Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 44
Ég var að heyra ...
SÍA, samband
íslenskra auglýsinga-
stofa, var með
árshátíð á Hótel
Sögu. Þar var allur
bransinn mættur og
var mikið stuð á
fólkinu. Sirkus tók
mikið af skemmtileg-
um myndum eins og
sjá má hér.
Auglýsingabransinn á eyrunum
SíA Þröstur 3000, Kiddi
Bigfoot og Óli King voru mættir
á árshátíð SÍA.
Flottir Marshall, Siggi Hlö og Jón. Naglbíturinn Villi Naglbítur var heldur betur
flottur á árshátíð SÍA.
Eldheitar Margrét Þorsteins-
dóttir og Nanna Ósk Jónsdóttir
voru flottar.
Frambjóðandinn Guðmundur
Steingrímsson og Alexía Björg kærasta hans á
árshátíðinni.
Geislabaugur Rúvararnir Helgi Jóhannesson
og Erla Tryggvadóttir voru með geislabaug.
SIRKUS10.11.06
„Þetta hefur nú legið í loftinu lengi
og ástæðan er einfaldlega sú að
þetta hefur aldrei verið gert. Við
höfum verið að undirbúa þetta í
rúmt ár og það er ekkert hlaupið að
því að fá Sinfóníuhljómsveitina til
liðs við sig,“ segir Sigurður Kaiser,
annar tónleikahaldaranna.
„Við erum búnir að vera að útsetja
þessi fallegu og vinælu lög hans
sem hljómað hafa alveg frá því hann
samdi þau til dagsins í dag. Það er
kominn tími til þess að flytja þau í
almennilegum búningi.“
Allir fremstu söngvarar þjóðarinnar
munu flytja lög Lennons en
rokkhljómsveit Jóns Ólafssonar mun
spila með Sinfóníuhljómsveitinni í
Háskólabíói 1. desember. „Tónlist
hans er sterkt ákall til friðar og við
þurfum alltaf að láta minna okkur á
að friður í heiminum er það sem við
virkilega þurfum að stefna að.“
Sigurður segir hljómleikana verða
hina glæsilegustu í alla staði.
„Ástæðan fyrir tónleikunum er í raun
einföld. Okkur langaði bara að
minnast Lennons og
tónlistar hans.“
Miðasala hefst mánudag-
inn 13. nóvember
klukkan 10.00 á midi.is
og í verslunum
Skífunnar.
SIGURÐUR KAISER OG JÓN ÓLAFSSON HALDA TÓNLEIKA TIL HEIÐURS MEISTARANUM
Kominn tími til að
minnast Johns Lennon
John Lennon Verður
heiðraður með tónleikum í
Háskólabíó 1. desember.
Að Katrín.is sé komin með
kærasta / Að rangfærsla
hefði verið í síðasta
tölublaði Sirkuss. Þar
var sagt að Siffi á
Kiss fm og Tinna
Marína væru hætt
saman. Samkvæmt
nánum vini parsins er
það ekki rétt og leiðréttist
það hér með / Að heimasíðan Klám.is hafi
vaknað til lífsins síðustu
vikurnar. Háværar raddir
hafa þó heyrst utan úr
bæ sem segja síðuna
ýta undir niðurlægingu
konunnar / Að
Sigtryggur Baldurs-
son og Sammi í
Jagúar séu að gefa út
jólaplötuna í ár, ber hún
heitið Mæjonesjól / Að Ívar Dr. Mister dvelji hjá
móður sinni á Hvolsvelli
og taki því rólega
þessa dagana. / Að
blaðakonan fagra
Brynja Björk af
Séð og heyrt hafi
skellt sér í kærkom-
ið frí í vikunni. Dvelur
hún nú með kærasta
sínum, leikstjóranum
Guðjóni Jónssyni, í Asíu en Guðjón er víst
uppgefinn eftir að hafa framleitt sjónvarpsseríuna
Gegndrepa fyrir Skjá einn.
/ Að frændurnir Þór
Jakobsson og Þór
Jónsson hafi hætt í
sjónvarpi sama
daginn. Magnað! /
Að Danny
Masterson úr
That 70´s Show
hafi verið
sjóðheitur á Oliver
um helgina ásamt
kærustu sinni /
Samningaviðræður eru nú í gangi á
milli tónleikahaldara á Íslandi og
hinnar margrómuðu reggísveitar The
Wailers. Ekki er hægt að greina frá
því um hvaða tónleikahaldara er að
ræða að svo stöddu enda samn-
ingaviðræður á viðkvæmu stigi.
Heimildir Sirkuss herma þó að takist
samningar munu The Wailers spila á
Nasa hinn 6. janúar. Fyrir þá sem
ekki vita er The Wailers hljómsveit
reggíguðsins sáluga Bobs Marleys
en sonur snillingsins hefur oftar en
ekki fyllt í skarð föður síns á
tónleikaferðum sveitarinnar.
Bob Marley Gerði reggísveit-
ina The Wailers heimsfræga.
The Wailers til Íslands
Tónleikahaldarar
Sigurður Kaiser og Jón
Ólafsson héldu fyrstu
rokktónleikana með
Sinfóníuhljómsveit
Íslands fyrir tíu árum.
Þá var platan Sgt.
Peppers Lonely Hearts
Club Band tekin fyrir.
4