Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 77

Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 77
Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikning- um í Boganum í Gerðubergi í dag. Litirnir dansa og iða fullir af kátínu og frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi Guðrúnar Bergs- dóttur. Guðrún hefur sótt fjölmörg nám- skeið hjá Fullorðinsfræðslu fatl- aðra, nú Fjölmennt, meðal annars í textílsaumi og vélsaumi. Kross- saumsmyndirnar sem hún gerir eru ólíkar því sem hún gerði í skólan- um; þar saumaði hún út áteiknað mynstur en núna kemur innblástur- inn algerlega úr hennar eigin heimi og myndefnið er spunnið upp jöfn- um höndum. Árið 2000 fór Guðrún að vinna sjálfstætt með nál sinni og þæfði og í dag fremur hún algerlega frjálsan spunadans; einu mörkin eru stærð strammans því hugarheimur Guð- rúnar spannar óravíddir. Áður en Guðrún tók til við að sauma út hafði hún málað tússmyndir sem bera sömu einkenni; sterkir litir og smá samfléttuð form með fullkomna og sjálfsprottna myndbyggingu, sem skólagengnir myndlistarmenn mættu öfunda hana af. Guðrún hefur síðastliðinn ára- tug unnið í Ási vinnustofu, sem er verndaður vinnustaður á vegum Styrktarfélags vangefinna, og síð- ustu sumur einnig í gróðurhúsinu í Bjarkarási hluta úr degi. Sýningar- stjóri er Harpa Björnsdóttir en sýn- ingin stendur til 21. janúar. Litirnir dansa Það færist í vöxt að efna til umræðu í tengslum við áleitnar leiksýning- ar. Í kvöld verður spjall um Herra Kolbert, sviðsetningu Leikfélags Akureyrar sem hefur hlotið afbragðsviðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Sýningin hefur mikil áhrif á marga gesti og vakið umræð- ur þar nyrðra. Af þeim ástæðum efnir LA til umræðu að lokinni sýn- ingu á verkinu í kvöld í Borgarasal leikhússins. Aðstandendur sýning- arinnar, með leikstjórann Jón Pál Eyjólfsson í broddi fylkingar, taka þátt í umræðunum og sitja fyrir svörum. Umræðunum stjórnar Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri LA. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Barinn verður opinn meðan á umræðum stendur. Fyrir þá sem ekki verða á sýningunni er rétt að mæta um kl. 20.40. Engin áform eru uppi um að sýna Herra Kolbert né næstu upp- setningar LA í Reykjavík. Uppsetn- ingunni á Herra Kolbert hefur verið afar vel tekið og verður hún sýnd á Akureyri í nóvember og desember. Síðasta sýning á Herra Kolbert verð- ur 16. desember. Ekki skapast svig- rúm til leikferð- ar í höfuðborgina enda næsta verk, Svartur köttur, væntanlegt á fjal-irnar fljót- lega í kjölfarið. Áætlun vetrarins hjá LA er afar þétt og gert ráð fyrir stífu sýningar- haldi í leikhús- inu á Akur- eyri. Leikhúsferðir til Akureyrar hafa notið mikilla vinsælda síðustu misseri og allir hjartanlega vel- komnir norður. Sýningarhald LA er með þeim hætti að sýn- ingar eru sýndar í afmarkað- an tíma en reynt er að bregð- ast við aukinni eftirspurn með því að bæta við aukasýning- um innan þess tímaramma sem hverri uppsetningu er ætlað. Í fyrra voru tvær upp- setningar LA, Fullkomið brúð- kaup og Litla hryllingsbúðin, sýndar á fjölum í Reykjavík við miklar vinsældir. Þar var um undantekn- ingar að ræða. Talað um Kolbert

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.