Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 22
fréttir og fróðleikur 140 tungu- mál á Íslandi Hörð samkeppni er um sæti á framboðslistum Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Sátt ríkir um frambjóðendur í þrjú efstu sæti prófkjörsins en tólf berjast um næstu sæti. Níu konur og sex karl- ar taka þátt í prófkjörinu á morgun. Samfylkingin á átta þingmenn í Reykjavík og sækjast þeir allir eftir endurkjöri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður gefur ein kost á sér í efsta sætið en Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarp- héðinsson, tveir öflugustu og reyndustu þingmenn flokksins, keppast um annað sætið og um leið að fara fyrir lista í öðru tveggja Reykjavíkurkjördæma. Össur gengur næstur formannin- um að völdum og áhrifum í flokkn- um og Jóhanna nýtur mikillar og víðtækrar virðingar. Það kann að koma Jóhönnu til góða að þegar er ljóst að karlar leiða fjóra af sex listum flokksins í kosningunum í vor. Össur og Jóhanna hafa ekki sótt hvort að öðru og reka ekki kosningaskrifstofur. Samherja- barátta, var orðið sem einn flokks- manna notaði yfir stöðuna. Hörð barátta er hins vegar um fjórða sætið og setja sjö frambjóð- endur stefnuna á það. Þingmenn- irnir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Helgi Hjörvar óska stuðnings í fjórða sætið, Guð- rún Ögmundsdóttir í 4.-5. og Mörð- ur Árnason í 4.-6. Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Valgerður Bjarna- dóttir vilja líka komast í röð allra efstu manna. Samdóma álit viðmælenda Fréttablaðsins er að Ágúst Ólafur, Helgi og Steinunn Valdís eigi mestu möguleikana á fjórða sæt- inu, og þar með öðru sæti á lista. Þingmennirnir tveir hafa rekið kraftmikla kosningabaráttu með skrifstofuhaldi og úthringingum en Steinunn Valdís farið aðrar leiðir. Skammt er enda síðan hún tók þátt í prófkjörsslag vegna borgarstjórnarkosninganna. Áhugi og athafnir Ágústs Ólafs í réttarfarsmálum eru sögð koma honum til góða en hann virðist ekki njóta þess sérstaklega að vera varaformaður flokksins. Hefur hann þurft að minna sér- staklega á þá staðreynd í auglýs- ingum. Helgi er vinsæll innan flokksins vegna starfa sinna og Steinunn Valdís þótti standa sig vel í embætti borgarstjóra í Reykjavík og vilja margir fá hana í þingliðið. Þingmennirnir Ásta Ragnheið- ur, Guðrún og Mörður eru talin berjast um næstu sæti en að þeim sækja sjö aðrir frambjóðendur. Ásta hefur verið ötul í baráttu fyrir bættum kjörum lífeyris- þega, Guðrún hefur lagt ríka áherslu á aukin réttindi minni- hlutahópa og almennt jafnrétti en Mörður fjallað einna helst um fjölmiðla og umhverfismál síð- ustu misseri. Af þeim frambjóðendum sem eftir standa töldu viðmælendur Valgerði Bjarnadóttur og Krist- rúnu Heimisdóttur líklegastar til að ná markmiðum sínum. Krist- rún hefur starfað lengi innan Samfylkingarinnar og gegnt trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er náin Ingibjörgu Sólrúnu og það eitt gæti fært henni atkvæði. Val- gerður hefur verið viðloðandi pól- itík um árabil, fyrst í Bandalagi jafnaðarmanna en síðan í Sam- fylkingunni. Í hópi frambjóðenda eru tveir fyrrverandi Alþingismenn; Þór- hildur Þorleifsdóttir var á þingi fyrir Kvennalistann og Ellert B. Schram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að auki gefa Bryndís Ísfold Hlöð- versdóttir og Glúmur Baldvins- son kost á sér. Aðeins er einn kjörstaður í prófkjörinu og telja fróðir menn í flokknum að það muni hafa áhrif á kjörsókn. Aðeins hörðustu flokksmenn í úthverfum borgar- innar nenni í Laugardalinn til að taka þátt. Það kunni að gagnast sitjandi þingmönnum. Annars lýsa menn furðu á þessari tilhög- un og benda á að í prófkjörinu í Suðurkjördæmi voru kjörstaðir bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri þótt aðeins sé þriggja mínútna akstur á milli byggðarlaganna. Harðast barist um fjórða sætið Sjúklegur ótti við ókunnuga Hin rómuðu Arkarjólahlaðborð hefjast laugardaginn 18. nóvember. Í ár höfum við fengið í lið með okkur landskunna veislustjóra, þá Gísla Einarsson og Ómar Ragnarsson. Félagarnir munu skiptast á að stjórna herlegheitunum, fara með gamanmál og sjá til þess að allir njóti dvalarinnar. Krakkajólahlaðborð með Bárði úr Stundinni okkar 26. nóvember, 3. desember og 10. desember. Pantanir: 483 4700 www.hotel-ork.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.