Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. mars 1979 NORDÍYlENDE LITASJONVORPIN la mæ iálf með sér s sérstök vildarkjör 35% út og restin á 6 mán. VBUÐIN Skipholti 19sími 19800^^—' ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson ui spectra SK2-COLOR TP 9716 979 543 d Sl við Suarez i dag Madrid/Reuter — Adolfo Suarez mun i dag beiöast trausts- yfirlýsingar spænska þingsins fyrir sig og nýtt ráöuneyti sitt. Juan Carlos Spánarkonungur útnefndi i gær hinn 46 ára gamla Suarez sem forsætisráðherra i þriðja sinn eftir kosningarsigur hans i þingkosningunum l.mars siöastliðinn. Þessi stjórn Suarezar veröur hin fyrsta sem kemur til valda á Spáni á grund- velli stjónarskrár i 40 ár. Samkvæmt s.tjórnarskránni veröur forsætisráðherra aö afla stjórn sinni réttar til setu meö traustsyfirlýsingu neöri máls- stofu þingsins. Miöflokkasam- band Suarezar skortir 8 sæti upp á meirihluta i deildinni en fullvist er að niu þingmenn Lýö- ræðislega hægriflokkasam- bandsins munu veita Suarez stuöning i atkvæöagreiöslunni. Allir spænsku flokkarnir nema Miðflokkasambandiö hafa verið á móti þvi aö umrædd stuðningsatkvæðagreiðsla fari fram i dag og hafa viljaö fresta henni fram yfir sveitarstjórnar- kosningar sem fram eiga aö fara i landinu á þriðjudaginn. Óttast flokkarnir aö stuðnings- yfirlýsingin viö Suarez muni hafa áhrif til að auka fylgi hans og flokks hans i sveitarstjórnar- kosningunum. Amln I felum og hermenn og óbreyttir flýja i þúsundatali Nairobi/Reuter — Mikill ótti greip um sig i Kampala, höfuðborg Uganda, i gær þegar stórskotaliðsárásir á borgina jukust stórlega frá Tanzaniuher og uppreisnarmönnum i Uganda sem voru konnir i nágrenni við borgina og höfðu Ent- ebbeflugvöll á valdi sinu. Hermenn og óbreyttir borgar- ar flúöu borgina hversem betur gat en hermt var aö Amin heföi flúiðnoröur i landiöi fylgd her- sveita sem enn voru tryggar honum. Var þetta staöfest i Kenya, en þangaö flúöu margir, óbreyttir borgarar og hermenn og meðal þeirra sendiherrar Saudi-Arabiu í Kampala og júgóslavneskir sendiráðsmenn. Er þar með höfuöborg Uganda að falla i hendur innrásarherjanna og valdadag- ar Idi Amin taldir, komi ekki eitthvaö nýtt til. Hafa Libýu- menn raunar hótaö Tanzaniu- mönnum striöi og stóraukinni aðstoð viö Uganda en ekki staö- ið viö þaö til þessa ogeru raunar sagöir hafa frammi vopnaskak við landamæri Egyptalands þessa dagana. Nkomo — hæstlréttur hafnar slðustu áfrýjunarbeiðnum og ógildingarkröfum Bhutto mælst til þess aö Bhutto veröi náöaður, bæöi Pakistanar og erlendir þjóöarleiðtogar. Nú siöast sendu 300 lögfræöingar i Pakistan Zia náöunarbeiöni fyrir hönd Bhutto. Islamabad/Reuter — Hæstirétt- ur Pakistan hafnaöi i gær siö- ustu áfrýjun arbeiöni verjanda Zulfikar Ali Bhutto. fyrrum forsætisráöherra landsins. en hann hefur veriö dæmdur til dauöa og má nú vænta aftök- unnar hvaö úr hverju. Afrýjunarbeiðni lögfræöing- anna var i rauninni krafa um aö dómurinn yröi dæmdur ógildur þar sem réttarhöldin heföuekki farið fram I fullu samræmi viö stjórnarskrána. Eina leiö Bhutto nú til aö foröa sér frá gálganum er aö æskja náöunar af Zia-Ul-Haq, yfirmanns hersins og æösta ráö- anda f landinu, en þaö hefúr Bhutto sagst aldrei munu gera þar sem i náöunarbeiöni felist viöurkenning á sök en sök hans sé engin. Litil ólga hefur oröiö i Pakist- an vegna máls Bhutto enda fjöl- margir veriö handteknir til aö firra vandræðum og öörum til viövörunar. Þó hafa margir Forsetar S- og N-Jemen ákveða sameiningu landanna Kuwait/Reuter — Forsetar N-Jemens og S-Jemens komu i gær saman á friðarráð- stefnu i Kuwait eftir landamærastrið land- anna i siðasta mánuði og samþykktu að stuðla að sameiningu land- anna á grundvelli sam- komulags frá 1972. Areiöanlegar heimildir herma, aö forsetunum hafi komiö saman um öll meginatriöi nýrrar stjórnar- skrár eryröi til aö sameina rik- in tvösem nú lúta annars vegar sósialskri stjórn en hins vegar blandaöir stjón lýöræöisheföar og múhameðs trúar. Ennfremur hermdu fréttir aö forseti hins sósialska S-Jemen heföi boöist til aö eftirláta for- seta NJemen forsetaembættiö i sameinuðu Jemen. Var hann raunar aö Itreka boð sett fram 1972 í kjölfar annars landamærastriös þegar upphaf- lega var samið um sameiningu landanna. Nkomo skammar Bret- land og Bandaríkin Lusaka/Reuter — Joshua Nkomo leiötogi Ródesfuskæru- liöa réöst f gær harkalega á stjórnir Bretlands og Bandarikjanna fyrir skinhelgi þeirra og raunverulega velviid viö kosningarnar sem fram eiga aö fara i Ródesiu I byrjun næsta mánaöar. Samtimis viöur- kenndi Nkomo i fyrsta skipti aö mestar likur væru á aö blökku- menn mundu flykkjast á kjör- staö þrátt fyrir þá afstööu þjóö- frelsishreyfinga Nkomo og Mugabe aö kosningarnar séu svik viö málstaö blökkumanna og ólýðræöislegar og aöeins til þess falinar aö réttlæta áframhaldandi yfirráð hvitra i landinu. Raunar hélt Nkomo þvl fram aö menn yröu reknir á kjörstaö meö riffilhlaup viö bak sér. Og þetta styddu Bandarikin og Bretland, sagöi hann, meö aö- gerðaleysi þó ekki væri annaö. Kínverjar mættu ekki til viðræðna i Hanoi — sagðir munu þjarma áfram að Vletnam efnahagslega og hernaðarlega Bangkok/Reuter — Vietnams- stjórn ásakaði i gær Kina um aö eiga sök á aö landamæra- viðræöur rikjanna hófust ekki i gær svo sem ráö haföi veriö fyrir gert. Sakar Vfetnam Kina um aö haida enn vietnömsku landi og ala á ófriöi milli rikj- anna. 1 fyrradag lýsti stjórn Kina þvi yfir að viöræöur milli rikj- anna gætu ekki hafist i náinni framtíð þar sem Vietnamar geröu óheyrilegar kröfur og hefðu sett ýmis óaðgengileg skilyrði fyrir samningum. Þann sama dag vakti þó I athygli að Vietnamar gáfu ekki | út sinar daglegu yfirlýsingar j um að Kínverjar héldu enn vietnömsku landi og getur þaö bent til þess meö fleiru að Víetnamar hafi raunverulega æskt viðræðna er hefjast áttu I Hanoi i dag samkvæmt áður gerðu samkomulagi landanna. Margir fréttaskýrendur telja að Kina hyggist þjarma áfram að Vietnam efnahagslega og hernaðarlega og veikja landiö þannig út á viö og inn á viö. Efnahaf landsins er þegar illa komiö og uppskera öll ónýt á stórum svæöum vegna hernaðar Kina i landinu i siðasta mánuði og upphafi þessa. Samkvæmt áreiöanlegum upplýsingum i Bandarik junum neyöast Vietnamar til aö flytja inn i landiö um þrjár milljónir tonna af hveiti og korni á þessu ári. Traustsyfirlýsing spænska þingsins Bhutto hengdur innan skamms Kampala faliin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.