Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 13
12
Föstudagur 30. mars 1979
Föstudagur 30. mars 1979
13
Þegar þrettán
ára krakkar
taka upp á því
Sid Vicious var goð hennar, foreldrarnir frjáls-
lyndir í uppeldismálum og sjálf var hún mjög
stjórnmálalega sinnuð. Þrettán ára lét hún til skar-
ar skríða og strauk að heiman. Dagbókin, sem hún
hélt á þessu tímabili öllu, veitir frábæra innsýn i
hugarheim hennar. Dagbók Catherine frá Marseilie
og flótti hennar tii Parísar í faðm falsspámanna
varð franska blaðamanninum Jean Cau að um-
hugsunarefni, en Catherine hefur mánuðum saman
barist ötullega á siðum blaðsins,, Egg í mask" fyrír
frelsi barna og unglinga undir lögaldri. Tuttugu og
sex þúsund börn og unglingar i Frakklandi strjúka
aðheiman á ári hverju, en um skipulagða hópstarf-
semi hefur ekki verið að ræða fyrr en nú.
Viö getum kallaö hana
Catherine. Hún er þrettán ára
og býr með foreldrum, sem hafa
leyft henni allt frá upphafi vega.
Faöirinn læknir, móöirin kenn-
ari og bæöi mjög vinstrisinnuö
og frjálsleg aö eigin sögn. Litla
stúlkan þeirra er dálitiö villt, en
þau óttast ekkert og hvetja hana
frekar en hitt i blaöamennsk-
unni — Catherine var potturinn
og pannan i útgáfu blaðsins
„Egg i mask”, sem boöaði frelsi
fyrir börn og unglinga undan
foreldravaldi — og aðeins eitt
angraöi þau: Simanotkun
Catherine. Hún lá i simanum
allan daginn.
„Ég verð ekki
lengi”
Ekki batnaöi þaö, þegar hún
auglýsti blaö sitt upp I öörum
frjálslyndum blööum. Bréfa-
skriöan fór af staö, þvi aö ekki
vantar börn og unglinga, sem
glöö vilja yfirgefa heimili, skóla
og daglegt streö. Og sjálf haföi
Catherine fengiö aö leika sér aö
eldi frelsisins nógu lengi:
Tuttugasta og sjötta janúar
strauk hún að heiman. t skila-
boöunum stóö, aö hún færi burt,
en yröi ekki lengi, ef til vill viku
eöa mánuö. ,,Ég má til”.
Foreldrarnir rekja slóö
hennar til Cincennes-háskólans
I Paris, en i þeim skóla gilda
þær meginreglur að kalla aldrei
á veröi laganna hvaö sem á
gengur. En skólayfirvöld sögöu
frá þvi siöar, aö þeim heföi fyrst
veriö velgt undir uggum, þegar
þau sáu birtast félaga
Catherine, 10 ungmenni og 12
fullorðna, sem heimtuöu aö fá
að gista tvær skólastofur um
óákveöinn tima. Félagsskapur-
inn kallaöi sig „Sameiningu
sjö” og sagöist berjast fyrir
ótakmörkuöu frelsi barna og
unglinga. Hinir fullorönu stjórn-
uöu greinilega hópnum, en
krakkarnir voru hálfviöutan.
Rektor leyföi uppátækiö 1 von
um aö hópurinn þreyttist á
slæmum viðurgerningi i skólan-
um.
„Hlæ án afláts”
1 dagbók sinni 26. janúar seg-
ist Catherine vera hamingju-
söm. „Engir foreldrar. Ég trúi
— að
strjúka
að
heiman
þessu næstum ekki”. A næstu
dögum lýsir hún vinum sinum. I
hennar augum eru þeir full-
komnir, dásamlegir, gera sprell
i neöanjarðarlestinni, tala gáfu-
lega um hin ýmsu vandamál og
boröa skinku og salat i allan
mat. Catherine er þegar oröin
ástfangin, þó aö sjálf segist hún
fyrirlita oröiö ást. „Ég hlæ án
afláts og hvaö þefurinn af þessu
vinrauöa er góöur”. Þessi sæla
stóö I viku.
Faöir Catherine óttast, aö
dóttir sin hafi neytt morfins og
ætlar sér i framtiöinni að gæta
hennar betur. í dagbókinni
kemur „þetta vinrauöa” oft
„Strákur eins og þú getur ekki tekiö upp á þvl að deyja”. Sid Vicious og Nancy, kærastan, sem hann ef
til vill káiaöi.
fyrir hjá Catherine, sérstaklega
eftir aö foreldrarnir höföu
fundiö hana og tekiö hana meö
sér heim. Fimmta febrúar segir
hún: „Ég grét I alla nótt. Skól-
inn var hryllingur i dag. Pabbi
og mamma hafa læst simanum
fyrir mér. Ég vil deyja til þess
aö þurfa ekki aö sjá neitt fram-
ar. Mig langar I þetta vinrauöa.
Þaö myndi hjálpa mér, örugg-
lega. Ef ég gæti a.m.k. náö i
eitthvaö, sem liktist þvi....”
9. febrúar: ,,t kvöld var mér
boðið I tiu ára brúökaupsaf-
mæli. Ég fór meö Nasser, lran-
um dásamlega. Hann vildi aö ég
svæfi hjá sér. Ég vildi þaö lika.
En pabbi og mamma þurftu
endilega aö skipta sér af þvi. Og
ég lét ekkert veröa af neinu”.
Catherine haföi veriö dregin
út úr „Sameiningu sjö” eftir aö-
eins viku dvöl i Vincennes og
virtist hún stöðugt þrá aö kom-
ast þangaö aftur. Hún róaöist til
muna, þegar hún las I blööunum
aö umsát hópsins i Vincennes
væri lokiö, en segja má aö hóp-
urinn hafi veriö fyrstur út úr
skólanum meö augnaráöi og af-
skiptaleysi kennara og nem-
enda.
Foreldrar Catherine báru
fram kæru á hendur hinum full-
orönu stjórnendum „Samein-
ingar sjö” fyrir að reyna aö af-
vegaleiða ungmenni. Þrir
þeirra voru handteknir, en
þeim var aftur sleppt.
Foreldrarnir
herða ólina
Foreldrarnir hafa hert ólina á
Catherine, sem frá barnsaldri
haföi fengiö aö lesa þaö sem hún
vildi, sjá þær myndir, sem henni
þóknaðist og gera sem sagt allt.
Vincennes-háskóli, sem stendur
höllum fæti gagnvart almenn-
ingsálitinu, hefur enn verri
stööu eftir að þetta mál varð
opinbert, en yfirvöld þar segjast
þó myndu leyfa fleiri börnum aö
gista hart gólfið i skólanum, ef
um þaö væri beðiö.
En grlpum niöur i dagbók
Catherine frá öörum april,
þegar hún var enn I Paris: „Sid
Vicious er dáinn. Allir bjuggust
viö þessu. Ég vil ekki trúa þvi.
Slikur strákur getur ekki dáiö
svona fyrirvaralaust. Hann var
ekki annaö en barn, 21 árs, föl-
leitur, friöur, kjarkmikill og
espandi. Konungur punkar-
anna. Dapur og þreyttur reyndi
hann aö lifa meö hjálp herólns
eins og svo margir aörir. Sid!
Meö þér deyr eitthvaö af mér”.
„Verkalýðshreyfingin og fjölmiðlun”
Forystumenn
í feluleik við
fréttamenn
Þessi mynd frá ráöstefnunni „Verkalýöshreyfingin og fjöl-
miölun” viröist þvl miöur gefa til kynna aö áhugi forystu-
manna verkalýöshreyfingarinnar fyrir fjölmiöium er I
knappasta lagi, úr þvi aö svo fáir þeirra sáu sér fært aö
þekkjast hiö myndarlega boö Féiagsmálaskóla alþýöu um aö
koma og skiptast á skoöunum viö fjölmiölafólk um hlut hreyf-
ingarinnar I fjölmiölum. TimamyndG.E.
HEI — S.L. laugardag var haidin
á Hótei Loftleiöum ráöstefnan
„Verkalýöshreyfingin og fjöl-
miölun”, sem boöaö var tii af
Nemendasambandi Félagsmála-
skóia alþýöu. Tilgangurinn var aö
fá sem flesta tii aö skiptast á
skoöunum um tengsl og hlut
Verkalýöshreyfingarinnar i fjöl-
miöium, sem væri lltill á mörgum
sviöum, ekki slst m.v. stærö
hreyfingarinnar.
Tryggvi Þór Aöalsteinsson,
sagöi I ræöu sinni, aö viö byggjum
I stéttskiptu þjóöfélagi, þar sem
ráöin yfir f jölmiölunum tilheyröu
eignastéttinni. En verkalýös-
hreyfingin meö 70-80 þús. félaga
ætti ekki greiöan aögang aö rikis-
fjölmiölunum, þótt hún meö vinnu
sinni legöi grundvöllinn aö rekstri
þeirra, sem þvi væri skýít aö taka
tillit til þessa fjölda.
Aö visu væri auövelt aö koma
ályktunum og fréttum á fram-
færi, sagöi Tryggvi, en erfiöara
aö koma á almennri umræöu. Þá
taldi hann brýnt aö efla fullorö-
insfræöslu. Þar gætu útvarp og
sjónvarp komiö aö miklum not-
um, og árföandi væri aö hreyfing-
in heföi hönd i bagga meö þvi,
hvernig fræösluefniö væri fram
boriö.
Vilhelm G. Kristinsson, frétta-
maöur útvarpsins, taidi verka-
lýöshreyfinguna ekki hafa rækt
samband sitt viö fjölmiöla sem
skyldi.Oft væri undir hælinn lagt,
hvort fréttamönnum tækist að ná
1 forystumenn hennar, og þótt i þá
næöist veröust þeir oft allra
frétta, en létu aöeins i sér heyra i
formi þurra fréttatilkynninga og
ályktana.
Haukur Már Haraldsson, rit-
stjóri Vinnunnar taldi brýnt, að
sjónarmiöum verkalýöshreyfing-
arinnar væri komiö meira á
framfæri i fjölmiölum og æskilegt
aö blaö hennar yrði sterkari mið-
ill. Jafnvel þau dagblöö, sem
teldu sig verkalýösblöö, væru þvl
marki brennd, aö láta hagsmuni
flokksins sitja i fyrirrúmi fyrir
hagsmunum verkalýöshreyfing-
arinnar. Jafnframt sagöist hann
þvi miöur veröa aö viöurkenna, aö
áhugi forystumanna hreyfingar-
innar fyrir Vinnunni væri i
minnsta lagi. Þrátt fyrir Itrekaö-
ar óskir þar um, heföi enginn
þeirra skrifað stafkrók i blaðiö
meöan hann heföi séö um rit-
stjórnina.
EHas Snæland Jónsson taldi
ekki rétt aö áfellast dagblööin
fyrir aö skrifa litið um málefni
verkalýöshreyfingarinnar og
sagöi aö jafnvel heföi boriö á, aö
leitaö væri til forystumanna
hennar um upplýsingar og fréttir
oftar en þeim sjálfum þætti viö
hæfi. Sagöi hann suma forystu-
menn ætlast til aö blööin taki við
öllu frá þeim, en siöan hundsa
þeir blaöamenn sem leita til
þeirra og fara jafnvel i feluleik
svo dögum skiptir. Þeir geta þvi
varla kvartaö um áhugaleysi.
ÖlafurR. Einarsson, form. út-
varpsráös, sagöi aö vissulega sé
hlutur verkalýöshreyfingarinnar
litill i útvarpinu, borið saman viö
hlut annarra hagsmunasamtaka.
En hann sagði frumkvæöi verka-
lýöshreyfingarinnar ekki heldur
vera mikiö. Til undantekninga
heyri, aö forystumenn hreyfing-
arinnar bjóöi t.d. fram erindi um
daginn og veginn og varla sagöist
hann minnast áskorana frá henni
um aö taka fyrir einhver sérstök
mál. Þaö hafa önnur samtök aftur
á móti oft gert.
Plpueinangrunarefni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur:
Öllum tílboöum hafnað en
samið við Sambandið
Kás — A síöasta fundi
stjórnar Innkaupastofn-
unar Reykjavikurborgar
var rætt um kaup á pipu-
einangrun fyrir Hitaveitu
Reykjavikur. Samþykkti
stjórnin með fjórum sam-
hijóöa atkvæöum aö
hafna öllum tilboöuin
sem bárust i pipuein-
angrunarefni fyrir HR
samkvæmt áöur geröu út-
boði,en kaupa þess i staö
fyrrgreinda vöru frá
Elkem Rockwool i Noregi
en umboösmaöur þess á
lsiandi er Samband tsi.
samvinnufélaga.
14 tilboö bárust. Sam-
bandið átti ekkert þeirra
þar sem Innkaupastofnun
sendi ekki útboðslýsingu
til þess eins og venja er til
þegar um væntanlega
bjóöendur i vöru er að
ræöa, heldur auglýsti út-
boöiö einungis i fjölmiöl-
um. Hins vegar bauð
Sambandiö lægra verö en
lægst tilboö hljóöaði upp á
á grundvelli verös sem
fyrir lá áöur en tilboö i
vöruna var opnað.
A borgarráösfundi á
þriöjudag var þetta mál
aftur á dagskrá. Lögöu
borgarráðsmenn Sjálf-
stæðisflokksins fram
eftirfarandi tillögu: „Viö
undirritaöir leggjum til
aö tilboöi lægstbjóöanda i
pipueinangrunarefni
fyrir Hitaveitu Reykja-
vikur skv. útboöi nr.
79009/HVR veröi tekiö.en
ekki samiö á grundvelli
boös sem barst eftir að öll
tilboö höföu veriö opnuö
eins og stjórn Innkaupa-
stofnunar Reykjavikur-
borgar hefur samþykkt”.
Meirihluti borgarráös
Björgvin Guömundsson,
Kristján Benediktsson og
Sigurjón Pétursson lögðu
fram eftirfarandi frá-
visunartillögu: „ Meö þvl
að stjórn Innkaupastofn-
unar Reykjavikurborgar
hefur þegar afgreitt mál
þaö er tillagan tekur til og
umrædd pöntun er ekki
það stór aö hún þurfi aö
staöfestast i borgarráði
visar borgarráö tillög-
unni frá”.
Frávisunartillagan var
samþykkt meö 3:2 atkv.
1 framhaldi af þvi lögöu
borgarráösmenn Sjálf-
stæðisflokksins fram aöra
tillögu: „Aö gefnu tilefni
samþykkir borgarráö aö
Innkaupastofnunin sendi
ekki útboöslýsingar til
væntanlegra bjóöenda I
vöru eöa þjónustu inn-
lendra eöa erlendra. Er-
lend sendiráö á tslandi
eöa umboösaöilar þeirra
séu þó undanskildir.”
Samþykkt var meö 3
samhljóða atkvæöum aö
visa þessari tillögu til
umsagnar stjórnar ISR.
Rækjusjómenn
vlð stöðvunina
ósáttir
í Djúpinu
AM — Eins og komiö hcfur fram
i blaöinu hafa rækjuveiðar i tsa-
fjaröardjúpi nú veriö stöövaöar,
eftir aö um 1600 tonn hafa
veiöst, vegna mikillar smásfld-
ar innan um rækjuna. Upphaf-
lega var ætlaö aö 2400 tonn yröu
veidd, en síöar voru mörkin sett
viö 1700 tonn vegna „svörtu
skýrslunnar”.
Sigurjón Hallgrimsson, skip-
stjóri, sagöi aö rækjuveiöimenn
vestra væru óánægöir meö aö
hafa ekki aö minnsta kosti feng-
iö aö veiöa þessil700 tonn, þar
sem sildin heföi flokkast meir á
tiltekin svæöi siöustu viku eöa
tiu daga og meira borið á
þriggja og fjögurra ára rækju i
aflanum en áöur.en tveggja ára
rækja hefði veriö mjög áberandi
meirihluti aflans til þessa. Hann
sagði aö sjómenn hefðu og tekiö
upp það ráö aö hnýta trollið
saman ofan viö poka og sildin
þannig getaö sloppiö út um
stærri möskvana. Þessu hefðu
fiskifræöingar hins vegar fundiö
aö á þeim forsendum, að smá-
sildin mundi afhreistrastsvo viö
þetta, aö hún dræpist. Vildi
Sigurjón likja þessu viö reknet,
sem eiga aö hlifa smásild vegna
meiri möskvastæröar, og kvaö
möskvastæröina i netunum þá
vera til litils gagns. Hann sagöi
sjómenn jafnan fúsa til aö hlita
friðunaraðgeröum fiskifræö-
inga, en að þessu sinni fyndist
þeim full langt gengiö.
Söluverömæti um 30 milljónir króna.
Dregiö veröur í 12. flokki 3. apríl.
Nú má enginn gleyma aö endurnýja.
Verö á lausum miöum er kr. 8.400.-