Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 22

Fréttablaðið - 10.11.2006, Page 22
fréttir og fróðleikur 140 tungu- mál á Íslandi Hörð samkeppni er um sæti á framboðslistum Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Sátt ríkir um frambjóðendur í þrjú efstu sæti prófkjörsins en tólf berjast um næstu sæti. Níu konur og sex karl- ar taka þátt í prófkjörinu á morgun. Samfylkingin á átta þingmenn í Reykjavík og sækjast þeir allir eftir endurkjöri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður gefur ein kost á sér í efsta sætið en Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarp- héðinsson, tveir öflugustu og reyndustu þingmenn flokksins, keppast um annað sætið og um leið að fara fyrir lista í öðru tveggja Reykjavíkurkjördæma. Össur gengur næstur formannin- um að völdum og áhrifum í flokkn- um og Jóhanna nýtur mikillar og víðtækrar virðingar. Það kann að koma Jóhönnu til góða að þegar er ljóst að karlar leiða fjóra af sex listum flokksins í kosningunum í vor. Össur og Jóhanna hafa ekki sótt hvort að öðru og reka ekki kosningaskrifstofur. Samherja- barátta, var orðið sem einn flokks- manna notaði yfir stöðuna. Hörð barátta er hins vegar um fjórða sætið og setja sjö frambjóð- endur stefnuna á það. Þingmenn- irnir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Helgi Hjörvar óska stuðnings í fjórða sætið, Guð- rún Ögmundsdóttir í 4.-5. og Mörð- ur Árnason í 4.-6. Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Valgerður Bjarna- dóttir vilja líka komast í röð allra efstu manna. Samdóma álit viðmælenda Fréttablaðsins er að Ágúst Ólafur, Helgi og Steinunn Valdís eigi mestu möguleikana á fjórða sæt- inu, og þar með öðru sæti á lista. Þingmennirnir tveir hafa rekið kraftmikla kosningabaráttu með skrifstofuhaldi og úthringingum en Steinunn Valdís farið aðrar leiðir. Skammt er enda síðan hún tók þátt í prófkjörsslag vegna borgarstjórnarkosninganna. Áhugi og athafnir Ágústs Ólafs í réttarfarsmálum eru sögð koma honum til góða en hann virðist ekki njóta þess sérstaklega að vera varaformaður flokksins. Hefur hann þurft að minna sér- staklega á þá staðreynd í auglýs- ingum. Helgi er vinsæll innan flokksins vegna starfa sinna og Steinunn Valdís þótti standa sig vel í embætti borgarstjóra í Reykjavík og vilja margir fá hana í þingliðið. Þingmennirnir Ásta Ragnheið- ur, Guðrún og Mörður eru talin berjast um næstu sæti en að þeim sækja sjö aðrir frambjóðendur. Ásta hefur verið ötul í baráttu fyrir bættum kjörum lífeyris- þega, Guðrún hefur lagt ríka áherslu á aukin réttindi minni- hlutahópa og almennt jafnrétti en Mörður fjallað einna helst um fjölmiðla og umhverfismál síð- ustu misseri. Af þeim frambjóðendum sem eftir standa töldu viðmælendur Valgerði Bjarnadóttur og Krist- rúnu Heimisdóttur líklegastar til að ná markmiðum sínum. Krist- rún hefur starfað lengi innan Samfylkingarinnar og gegnt trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er náin Ingibjörgu Sólrúnu og það eitt gæti fært henni atkvæði. Val- gerður hefur verið viðloðandi pól- itík um árabil, fyrst í Bandalagi jafnaðarmanna en síðan í Sam- fylkingunni. Í hópi frambjóðenda eru tveir fyrrverandi Alþingismenn; Þór- hildur Þorleifsdóttir var á þingi fyrir Kvennalistann og Ellert B. Schram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að auki gefa Bryndís Ísfold Hlöð- versdóttir og Glúmur Baldvins- son kost á sér. Aðeins er einn kjörstaður í prófkjörinu og telja fróðir menn í flokknum að það muni hafa áhrif á kjörsókn. Aðeins hörðustu flokksmenn í úthverfum borgar- innar nenni í Laugardalinn til að taka þátt. Það kunni að gagnast sitjandi þingmönnum. Annars lýsa menn furðu á þessari tilhög- un og benda á að í prófkjörinu í Suðurkjördæmi voru kjörstaðir bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri þótt aðeins sé þriggja mínútna akstur á milli byggðarlaganna. Harðast barist um fjórða sætið Sjúklegur ótti við ókunnuga Hin rómuðu Arkarjólahlaðborð hefjast laugardaginn 18. nóvember. Í ár höfum við fengið í lið með okkur landskunna veislustjóra, þá Gísla Einarsson og Ómar Ragnarsson. Félagarnir munu skiptast á að stjórna herlegheitunum, fara með gamanmál og sjá til þess að allir njóti dvalarinnar. Krakkajólahlaðborð með Bárði úr Stundinni okkar 26. nóvember, 3. desember og 10. desember. Pantanir: 483 4700 www.hotel-ork.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.