Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 1
 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 pró- sent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kring- um sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál,“ segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar.“ Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veit- ingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörg- um er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækj- enda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES- svæðisins.“ Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur segir niðurstöð- una kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert,“ segir Birg- ir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlend- inga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spill- ing erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum.“ Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum Ríflega 40 prósent telja fjölda útlendinga hér á landi vera lítið vandamál og um fjórðungur segir vanda- málið ekkert, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þriðjungur segir vandamálið mikið. Fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss segir að líti fólk í kringum sig sé líklegt að fáir komi auga á vandamál. Breska leiguflugfélagið Astraeus, sem flýgur frá Gatwick, ætlar á næstunni að sækja um leyfi til íslenskra stjórnvalda fyrir flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þetta verður gert í samvinnu við lággjaldaflugfélagið Iceland Express sem hefur kynnt áform sín um flug til Boston og New York frá og með næsta vori, í beinni samkeppni við Icelandair. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru stjórnendur Iceland Express með til skoðunar að fara einnig í samkeppni við Icelandair í fragtflutningum og telja sig vera samkeppnishæfa á því sviði. Astraeus og Iceland Express eru tengd sterkum eignaböndum. Á dögunum eignaðist Fons, eign- arhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, 51 prósents hlut í Astraeus á móti sjóðum og stjórnendum félagsins. Greiddu þeir 650 milljónir króna fyrir hlutinn. Fons á jafnframt Iceland Express að öllu leyti. Ætlunin er að nýta Boeing 757- vélar Astraeus til Bandaríkja- flugsins en þetta eru vélar sem taka um það bil tvö hundruð far- þega. Iceland Express á hins vegar engar vélar en býr yfir öflugu söluneti og leiðakerfi til Skandin- avíu. Farþegum Iceland Express á Norðurlöndum býðst þannig að fljúga til Íslands og þaðan til Bandaríkjanna eða öfugt. Aukin samkeppni við Icelandair HEIMSFRUMSÝND 17.11.2006 www.midi.is/bio FORSALAN Á NÝJU JAMES BOND MYNDINA ER HAFIN Á MIDI.IS/BIO BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Í DAG ER FÖSTUDAGUR! ÁI N í grænni lautu tíska tíðarandinn heilsa myndlist pistlar matur stjörnuspá ER BORAT KANNSKI MAHÍR?» Nýjasta stjarnan BÆKURNAR ERU EINSOG BÖRNIN MÍN» Björk Bjarkadóttir MATUR MÁTTUR MENNTUNAR » Kesara Anamthawat-Jónsson SV REGGÍ Í JANÚARTHE WAILERS Á ÍSLANDI [4] BERTI MILLJÓN Á HERRAKVÖLDI VALS Eyddi hundruð-um þúsunda GUÐJÓN Í OZ Aftur orðinn piparsveinn SIRKUS10. NÓVEMBER 2006 FATAHÖNNUÐURINN IMBA Í NIKITA • Gerir það gott í New York [14] Konurnar sem klæða þjóðina Máttur menntunar Icelandair og Iceland Express ákváðu í gærkvöldi að fresta öllu millilandaflugi sínu nú í morgunsárið vegna spár um ofsaveður. Gert er ráð fyrir að flug muni hefjast upp úr níu hjá Iceland Express og um hádegi hjá Icelandair miðað við upplýsingar í gærkvöld. Þá var ekki búið að gera neinar ráðstafanir varðandi frestun á innanlandsflugi á Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á NFS, spáir ofsa- veðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa, fram að hádegi en þá fer heldur að lægja. Má búast við 22-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s til fjalla. Úrhellisrigning mun fylgja hvassviðrinu. Að mati Sigurðar verður veðrið verst á Reykjanesi og á Suðurlandi. Öllu millilanda- flugi frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.