Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 78
Listaháskólinn verður með opin hús um helgina en þá gefst forvitnum kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans. Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynn- ingarstjóri skólans, útskýrir að svona opinn dagur hafi verið hald- inn um árabil en þá jafnan á virk- um degi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum hann um helgi en með því viljum við koma til móts við fleiri gesti, til dæmis þá sem eru bundnir í skóla eða vinnu og komast lítið frá.“ Um fjögur hundruð nemendur stunda nám í Listaháskólanum en dagskráin verður í þremur húsum skólans, á Sölvhólsgötu, Laugar- nesvegi og Skipholti þar sem deild- irnar fjórar; myndlistar-, leiklist- ar-, tónlistar og hönnunar- og arkitektúrdeild, kynna starfssemi sína. „Nemendur skólans, kennar- ar, fagstjórar og starfsfólk verður á staðnum. Hægt verður að fá leið- sögn um deildirnar auk þess sem feril- og inntökumöppur nemenda verða til sýnis,“ útskýrir Álfrún og áréttar að það hafi mælst vel fyrir. „Það er ekki gefið upp nákvæm- lega hvað á að vera í inntökumöpp- unum sem nemendur okkar skila inn. Því hefur mörgum þótt gott að koma og sjá hvað í þeim er að finna.“ Gestir geta síðan spjallað við nemendur og aðstandendur skólans um aðbúnað og áherslur námsins, auk þess að fá nasasjón af list og listamönnum framtíðar- innar sem munu sýna afrakstur vinnu sinnar, hvort heldur með lif- andi uppákomum eða eiginlegri sýningu á verkum. „Þetta er dálít- ið flókið því starfsemin er í þrem- ur húsum. Þess vegna er dagskráin milli 11 og 15 svo allir hafi nægan tíma til þess að flakka milli,“ segir Álfrún. „Eða ef fólk vill kynna sér fleiri en eina deild. Gestir geta til dæmis slegið tvær flugur í einu höggi og farið niður á Sölvhólsgötu ef það er ekki visst um hvort það langar að vera tónskáld eða leik- ari, nú eða dansari.“ Markvissum gestum er þó ráð- lagt að kynna sér ítarlega dagskrá dagsins á heimasíðu skólans, www. lhi.is. „Allir þeir sem hafa áhuga á námi í Listaháskólanum eru vel- komnir,“ segir Álfrún að lokum, „þeir sem eru forvitnir að kynna sér þennan möguleika ættu endi- lega að kíkja í heimsókn. Stærsti markhópurinn hefur verið krakk- ar á framhaldsskólaaldri en auð- vitað eru líka fjölmargir aðrir sem vilja láta draum sinn rætast og fara í hið langþráða listnám.“ GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 Ljóðatónleikar Gerðubergs Söngperlur Sigvalda Kaldalóns Í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20 Miðasalan er hafin á www.salurinn.is Aðgangseyrir: Kr. 3.000, eldri borgarar kr. 2.500 Í samstarfi við Salinn, Tónlistarhús Kópavogs Hugarheimar Guðrún Bergsdóttir Verið velkomin á opnun sýningarinnar í dag kl. 16 Síðasta sýningarhelgi Flóðhestar og framakonur Afrískir minjagripir á Íslandi Reykjavík - Úr launsátri Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! föstudaginn 10.nóvember kl. 20.00 sunnudaginn 12. nóvember kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.