Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. mars 1979 Fer Keflavíkur- bær i mál við rikið „Nei, þetta svar hefur ekki verið tekið til um- fjöllunar i bæjarstjórn- inni. Ég vonast tU að koma þvi i verk á næsta fundi að taka málið upp”, sagði ólafur Björnsson bæjarfulltrúi i Keflavik i viðtali við Timann. Fyrr i vetur gerði ólafur fyrirspurn til utanrikisráðherra, en einn liður hennar hljóðar svo: „Eiga sveitarfélög, sem árum saman hafa þurft aö una viö þaö aö 20% ibúanna hafa veriö gjald- friir varnarliösmenn, engan endurkröfurétt vegna veittrar þjönustu viö þetta fólk?” t svari utanrikisráöherra sagöi m.a.: „Ekkierljóstaf fyrispurninni á hvern hátt sveitarfélög telja sig eiga endurkröfurétt vegna þjón- ustu viö varnarliösmenn, en augljóst má vera, aö sé um skaöabótaábyrgö aö ræöa, beri islensk stjórnvöld þá ábyrgö.” Og siöar i svarinu: ,,Ef sveitarfélög á Suöurnesjum hafa uppi kröfur um skaöabætur sýnist þvi eina raunhæfa leiöin aö stefna utanrikisráöherra og fjármála- ráöherra f.h. rikissjóös til greiðslu þessara bóta.” Ölafur Björnsson var inntur eftirþvi, hvaöhann myndi leggja til i málinu: ,,Við eigum alveg hiklaust að fara i mál. Það getur hver maöur séð, aö þaö er tóm vitleysa aö viöurkenna ekki, aö þetta sveitar- félaghefuroröiöfyrir óbeinum og reyndar beinum kostnaöi af — vegna kröfu um greiðslu fyrir þjónusfu bæjarins við skattiausa hermenn? þessu. Þetta svar er hins vegar alveg ekta varnarmáladeildar- framleiösla”. Að hvaöa leyti hafa Amerikan- ar notiö ókeypis aöstööu i Kefla- vik? „Ef viö förum 25 ár aftur I tim- ann, þá var gjarnan hver Amerikani meö 2 bila I kringum sig er einungis 5.-10. hver lslend- ingur haföi einn. Stór útgjaldaliö- ur bæjarins er einmitt gatnagerö. í þokkabót keyra þeir jafnvel allt áriö á keöjum. Viö getum einnig rökstutt, aö i þær Ibúöir sem hermenn lögðu undir sig, heföum viö lengst af getað fengiö fólk sem heföi skilaö gjöldum til bæjarins, þvi flest þessi ár var mikiö um aökomu- fólk hér. Þaö hefði örugglega fariö i þessar ibúöir og veriö skrásett hér, ef það hefi komist einhvers staðar inn. Nú, viö höfum hreinsað frá þeim sorp og annaö, og þeir njóta yfirleitt allrar þeirrar þjónustu, sem bæjarfélagiöskapar og veitir bæjarbúum, svo sem sundlaugar og útivistarsvæöa, svo eitthvaö sé nefnt. Ég er þó ekkert aö hafa á móti sliku, en ég tel að þeir séu borgunarmennfyrir þvi, sem þeir njóta og þaö sé ekkert annaö en ræfildómur islenskra stjórnvalda aö kalla þaö stolt, þegar verið er að gefa Amerikönum. Þaö er of mikið stolt”. Að lokum sagöi Ölafur Björns- son: „Þeir voru alveg klárlega 15-20% af ibúunum I 20 ár og flest sveitarfélögmundu telja óeölilegt aö vera meö svo mikiö af auka- legum skattleysingjum.” Atvmnuástand bágborið á Þórshöfn Þistilfjörður fullur af is GP — Nú er atvinnuástand mjög bágboriö á Þórshöfn sökum issins og á sunnudaginn átti togarinn Dagný aö ianda á Þórshöfn en komst ekki og landaði á Húsavik. Þistilfjöröur er nú fullur af Is og i spjaili viö Óla Halldórsson bónda á Gunnarsstööum kom fram aö starfsfólk Hraöfrystistöövarinnar heföi nú Iitið fyrir stafni sökum hráefnisskorts. Aðspuröur sagöi Óli aö Þórshafnarbúar létu þetta ástand ekkert á sig fá — þeir væru nú ýmsu vanir. óli gat þess aö strandferöaskipið Hekla heföi átt aö landa vörum á Þórshöfn á sunnudaginn sl. en farið meö þær til Raufarhafnar og þaöan voru þær fluttar landleiðina til Þórshafnar. Þá sagöi Öli frá þvi að tveir menn heföu fariö á vélsleöum inn á land og þegar þeir heföu veriö komnir um 30-40 km þá heföu þeir lent i vandræöum sökum snjóleysis, Þá heföu þessir menn fundiö lamb sem var eldsprækt og var I ágætum haga og tók það töluveröan tima áöur en þeir náöu lambinu. Frá Þórshöfn róa nú 6-8 bátar og allir meö net. Sagöi Óli þá hafa fengið ágætis afla áöur en hafis- inn dundi yfir. Leikfélag Húsavíkur: Frumsvpir Fiðlarann AM — t kvöid kl. 8.30 frumsýnir Leikfélag Húsavlkur „Fiðlarann á þakinu, og má kallast aö þaö lýsi stórhug hins norölenska leiklistarfólks aö ráöast I slikt verkefni. Eins og kunnugt er er þarna um fjölmenna og viöamikla sýningu aö ræöa, alls eru leikendur 70, en þeir sem til þekkja segja aö Leikfélag Húsavikur muni ekki þurfa aö kviöa frumsýningunni. Leikstjórinn er Einar Þor- bergsson, en hinn ágæti .leikari, Siguröur Hallmarsson, leikur aöalhlutverkiö, Tewje. Onnur sýning er á sunnudag 1. april, en þriöja sýning á miöviku- dag. á þakinu I kvöld ,,Ef ég væri rlkur....” Siguröur Hallmarsson I hlutverki Tewje. iilSiS'í 3 ESE — I fyrradag kom til hafnar I Straumsvik allundarlegur farkostur, sem viö nánari athugun reynd- ist vera rannsóknarskip úr bandariska flotanum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Tryggvi Ijós- myndari Tfmans tók af skipinu I Straumsvikurhöfn I gær, þá lltur rannsóknarskipiö óneitanlega undar- lega út. Aö sögn hafnsögumanna i Hafnarfiröi er þetta i þriöja skipti sem skipið leitar hafnar I Straumsvik og mun þaö vera væntanlegt aftur i júni n.k. Ferö skipsins, sem lagöi úr höfn um klukkan 18 I gær, mun vera heitið eitthvaö norðaustur í haf. en siálft skinið er 3677 hrúttólestir að stærð. Kvikmyndahátíð her- stð ðvaandstæðinga hefst í kvðld i kvöld hefst kvik- myndahátíð herstöðvaand- stæðinga í tilefni af 30 ára veru islands í hernaðar- bandalagi þann dag. Kvik- myndirnar verða sýndar i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og verður hægt að kaupa veitingar á meðan á sýningum stendur. Er þetta því fyrsta kaffibíóiðá islandi. Einnig verða reykingar leyfðar i sýningarsalnum. Myndirnar sem sýndar verða eru flestar frá S- Ameríku og eiga það sameiginlegt að vera and- heimsvaldasinnaðar. Sérstök áhersla er lögö á aö gera valdaráninu I Chile full- nægjandi skil, I þvi sambandi veröa sýndar 4 myndir. Hin fyrsta veröur I dag, Sjakalinn frá Nahueltoro sem Miguel Littin leikstýröi fyrir valdarán. Myndin segir frá ómenntuöum bónda sem myröir ekkju og fimm börn hennar i ölæöi. Eftir margra daga eltingarleik er hann aö lokum fangelsaöur og dæmdur til dauöa. í fangeisinu er bóndinn settur i endurhæfingu og kennd verömæti þjóöfélagsins (guö, þjóöin, eignarrétturinn, fjölskyldan) Eftir langan tima I endurhæfingu er hann loks leiddur fyrir aftöku- sveit og skotinn. Myndin byggir á sönnum heimildum og er þetta jafnframt fyrsta mynd sem gerö var i Chile i fullri lengd. Dagskrá kvikmyndahátlöar- innarfram yfir helgi litur annars þannig út: Dagskrá hátlðarinnar Föst. 30. mars kl. 8 Sjakalinn frá Nahueltoro, kl. 10 Refsigarurinn og viðtöl við May Lai-moröingjana. Laug. 31. mars kl. 5 Orrustan um Chile 1. hluti. Sunnud. 1. aprll kl. 3 Orrustan um Chile 11. hluti. kl. 5 Ljónið hefur 7 höfuð. Mánud. 2. april kl. 8 Mexikó fros- in bylting og September i Chile, kl. 10 Ganga Zumba. Rokkópera i Hamrahlið ESE — Lokasýning á rokkóperunni „Himna- hurðin breið” verður i kvöld klukkan 21 í há- tiðasal Menntaskólans við Hamrahlið. Rokkópera þessi er eftir tvo nemendur skotans, en aö sýningunni stendur 14 manna hópur, sem lagt hefur mikla vinnu i verkiö. Þess má geta aö þaö er ekki á hver jum degi aö alislensk rokk- ópera er sett á sviö og er fólki þvi ráðlagt af aöstandendum sýningarinnar aöláta ekkihapp úr hendi sleppa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.