hið sama er að segja um stöðuvatn, sem spillt er með úrgangi úr verksmiðju. Rétta ráðið er að mynda einkaeignar- rétt á stöðuvatninu. Þá hættir verksmiðjan snarlega að losa þangað úrgang. Þegar gæði eru í einkaeigu, taka menn umhverfið með í reikninginn, ella ekki. Heimurinn hefur gerbreyst eftir hrun marxismans. Undir- rótin að andstöðu óánægðs menntafólks við kapítalismann er að vísu hin sama og áður: Í hugum þess er hann framandi og hættulegt afl. Þetta fólk er firrt, eins og Marx orðaði það. Því finnst það vera statt á röngum hnetti. En þessir andstæðingar kapítalismans vilja fara aðra leið en marxistar. Þeir lofa ekki örari hagvexti, heldur hafna honum með öllu. Þeir eru ekki fram- faratrúar eins og marxistar, heldur vilja snúa aftur til náttúrunnar, til upphafsins. Þeir telja, að í lífsháttum frumstæðra þjóða, til dæmis frumbyggja Vesturheims, sé fólgin speki, sem nútímamenn hafi gleymt. Slíkar þjóðir hafi búið í sátt við náttúruna í stað þess að reyna að gera hana sér undirgefna eins og Vesturlandamenn. Hér á Íslandi leitar slík hreyfing sér útrásar í baráttu við stórvirkjanir og stóriðju. Hún sækir fordæmi til Sigríðar í Brattholti, sem á að hafa stöðvað virkjun Gullfoss með því að hóta að kasta sér í fossinn. Sú rödd, sem þetta fólk bergmálar, kemur úr barka franska heimspekings- ins Jeans-Jacques Rousseau, sem vildi hverfa aftur til náttúrunnar og taldi manninn njóta sín best í virkri fjölda- hreyfingu, þar sem vilji allra einstaklinganna yrði að einum voldugum allsherjarvilja. Vofa Rousseaus gengur ljósum logum á Íslandi. Það liggur í hlutarins eðli, að erfitt er að rökræða við hana. Þó má benda á, að sögurn- ar fögru af frumbyggjum Vesturheims, sem bjuggu í sátt við náttúruna, eru goðsagnir. Þeir útrýmdu dýrum og brenndu skóga. Það var ekki heldur vegna hótana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta. Annars átti Voltaire besta svarið við þessum draugagangi: Hvatning Rousseaus til okkar um að fara aftur á fjóra fætur er vissulega skemmtileg, en það er allt of langt liðið frá því, að flest okkar lögðum þann sið niður, til að unnt sé að ætlast til þess, að við tökum hann upp aftur. Rousseau í stað Marx? Eitt brýnasta verkefni í íslensku sam-félagi er að snúið verði af braut mis- skiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórn- arráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðar- manna taki við. Mörgum ofbýður valda- hroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja – án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórn- tækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfé- laginu – hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekju- tilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfis- ins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnað- armanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almanna- trygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðsl- ur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skatta- hækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreið- enda hafa hækkað – þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verð- ur að hækka og bæta þarf stöðu ung- barnafjölskyldna með lengra fæðingar- orlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss fram- kvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launa- jafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangs- verkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýsl- unni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framund- an er. Höfundur er alþingismaður. Skiptum um áhöfn Það var ekki heldur vegna hót- ana Sigríðar í Brattholti, sem horfið var frá virkjun Gullfoss, heldur sökum áhugaleysis erlendra fjárfesta. S koðanakönnun Fréttablaðsins í gær felur í sér tvær afger- andi pólitískar vísbendingar: Í fyrsta lagi sveifla frjálslyndir til sín fylgi frá Framsóknarflokki og vinstri grænum. Í öðru lagi er meirihluti ríkisstjórnarflokkanna fallinn. Í síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst voru frjálslyndir við það að þurrkast út. Á örfáum dögum tekst þeim nú að snúa pólit- ísku dauðastríði í stórsókn með því einu að krefjast frekari takmark- ana varðandi komu útlendinga til landsins. En hver er munurinn á hugmyndafræði flokkanna í þessum efnum? Með hæfilegri einföldun sýnist hann vera þannig vaxinn: Frjálslyndir vilja hertar reglur og meiri takmarkanir. Hinir flokkarnir telja nóg að gert í þeim efnum en segjast vilja bæta aðstöðu útlendinga og kenna þeim íslensku í ríkari mæli. Margir halda því fram að þessi umskipti séu eins konar pólitísk bólga vegna skyndieitrunar. Hún muni síðan hjaðna þegar þjóðarlík- aminn hefur unnið á eitruninni. Með öðrum orðum: Umræðan muni falla í hefðbundinn farveg á ný. Þó að ekkert sé unnt að fullyrða er þessi kenning um margt senni- leg þó að glæður umræðunnar lifi. Ætli frjálslyndir hins vegar að við- halda bólgunni þurfa þeir djörfung til að flytja ákveðnar tillögur til breytinga á gildandi lögum á þessu sviði í andstöðu við aðra flokka. Fátt bendir til að slíkur tillöguflutningur muni sjá dagsins ljós. Það styrkir þá ályktun að hér hafi verið blásið til storms í vatnsglasi. Á þessu stigi í aðdraganda kosninga er hins vegar enginn vegur að sjá fyrir hvort súrefnið úr þeim goluþyt dugar til tímabundinnar eða var- anlegrar endurlífgunar. Vísbending um önnur stór pólitísk tíðindi í þessari könnun kemur fram í áframhaldandi tapi Framsóknarflokksins. Það þýðir að meiri- hluti stjórnarflokkanna er fallinn. Þetta gerist þrátt fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn bæti stöðu sína umtalsvert frá síðustu kosningum. Reyndar er ekki vitað hvort stjórnarflokkarnir hafa áhuga á áfram- haldandi samstarfi þó að þeir fái kjörfylgi til þess. Reynslan sýnir að Framsóknarflokkurinn bætir jafnan stöðu sína í kosningabaráttunni. En hvað sem þeirri staðreynd líður sýnist vera álitamál hvort forystu- mönnum hans takist að snúa taflinu svo afgerandi við að þessi ríkis- stjórnarkostur verði áfram mögulegur. Á hinn bóginn liggur fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa með formlegri yfirlýsingu sammælst um að reyna stjórnarmyndun fái þeir til þess meirihluta. Skoðanakönnunin bendir til þess að sú sé raunin. Samfylkingin hefur til að mynda nánast náð kjörfylginu. En þá vaknar sú spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn geri útlend- ingamálin að úrslitamáli við hugsanlega stjórnarmyndun. Eins og forystumenn hans hafa stillt málum upp sýnist ekki vera nokkur mál- efnalegur grundvöllur fyrir samstarfi á þeim forsendum. Líklegast er þó að frjálslyndir hafni ekki ráðherrastólum verði þeir í boði og fórni til þess útlendingastefnunni. Ef staðan er sú meina þeir hins vegar ekki mikið með blæstri síðustu daga. Það er einfaldlega útilokað að gera hvort tveggja í senn að geyma kökuna og éta hana. Kjarni málsins er sá að talsmenn frjálslyndra verða að skýra út hvernig málflutningur þeirra í útlendingamálum rímar við áformin um ríkisstjórnarsamstarf með hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Það er spurning um trúverðugleika. Að eiga kökuna og éta hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.