Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 10.11.2006, Qupperneq 77
Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikning- um í Boganum í Gerðubergi í dag. Litirnir dansa og iða fullir af kátínu og frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi Guðrúnar Bergs- dóttur. Guðrún hefur sótt fjölmörg nám- skeið hjá Fullorðinsfræðslu fatl- aðra, nú Fjölmennt, meðal annars í textílsaumi og vélsaumi. Kross- saumsmyndirnar sem hún gerir eru ólíkar því sem hún gerði í skólan- um; þar saumaði hún út áteiknað mynstur en núna kemur innblástur- inn algerlega úr hennar eigin heimi og myndefnið er spunnið upp jöfn- um höndum. Árið 2000 fór Guðrún að vinna sjálfstætt með nál sinni og þæfði og í dag fremur hún algerlega frjálsan spunadans; einu mörkin eru stærð strammans því hugarheimur Guð- rúnar spannar óravíddir. Áður en Guðrún tók til við að sauma út hafði hún málað tússmyndir sem bera sömu einkenni; sterkir litir og smá samfléttuð form með fullkomna og sjálfsprottna myndbyggingu, sem skólagengnir myndlistarmenn mættu öfunda hana af. Guðrún hefur síðastliðinn ára- tug unnið í Ási vinnustofu, sem er verndaður vinnustaður á vegum Styrktarfélags vangefinna, og síð- ustu sumur einnig í gróðurhúsinu í Bjarkarási hluta úr degi. Sýningar- stjóri er Harpa Björnsdóttir en sýn- ingin stendur til 21. janúar. Litirnir dansa Það færist í vöxt að efna til umræðu í tengslum við áleitnar leiksýning- ar. Í kvöld verður spjall um Herra Kolbert, sviðsetningu Leikfélags Akureyrar sem hefur hlotið afbragðsviðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Sýningin hefur mikil áhrif á marga gesti og vakið umræð- ur þar nyrðra. Af þeim ástæðum efnir LA til umræðu að lokinni sýn- ingu á verkinu í kvöld í Borgarasal leikhússins. Aðstandendur sýning- arinnar, með leikstjórann Jón Pál Eyjólfsson í broddi fylkingar, taka þátt í umræðunum og sitja fyrir svörum. Umræðunum stjórnar Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri LA. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Barinn verður opinn meðan á umræðum stendur. Fyrir þá sem ekki verða á sýningunni er rétt að mæta um kl. 20.40. Engin áform eru uppi um að sýna Herra Kolbert né næstu upp- setningar LA í Reykjavík. Uppsetn- ingunni á Herra Kolbert hefur verið afar vel tekið og verður hún sýnd á Akureyri í nóvember og desember. Síðasta sýning á Herra Kolbert verð- ur 16. desember. Ekki skapast svig- rúm til leikferð- ar í höfuðborgina enda næsta verk, Svartur köttur, væntanlegt á fjal-irnar fljót- lega í kjölfarið. Áætlun vetrarins hjá LA er afar þétt og gert ráð fyrir stífu sýningar- haldi í leikhús- inu á Akur- eyri. Leikhúsferðir til Akureyrar hafa notið mikilla vinsælda síðustu misseri og allir hjartanlega vel- komnir norður. Sýningarhald LA er með þeim hætti að sýn- ingar eru sýndar í afmarkað- an tíma en reynt er að bregð- ast við aukinni eftirspurn með því að bæta við aukasýning- um innan þess tímaramma sem hverri uppsetningu er ætlað. Í fyrra voru tvær upp- setningar LA, Fullkomið brúð- kaup og Litla hryllingsbúðin, sýndar á fjölum í Reykjavík við miklar vinsældir. Þar var um undantekn- ingar að ræða. Talað um Kolbert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.