Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 12
 Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjör- dæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgis- son lét af þingmennsku á kjör- tímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórð- ardóttir sækist ekki eftir endur- kjöri. Það gera hins vegar Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Benediktsson og Sigur- rós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sig- urrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, og Bryndís Har- aldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönn- un að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórn- ar Kópavogs og Ragnheiður Rík- harðsdóttir bæjarstjóri í Mosfells- bæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Stein- unn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélög- um kjördæmisins. Hefst kjörfund- ur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæp- lega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokk- inn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Átta sækjast eftir þremur þingsætum Eining er um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson alþingismaður skipi tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hörð barátta er um önnur sæti listans. Fyrirspurnir um sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, sem fulltrúar Sam- fylkingarinnar í borgarráði lögðu fram á fundi í síðustu viku, voru ekki útræddar á fundi ráðsins í gær. Fyrirspurnirnar snerust um að borgarstjóri Reykjavíkur, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefði selt hlutinn fyrir ¿smánarverð¿ og rökstuddu þeir þá skoðun með því að vísa til verðmats á Landsvirkj- un upp á 91,2 milljarða sem gert var í lok árs 2005. Reykjavíkur- borg seldi hlutinn miðað við að verðgildi Landsvirkjunar væri 60,5 milljarðar. Í Fréttablaðinu á laugardaginn sagðist borgarstjóri ekki kannast við 91,2 milljarða verðmatið, meðal annars vegna þess að það hefði aldrei verið lagt fyrir borg- arráð. Á fundinum í gær lögðu fulltrú- ar Samfylkingarinnar fram ósk um að 60,5 milljarða verðmatið, sem lá til grundvallar samningn- um um sölu hlutarins í Landsvirkj- un, verði lagt fyrir borgarráð. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, segir að „engin ákvörðun hafi verið tekin“ um hvort verðmatið verði lagt fyrir ráðið en segist „reikna með“ að fulltrúar Samfylkingarinnar fái svör við þeim spurningum sem þeir hafa lagt fram. Á laugardaginn verður auka- fundur í borgarráði þar sem meðal annars verður fjallað um fyrir- spurnir fulltrúa Samfylkingarinn- ar. Vilja sjá verðmat Landsvirkjunar Fimmti hver karlkyns Dani sem náð hefur sextíu og fimm ára aldri á við áfengis- vandamál að stríða. Mælist ofdrykkja í þessum hópi þrefalt meiri nú en hún gerði fyrir tólf árum. Tíunda hver kona á sama aldri drekkur einnig of mikið. Þetta kom fram í Nyhedsavisen. Sérfræðingur danska heilbrigðis- ráðuneytisins segir kjarnann í þessum hópi hafa misnotað áfengi í rúm tuttugu ár og því muni áfengistengdir sjúkdómar verða algengari í framtíðinni. Þrefalt meiri ofdrykkja Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík, 11. nóvember nk. 6. sæti Bryndís Ísfold kynntu þér stefnumálin á www.bryndisisfold.com Grétar Þorsteinsson Sigurður Bessason formaður Eflingar Hugleikur Dagsson myndasöguhöfundur Oddný Sturludóttir varaborgarfulltrúi Falasteen Abu Libdeh þýðandi Eiríkur Bergmann dósent Dagný Ósk Aradóttir laganemi Reynir Harðarson stofnandi CCP hf Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari Magnús Már Guðmundsson Form. ungra jafnaðarmanna Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Formaður UNIFEM Lone Jensen sviðsstjóri Jón Atli Helgason tónlistarmaður Þórunn Pálsdóttir kennari og leikari Solveig Thorlacius mannfræðingur Ari Skúlason hagfræðingur Guðlaug Magnúsdóttir fjölskylduráðgjafi Við styðjum Bryndísi Ísfold í 6. sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.