Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. mars 1979 5 FUF í Reykjavík: Vasabók Nær að bæta lágu launin HEI — Mjög fjölmennur félagsfundur FUF i Reykjavik s.l. miövikudag lýsti vonbrigðum sinum vegna úrskurðar Kjaradóms þess efnis, að þak á greiðslur verðbóta skuii afnumið Bendir fundurinn á, að for- senda dómsins sé sú ákvörðun borgarstjðrnar Reykjavlkur, aö hafa að engu mai-lögin um greiðslu verðbóta, en sú ákvörðun hafi verið tekin að kröfu Alþýðubandalagsins, sem með þessu móti vildi efna hið vanhugsaða, óskilyrta kosn- ingaloforð sitt: „Samningana i gildi”. Arangur af þessari slagorða- pólitík Alþýðubandalagsins er nú óðum að koma i ljós og sýnir nú skýrar en oft áður með hvaða hætti það berst fyrir kjörum þeirra lægstlaunuðu. Þvi fé sem af þessum sökum rennur til há- launamanna, hefði betur verið varið til kjarabóta til láglauna- fólks, segir f ályktun fundarins. Kjarnori [a og kvem ihylli á sæluvi ku Leikfélag Sauðárkróks sýnir Kjarnorku og kven- hylli á aæluviku. Sæluvikuleikrit Sauðárkróks er að þessu sinni Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri er Haukur Þorsteinsson en leikmynd hefur Jónas Þór Pálsson gert. Ljósameistari er Helgi Gunnarsson og Lárus Sighvatsson og Haukur Þorsteinsson annast útsendingu tónlistarinnar. ólafur H. Jónsson I hlutverki Þorleifs aiþingismanns, og Guðbjörg H. Hólm f hlutverki dóttur Þorleifs. Persónur og leikendur eru: Þorleifur,alþingismaöur, ólafur H. Jóhannsson. Karitas, kona hans, Elsa Jónsdóttir. Sigrún, dóttir þeirra, Guðbjörg H. Hólm. Sigmundur bóndi Jóns- son, Jón Ormar Ormsson. Dr. Alfreðs, Sverrir Valgarðsson. Valdemar, stjórnmálaleiðtogi, Haukur Þorsteinsson. Elias, sjómaöur, Guðni Friðriksson. Addý frú, Helga Hannesdóttir. Gunna frú, Guðbjörg Bjarman. Kamilla frú, Sólveig Stefáns- dóttir. Bóas þingvörður, Haf- steinn Hannesson. Prófessor Boronovski, Ólafur Jónsson. Blaöasali, Vala Hauksdóttir. Kristin vinnukona, Halla Tómasdóttir. Höfundurinn Agnar Þórðar- son er kunnur rithöfundur, frá hendi hans hafa komið mörg skáldverk, sögur og leikrit, og hefur þetta leikrit Kjarnorka og kvenhylli notiö mikilla vinsælda og verið sýnt vföa, bæði I Reykjavik og úti á landsbyggö- inni. Haukur Þorsteinsson, sem er leikstjórinn er einn af þekktustu leikurum hér I bæ, enda leikið með Leikfélagi Sauðárkróks um áraraðir og fariö með mörg hlutverk, bæði stór og smá viö góðan orðsti. Hefur leikstjóran- um tekist mæta vel að samæfa þennan 14 manna hóp, sem kemur fram I leikverkinu, svo að heildarsvipur leiksins veröur mjög góöur, léttur og skemmti- legur. Allir gera sitt besta og skila hlutverkum sinum vel. En mesta athygli vekur þó glæsilegur leikur Elsu Jónsdótt- ur I hlutverki Karitasar, konu Þorleifs alþingismanns, sem Ólafur Jóhannsson leikur af myndugleik og innlifun. Elsa Jónsdóttir hefur starfaö með Leikfélagi Sauðárkróks I nokkur ár, og vakið óskipta athygli I hverju hlutverki, sem hún hefur tekiö að sér að leika, þó frábær leikur hennar i hlutverki Kari- tasar taki öllu fram sem hún hefur áður vel gert á leiksviöinu I Bifröst. Húmor Jóns Ormars Ormssonar I Sigfinni bónda er með ágætum, og vakti hjartan- legan hlátur leikhúsgesta. —G.Ó Hressir FUF-arar á fundi s.l. miðvikudag. Fjöldi nýrra félaga hefur gengið I FUF undanfarnar vikur. Einn af þekktustu blönd- uðum kórum i Þýskalandi — Der Niedersachschische Singkreis frá Hannover — syngur á vegum Tónlistar- félags Akureyrar í Akur- eyrarkirkju sunnuaginn 1. apríl, og hefjast tónleik- arnir kl. 20.30. Tónlistarfélagið vill með þess- um tónleikum koma á móts við hinn mikla kóráhuga bæjarbúa, en félagiö hefur ekki áöur gengist fyrir slikum tónleikum. Efnis- skráin i Akureyrarkirkju er hin fjölbreyttasta, þar eru verk frá „gullaldarskeiði” evrópskra madrigala, einnig verk eftir Brahms, Hindemith, Distler, Kodaly, og slóvakisk þjóðlög i úr- vinnslu Béla Bartók. Stjórnandi kórsin — Willy Trader — er einn af stofnendum samtaka evrópskra æskukóra. A Akureyri fer forsala fram i Bókabúðinni Huld og við inngang- inn 1 klst. fyrir tónleika. Þýskur kór heimsækir Akureyri Der Niedersachschische Singkreis Urval af einlitum og munstruðum teppum Ensk og þýsk úrvalsvara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI82033 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.