Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.03.1979, Blaðsíða 21
Föstudagur 30. mars 1979 21 Ungmennafélag Biskupstungna frumsýnir: íslandsklukkuna — í Aratungu í kvöld FI — Ungmennafélag Biskups- tungna frumsýnir tslandsklukk- una eftir Halldór Laxness i Fé- lagsheimilinu Aratungu i kvöld. Leikstjóri er Sunna Borg. en hún stýröi leikflokki Ungmennafélags Biskupstungna á liðnu ári einnig. Leikgerð tslandsklukkunnar er hér flutt svo til óstytt. Sviðsskipt- ingar eru tiöar og útbúnaöur allur flókinn. Hefur Stéingrimur Vig- fússon, Laugarási, haft forystu um leiktjaldagerð, en formaður Geölæknafélag íslands: Læknaráð Land- spítalans — heföi átt að leita álits geðlækna FI — „Læknaráð Landspitalans hefði átt að leita álits geðlækna viö samningu greinargeröar þeirrar er það birti 7.2. 1979, þar sem mælt er gegn áætlun um geðdeild við Landspitalann”, segir m.a. i yfirlýsingu, sem gerð var 12. þ.m. á almennum fundi i Geölæknafélagi tslands. Taldi fundurinnekki sæma að leggjast gegn umbótum á þjón- ustu viðeinn hóp sjúklinga, þótt bæta þurfi einnig aöstööu ann- arra. Ráðist hafi verið i bygg- ingu geödeildar við Landspital- ann af brýnni þörf vegna lang- varandi skorts á aðstöðu til þjónustu við geðsjúka. Fundurinn lýsti aftur á móti ánægju sinni með þær úrbætur, sem eruá næsta leiti á þjónustu við geðsjúka og treystir heil- brigöisyfirvöldum að vinna áfram aö nauðsynlegri upp- byggingu þessa þáttar heil- brigðiskerfisins. '---------i_______ Sýning á vlnnu — nemenda í Breiðholts- skóla Sýning veröur á vinnunemenda i Breiöhoitsskóla iaugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. aprll n.k. og verðurhún opin kl. 14 til 18 báða dagana. bá er afmælisrit skólans að koma út með margvislegu efni eftir nemendur og kennara, en þetta er tlunda starfsár skólans — fyrsta skólans I Breiöholtinu. Skólinn sem byggður er eftir teikningu arkitektanna Ormars Þórs Guömundssonar og örnólfs Hall varfullbyggöur haustið 1971 og um vorið 1972 voru nemendur skólans flestir eöa 1455 en skólinn er byggður fyrir 800-850 nemend- ur. Nú eru I skólanum um 1100 nemendur. Guömundur Magnús- sonfræðslustjóri Austurlands var skólastjóri Breiöholtsskólans til 1977. Núverandi skólastjóri er Þorvaldur Öskarsson. leiknefndar, Halla Bjarnadóttir i Vatnsleysu, hefur borið hita og þunga undirbúningsins I heild. Leikmyndina gerði Gunnar Bjarnason. Með veigamestu hlutverkin fara Bragi Þorsteinsson, Vatns- leysu,leikur Jón Hreggviðsson, en Rggnar Lýðsson, Gýgjarhóli, Arnas Arneus og Jóhanna Ró- bertsdóttir, Neðra-Dal, Snæfriöi Islandssól. Fjölmenni hefur starfað að undirbúningi leiksýningarinnar enda eru leikarar tuttugu og sjö og hinir ótaldir, sem beint eða óbeint hafa komið við sögu. Aðstæður til æfinga vegna veöurs og færðar hafa ekki veriö sem skyldi, en aðstandendur sýning- arinnar hafa fórnað öllum sfnum kröftum fyrir hana á myrkum miðsvetrardögum. A sl. ári sýndi Ungmennafélag Biskupstungna sjónleikinn Glsl eftir Brendan Behan. Formaður UMF Biskupstungna er nú Sveinn Snæland. Heimir Steinsson skóla- stjóri i Skálholti ritar formálsorð i sýningarskrá að íslandsklukk- Jóhanna Róbertsdóttir og Sigurður Þorsteinsson sem Snæfríður tslandssól og lög- maður Evdalin Kennarar við Ármúlaskóla — óþreyjufullir eftir ákvörðun um framtlð skólans AM — Kennarar viö Armúla- skóla hafa sent frá sér mót- mælaályktun þar sem átalinn er sá dráttur, sem orðinn er á ákvörðun um starfsemi skólans næsta skólaár, og álitur óviðun- andi að búa við þá óvissu sem rikir um framtiö skólans. Enn- fremur er þess óskað, að kenn- arar við skólann séu haföir með i ráðum er fjallaö verður um þessi mál. Magnús Jónsson, skólastjóri Armúlaskóla, sagði blaðinu, aö þar sem ekki hefðu enn veriö settlög um framhaldsnám væru fjölbrautarskólarnir ekki sam- kvæmt heimildum nema Fjöl- brautarskólinn í Breiðholti, en gefa yrði heimild hverju sinni fyrir Armúlaskólann og Lauga- lækjarskóla. Þetta skapar margháttaða óvissu fyrir kennaraliðið, til dæmis er nú einn grunnskóla- bekkur við Armúlaskóla, sem ekki er að vita nema verði lagö- ur niöur þegar lögin um fram- haldsnám veröa sett, en rætt er um að leggja grunnskólann alveg niöur, en fjölga fram- haldsbrautum. Enn fremur er ekki að vita nema skólinn veröi tekinn til einhverra annatra nota en nú. Mörgum mun þykja ólíklegt að lögin um framhaldsnám verði afgreidd á þessu vori, þar sem mörg ljón eru i veginum, — ekki sist ágreiningur um kostn- aðarskiptingu milli rlkis og sveitarfélaga. iSkerðu skorpuna af sam * lokunríi minni, hafðu. litla gúrkusneið, settu 45% ost i stað 30% litla sneið af' tómat, og settu meira salt. © Bull's

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.