Tíminn - 30.03.1979, Side 7
Föstudagur 30. mars 1979
7
Nú var þó
skrattanum
skemmt
Nokkuð er liðið siðan ég fékk
kvitt um að Regina fréttaritari
Dagblaðsins hefði helgað mér
pistil sinn i þvi merka blaði. —
Lét ég mér fátt um það. Vissi
mig ekki hafa lagt misjafnt til
hennar utan það, að hafa á s.l.
hausti gert litilsháttar athuga-
semdir við fréttaflutning henn-
ar héðan úr sveitinni, og meö
þvi svarað að nokkru spurning-
um, sem beint var til min hverju
sá fréttaflutningur sætti, svo
sem ég lét þá getið.
Fyrir stuttu komst ég svo I að
sjá Dagblaðið með þessari hug
vekju. Þar gafst svo sem á að
llta! A forsiðu þessa viðlesna
blaðs er á áberandi hátt tilkynnt
og vakin sérstök athygli lesanda
á, að i blaðinu sé svar Reginu til
Guðmundar i Bæ. — Minna
mátti nú ekki gagn gera. — Hér
hlaut einhver stör viðburður að
vera á ferð. Engu var likara en
einhver framámaður þjóðarinn-
ar hefði kvatt sér hljóðs um
mikilsvert málefni, sem ekki
mætti framhjá lesendum blaðs-
ins fara. Eflaust hefur svo
mikilsvert efni einnig verið
notfært til að auka götusölu
blaðsins, þó ég hafi ekki haft
fregnir af þvi, svo mikilsvert
sem aðstandendum hefur þótt
til þessa boðskapar koma.
En hver var svo þessi mikils-
verði boðskapur greinarhöfund-
ar og blaðsins? Skyldu lesendur
blaðsins ekki hafa rekið upp stór
augu yfir þeim býsnum, sem
þar gaf að lita— bvilik snilld!!
Þvilik gullkorn I skirri hugsun
ogmáli. Þvilikur boðskapur! Að
ekki sé minnst á sannleiksást-
ina, sem þeir einir átta sig best
á, sem til þekkja. Mig skortir
orð til að lýsa þessu með réttum
orðum. Kannski er þetta það
sem kallað er „framúrstefna”
og er af ýmsum höfð i mestum
hávegum nú. — Þarna var
Regina lifandi komin. Vissulega
hefur hún lagt sig fram um að
vanda þetta, þvi mikiö hefur
henni þótt við liggja að vel
tækist. Og árangurinn lét heldur
ekki á sér standa. Sjálfsagt tel-
ur hún þetta muni verða sér og
þessu blaði hennar til varanlegs
sóma. Verði þeim báðum að
góöu.
Ég lýsi þessu ekki frekar, en
læt hvern og einn, sem lesiö hef-
ur, um að gefa þvf einkunn eftir
eigin smekk og geðþótta. Hvað
sjálfan mig, sem pistillinn er
helgaður, snertir, kviði ég ekki
þeim dómi. — Eflaust heldur
veslings manneskjan að hún sé
að gefa alþjóð þýöingarmikla
lýsingu af minni litlu persónu.
En þar skjátlast henni hrapal-
lega. — Það er kannski illa gert
að taka þann skilning frá henni,
svo ánægð sem ég veit að hún er
og glöð yfir þessu sálarafkvæmi
sinu. — En hverjum heilvita
manni, sem litur á þetta, hlýtur
strax að vera ljóst, að með þess-
ari ritsmið lýsir hún einungis
sjálfri sér og sinu eigin sálar-
ástandi. Er full ástæða til að
undrast hvað vel henni hefur
tekist það. Ég get þvi með góðri
samvisku leitt þetta „kast”
hennar hjá mér. — En vissulega
er nú skrattanum skemmt.
Hann má vera ánægður með
skemmtikraftinn og glotta
gleitt. Hann gæti með nokkrum
sanni sagt: „Mikið gersemi
ertu”.
Þeir sem kunna að hafa lagt
það á sig að lesa þennan þvætt-
ing en þekkja litið eða ekkert til
þess, sem að baki býr, gætu ef
til vill haldið að heimamenn i
Arneshreppi, og þá sérstaklega
ég, hefðum átt i stöðugum úti-
stöðum og deilum viö Reginu.
Þessu var á allt annan veg fariö.
Meðan hún átti hér heima og
hélt uppi stöðugu nagi si'nu i
fréttamennsku sinni og blaða-
greinum um menn og málefni
var það þegjandi samkomulag
að leiða hana sem mest hjá sér
með þögn.
Aðeins einu sinni, eða tvisvar,
var henni svarað með blaða-
greinum. Pétur Guðmundsson i
Ófeigsfirði, sá vammlausi
maöur þáverandi formaöur
stjórnar kaupfélagsins, skrifaði
eina grein, sem ég man eftir, i
Morgunblaöið og Isafold, til að
hnekkja skrifum hennar um
pólitiskt ofbeldi og kúgun, sem
hún taldi stjórnendur
kaupfélagsins beita gagnvart
viðskiptamönnum og félögum.
En þau skrif hennar voru um
nokkurt skeið undirstöðumatur
sjálfstæöisblaöanna i áróðri
þeirra gegn samvinnufélögun-
um. Kvaöst Pétur gera þetta i
þeirri von að henni batnaði
„ræpan”, eins og hann komst að
oröi. — Sú von rættist ekki og
gekk þetta lengi svo til, svo sem
mörgum mun enn i minni, þó
farið sé að fyrnast yfir það.
Enda er hún búin að dvelja lengi
i öðrum landsfjórðungi og þvi
ekki eins hægt um vik, þó viljinn
virðist vera enn fyrir hendi.
Skutum undir hana
hesti
Hvað sjálfan mig snertir er
ég, af skiljanlegum ástæðum
vant við kominn að dæma um
samskipti okkar. En úr þvi min
persóna er svo mjög til umræðu
hjá henni, þó á þann veg sem ég
hefi áður vikið að, get ég ekki
stillt mig um að nefna þar til, að
á siðustu árum ævi sinnar sendi
faðir hennar, Emil Tómasson,
mér bókina: 1 fótspor hans, eftir
Charles Sheldon, með hlýjum
þakkarorðum fyrir samskipti
min við hana. Hefur mér ávallt
siðan þótt vænt um þá gjöf. Læt
ég það segja sina sögu um það.
Eftir að hún brá sér i gervi
siðapostulans lenti ég, auðvitað,
i sömu ónáð hjá henni og aðrir,
sem eitthvað komu kaupfélag-
inu við, og þurfti ekki það til.
Lét ég það Htt á mig fá þó mér
þætti eins og öðrum illt viö það
að búa. Varaðist ég upp frá þvi
að eiga orðaskipti við hana um-
fram það sem brýna nauðsyn
bar til. Fann ég þó að hún beindi
spjótum sinum ekki sist að mér.
— Aðeins einu sinni komst ég
ekki hjá að svara upp á sakir
hennar og persónulegar svivirö-
ingar. Var það á aðalfundi
kaupfélagsins, þar sem henni
var boðiö að sitja fundinn til
þess að hún gæti af eigin sjón og
raun fylgst með þeim, „bola-
brögöum”, sem þar væri beitt.
— A þennan fund fór hún gang-
andi þvi bilar voru þá ekki
komnir i umferð. Riðum við
hjónin fram á hana á leiðinni og
skaut Jensina kona min hesti
sinum undir hana til að létta
henni ferðina. — Þetta er I sjálfu
Guðmundur
P. Valgeirsson:
sér ekki frásagnarvert, en
skýrir þó eina hliðina á þessu og
hana svolitið spaugilega.
Einu sinni hefi ég getið henn-
ar I blaðagrein og þá með þeim
hætti, að henni mátti vera til
sóma, þar sem ég lét hana tala
máli skynseminnar. Hafði ég
þarfyrirmér blaðagrein i blað-
inu „Austurland”, sem sagði frá
ræðu, sem hún hafði haldið. Og
svo þær athugasemdir, sem ég
gat um i upphafi þessara lina.
Hvað snertir önnur samskipti
min við hennar fjölskyldu þá er
mér ljúft að minnast góðrar
kveðju frá Guðbjörgu dóttur
hennar með þakklæti fyrir litið
atvik,er hún litil og umkomu-
laus var i vandræöum meö
(henni) erfitt viðfangsefni.
Einnig vinarhug eiginmanns
hennar, sem hann hefur ávallt
sýnt mér i gegnum okkar löngu
kynni, og ég geymi i þakklátum
huga. Treysti ég þvi aö þaö
raskist ekki þrátt fyrir þetta
orðaskak, fremur en áður, —
Þaö er hreint ekki skemmtilegt
að vera tiunda fyrir
óviökomandi svona persónulega
hluti. En stundum neyöist
maður til að gera fleira en gott
þykir og svo er með þetta.
Tilefnislaust og
óskammfeilið
Að lokum nokkur orö vegna
drengsins, sem færði henni sög-
una um morðhótanir minar. —
Þó öll sé þessi ritsmið svo saur-
ug, að hvergi er hægt aö drepa
niður i henni án þess að óþverr-
inn k)öi við mann þá tekur sú
saga útyfir allt og er þess eðlis
að ég get ekki tekið við henni
með þögn svo sem ég annars
mundi hafa gert með þetta and-
lega afkvæmi hennar. Þar er
um svo rakalausa lýgi og
óskammfeilni að rasða að mikið
þarf til að láta slikt frá sér fara
á opinberum vettvangi. — Ef
þessi piltur er ekki algert
hugarsmið og sálarfóstur henn-
ar sjálfrar (Ég geng út frá að
svo sé), þá má hamingjan
sannarlega hjálpa honum og
honum hefur verið gerður vafa-
samur greiði með þvi að eigna
honum svo tilefnislausa og
ósvifr.a lýgi.
Mér varð það á á s.l. hausti að
álykta að fariö væri að draga af
Reginu svo þetta væri orðið
meinlitið nöldur i henni, sem
engan sakaði, og hún mundi þvi
mega teljast vera á batavegi
hvað þetta snerti. Þetta álit mitt
hefur sennilega, að nokkru,
byggst á þvi, að hún hefur um
mörg ár veriö búsett hinum
megin á landinu mestan hluta
ársins og kemur hingað aöeins
til stuttrar dvalar á sumrin, svo
ég veit litið til hennar. Svo er
hitt, að ég sé svo sára sjaldan
„saurkollu” hennar og þvi fer
margt framhjá mér, sem frá
henni kann að hafa gengið.
En augljóst er að hún hefur
ekki unað þessum litt rökstudda
dómi minum. Enda hefur hún
rækilega afsakað hann með
þessari siðustu ritsmið sinni,
sem hún hefur I orði kveðnu
tileinkaö mér. Með henni hefur
hún sannað svo ekki verður um
villst. að enn getur hún sannar-
lega skemmtskrattanum og það
svo rækilega, að enginn gerir
þaö betur. Og ef að likum lætur
á hún enn eftir aö auka drjúgum
á yndisstundir hans með þess-
um hætti.
Mér er þaö ljóst, að ég get átt
von á einni dembunni i viðbót,
frá henni, úr þvi ég lagöi út i
þessi oröaskipti við hana. —
Þarf þá heldur enginn að efa,
Dagblaöiö muni taka fagnandi
við þeim feng og vekja á enn
meir áberandi hátt athygli les-
enda sinna á sliku gersemi. Svo
vel stendur það undir þvi að vera
stærsti sorphaugur þjóöarinnar.
— En hitt er jafn vist, aö hvern-
ig sem þaö veröur og hversu vel
sem þaö kan að verða auglýst,
þá mun ég ekki virða hana svars
fram yfir þaö sem oröiö er. —
Jafnvel ekki þó henni dytti næst
i hug aö bera á mig mannsmorð.
Samanburður við
Norðurlöndin út í hött
— Þjóðartekjur á mann í SvfÞjóð, Danmörku og Noregi
um helmingi hærri en á íslandi
Það er alveg sama hvar þú
kemurá Islandi þar sem rætter
um kaup eða kjör aö ein er sú
viðmiöun sem virðist mönnum
inngróin. Menn eru alltaf að
miða sig við Noröurlöndin, Dan-
mörku, Noreg og Sviþjóð. Hafi
menn ekki sömu laun og svipuö
kjör og stéttarbræður þeirra I
Sviþjóð t.d.er komin full ástæða
til aö fara i verkfall. Og verka-
lýðsfwstulum hér helst það -
átölulaust uppi að nota sömu
viömiöanir, að fullyröa út I loft-
ið að þjóðartekjurnar séu með
þvi hæsta sem gerist og launin
ættu að vera eftir þvi miklu
hærri og helst eins og á Norður-
löndunum. — Betur ef satt væri.
Alþjóðabankinn hefur nýlega
sent frá sér tölfræði-atlas sem
hann kallar, og kemur þar
margt merkiíegt i ljós. Skoðum
nokkur dæmi.
Helmingi hærri þjóðar-
tekjur
Þjóöartekjur ámanná lslandi
áriö 1977 eftir þessu riti að
dæma voru 4570 dollarar. 1 Svi-
þjóð eru þær aftur á móti rúm-
lega helmingi hærri en hér eða
um 9250 dollarar. 1 Noregi eru
þær einnig nálega helmingi
hærri eða 8540 dollarar og sömu
sögu er að segja frá Danmörku
þar sem þjóðartekjur á mann
voru um 8050 dollarar árið 1977.
Eftir þessuaðdæma ættu lifs-
kjör i Sviþjóð, Noregi og Dan-
mörku að vera um helmingi
betrienhér á Islandi sé gertráð
fyrir þvi að þessi lönd spiU eins
vel úr krónunum og við hér. Og
alla vega er það vist að beinn
samanburður við kaup ogkjöri
þessum löndum er hér út I hött.
En viljum við endilega bera
okkur saman við einhverja, er,
miðaö við þessar tölur frá 1977,
helst um BreUand og A-Þýska-
land að ræða af Evrópulöndum,
og eru þó þjóðartekjur á mann i
A-Þýskalandi um 400 doUurum
hærri enhér og i Bretlandi rúm-
um 100 dollurum lægri.
Vafalaust erum viö lslending-
ar með ríkari þjóðum þegar aUt
er skoðaö. Við erum fámennari
en höfum þó fest gifurlega fjár-
muni i steinsteypu og alls konar
mannvirkjum. En þjóðfélagið
er jafnframt óvenju dýrt I
rekstri sakir strjálbýlis og
mannfæðar.
Og hjá þvi komumst við ekki
aö útflutningur okkar er tak-
markaðurogviðfáumekki fýrir
hann allt það sem hugurinn
girnist frá útlöndum. Oskhyggj-
an sem birtist I þvi' aö bera sig
saman við rikustu þjóöir ver-
aldar er óskhyggja á mögnuðu
stigi. Einmitt sú óskhyggja
hefur ýtt undir verðbólgu sem
ekki stethefur hlotist af þvi að
lifa um efni fram eða vilja ekki
viöurkenna raungildi krónunn-
ar.
Séum viö hins vegar raunsæ
ogberum okkur saman við þjóð-
ir eins og A-Þjóðverja og Breta
megum viö nokkuð vel við una
okkar hlut. Raunar er nánast
óskiljanlegt, með þennan
samanburð i huga, hvernig
næstum annar hver maöur get-
ur hér á landi ekið um i dollara-
grini og samtímis átt sinn stein-
kastala.
r
Kjartan
Jónasson
Háskaleg verkalýðs-
pólitik
En hvernig sú meinloka er
komin inn i hvers manns haus
að samanburöur við Noröur-
löndin i kaupi og kjörum sé
sjálfsagöur hlutur er illskiljan-
legt fyrirbrigði. Kannski það sé
verkalýðspostulunum aö kenna
eins og sumt annaö en óneitan-
lega hafa þeir rekið háskalega
verkalýöspólitik á undanförnum
árum og fýrir aðgerðir þeirra
eöa aögeröaleysi hefur launa-
mismunur i landinu aukist að
mun og komnar upp stéttir sem
hafa laun er þjóöfélagið ris alls
ekki undir. Aldrei hefur heyrst
frá verkalýðsforystunni eða Al-
þýöubandalaginu að launakröf-
ur einhverra starfshópa væru
óeðlilega háar og ósanngjarnar.
Það skal tekið fram aö töl-
fræöiatlas Alþjóðabankans gef-
ur einnig þjóðhagsstærðir ár-
anna 1975 og 1976 og áðurnefnt
hlutfall heldur sér þau ár. Hins
vegar rennir mig i grun að þessi
hiutföll hafi verið okkur eitt-
hvað hagstæðari á árunum 1973
og framan af árið 1974 og jafn-
vel öll fyrstu ár þessa áratugar,
I tfð vinstri stjórnar, og gáfu þá
tilefni til mikílla launahækkana
sem verkalýösforystan hefúr
siðan bitið i sig að væru eðlileg-
ar. Svo er þó ekki miðað við
daginn i dag og væri frömuðum
verkalýðshreyfingarinnar næst
aö hyggja aö launajöfnun og
einbeita sér að þvi að ná ein-
hverjuaf hinum bestsettu til að
hinir verst settu beri hærri hlut
frá borði. Má raunar óska þeim
til hamingju að svo virðist sem
brýningarnar hafi eitthvað dug-
að og i siðustu tillögum þeirra 4-
liti þetta viöhorf hjá þeim dags-
ins ljós.