Fréttablaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 35
Gústav Hannesson er matgæð-
ingur mikill enda eru það hans
ær og kýr að finna girnilegt
hráefni fyrir landann.
Síðastliðið sumar fór Gústav
ásamt fríðu föruneyti kokka og
sölumanna í hráefnisleit suður til
Ítalíu. Gústav fór á vegum Ekr-
unnar, en fyrirtækið flytur inn
mikið af matvörum frá Ítalíu.
„Þetta eru vörur eins og pasta,
vín, lúxuskaffi og tómatvörur, og
við erum alltaf að leita að nýju
góðu hráefni,“ segir Gústav.
Með það að leiðarljósi fór hóp-
urinn til Bologna og sem leið lá
niður með strönd Adríahafsins.
Ýmis matvælaframleiðsla var
skoðuð en áherslan var lögð á
minni fyrirtæki í sveitaþorpum.
„Ítalirnir voru ótrúlega gestrisn-
ir og stöðugt var verið að elda
dýrindis mat ofan í okkur. Allan
daginn drukkum við ólífuolíu og
rauðvín á milli þess sem við borð-
uðum pasta. Við byrjuðum að
borða klukkan tíu á morgnana og
vorum að til fjögur. Þá lögðum
við okkur í tvo tíma og byrjuðum
svo aftur að borða um níuleytið,“
segir Gústav og hlær.
Gústav vill meina að matar-
menning Ítala sé á allt öðru plani
en hér heima. Einfaldleikinn sé í
hávegum hafður og allt kapp lagt
á gott hráefni og hollustu. „Við
sáum varla feitt fólk. Við spjöll-
uðum við eina þriggja barna
móður sem sagði okkur að þegar
hún var í menntaskóla var þetta
kennsluefni, samsetning í fæðu-
tegundum.
Hún veit nákvæmlega hvað
börnin hennar þurfa og hún sér
til þess að þau fái það.“
Fyrir utan að skoða það sem
kalla mætti hefðbundin hráefni
var framleiðsla jarðsveppa könn-
uð. Jarðsveppir vaxa eingöngu
villtir og djúpt í jörðu en notast
er við svín eða hunda til að þefa
þá uppi. Fyrirtækið sem skoðað
var á sér merkilega sögu en það
var stofnað af bréfbera nokkrum
á eftirlaunum. Hann lagði bréfin
á hilluna, fékk sér hund og lagði
af stað í sveppaleit.
Fyrirtækið dafnaði og óx og
vinnur nú hálf ættin hans í fyrir-
tækinu. „Þetta er algjört gull,“
segir Gústav. „Kílóið af jarð-
sveppunum kostar nefnilega
360.000 krónur.“
Eitt kíló á 360.000 krónur
Saltfiskur Guðrúnar á Jómfrúnni
Barónspöbbinn