Tíminn - 30.03.1979, Page 6

Tíminn - 30.03.1979, Page 6
6 Föstudagur 30. mars 1979 ' Wimmrn (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. ^ 3.000.00-á mánuöi._______Blaöaprent y Atlantshafsbanda- lagið 30 ára í dag eru liðin 30 ár siðan Alþingi ákvað að Island gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, sem þá var i ráði að stofna. Sú ákvörðun átti þá orðið alllangan aðdraganda. Upphafið má rekja til þess,þegar Bret- ar hernámu ísland i maimánuði 1940. Þá var ljóst, að hlutleysi og einangrun landsins varð þvi ekki lengur slik vörn og áður. Hlutleysisstefnan hentaði íslendingum ekki lengur. Eftir að heimsstyrjöldinni lauk og kalda striðið kom til sögunnar, var ljóst;að allra veðra gæti verið von i málefnum Evrópu. Framferði Sovétrikjanna i Austur-Evrópu vakti ugg þjóðanna i Vestur-Evrópu og þvi mynduðu þær sérstakt varnarbandalag sem ljóst var, að ekki myndi verða nægilega öflugt,nema Bandarikin kæmu til liðs við það. Þjóðir Vestur- Evrópu leituðu þvi samstarfs við Bandarikin um þessi mál. Tilraun Sovétrikjanna til að einangra Vestur-Berlin þótti ótvirætt dæmi um þá hættu, sem hér gat verið á ferðum. Upp úr þessum jarðvegi spratt Atlantshafsbandalagið og hefur þvi oft verið komizt þannig að orði.að Stalin hafi verið hinn raun- verulegi stofnandi þess. Framsóknarflokkurinn hafði strax á árinu 1946 markað sér stefnu i öryggismálum með tilliti til hinna nýju viðhorfa. Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 1946 var gerð sérstök ályktun um þessi mál. Aðalefni hennar var,að rétt væri fyrir íslendinga að hafa sér- stakt samstarf við Norðurlandaþjóðirnar og þjóðir Engilsaxa um öryggismál landsins.en á þann hátt, að ekki dveldist erlendur her i landinu. Hér var lagður grundvöllurinn að þeirri ákvörðun flokksins þremur árum siðar, að ísland ætti að vera meðal stofnenda hins nýja varnarbandalags, sem þá var verið að stofna. Áður hafði flokkurinn kynnt sér, ásamt hinum flokkunum sem stóðu að inngöngu Is- lands i bandalagið, að þátttöku i þvi fylgdi ekki krafa um að Islendingar hefðu eigin her, eða leyfðu erlenda hersetu i landinu á friðartimum. Innan fárra daga verða liðin 30 ár frá stofnfundi Atlantshafsbandalagsins. Allan þann tima hefur rikt friður i Evrópu. Friðarhorfur eru lika ólikt betri en fyrir 30 árum. Samt er enn þörf fyrir varnarsamstarf þar til að tryggja stöðugleika og jafnvægi milli austurs og vesturs. Aukin og styrkt slökunarstefna gefur hins vegar vonir um,að sá timi komi,að hernaðarbandalögin i Evrópu verði óþörf og heyri fortiðinni einni til. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur jafnan verið sterklega áréttað,að þátttakan i Atlantshafsbanda- laginu og herverndarsamningurinn frá 1941 væru tvö aðskilin mál. Herverndarsamningurinn spratt af sérstöku alþjóðlegu ástandi (Kóreustyrjöldinni). Eins og áður segir var gengið I Atlantshafsbanda- lagið i þeirri von að það gæti orðið trygging þess,að hér þyrfti ekki að vera erlendur her. Enginn áréttaði þetta betur á sinum tima en ólafur Thors. Það hefur i samræmi við þetta verið og er sjónar- mið Framsóknarflokksins, að hér eigi ekki að vera erlendur her þegar friðarhorfur styrkjast,þótt þátt- tökunni i Atlantshafsbandalaginu yrði haldið áfram. Við þetta voru tillögur Einars Ágústssonar, sem hann bar fram vorið 1974,miðaðar,en með þeim var jafnframt stefnt að þvi að hér gæti verið nauðsynlegt eftirlit til að fullnægja skyldu okkar við Atlantshafsbandalagið meðan það teldist nauðsyn- legt. Erlent yfirlit Aldurinn háir ekki Pertini sem forseta Gamall skæruliði, sem nýtur mikils trausts Pertini forseti ÞAÐ hefur oröiö hlutskipti manns, sem er oröinn 82 ára, aö hafa forustu um stjórnarmynd- un á Italiu, en stjórnarkreppa hófst þar eftir aö kommúnistar höföu hætt stuöningi viö minni- hlutastjórn Andreottis, sem var eingöngu skipuö kristilegum demókrötum. Eftir allangt þóf hefur Andreotti nú myndaö minnihlutastjórn aftur, en aö þessu sinni er hún ekki eingöngu skipuö kristilegum demókröt- um, heldur og fulltrúum frá sósialdemókrötum og Lýö- veldisflokknum. Þrátt fyrir þaö, þótt þessi stjórn styöjist þannig viö nokkuö meira þingfylgi en fyrri stjórn Andreottis, er henni ekki spáö langra lifdaga. Lik- legt þykir, aö þingiö muni fella hana, þegar hún leitar trausts þess, og aö eftir þaö veröi efnt til þingkosninga. Þetta gæti þó breytzt, ef flokkur Sandros Pertini forseta, Sósialistaflokkurinn, tæki þá af- stööu aö sitja hjá viö atkvæöa- greiösluna um traustsyfir- lýsinguna. Taki þeir þann kost, myndi þaö sennilega veröa fyrir áhrif frá Pertini. Pertini var kjörinn forseti ttaliu á siöastl. sumri eftir langt þóf sökum þess, aö hann var eini maöur- inn, sem flokkarnir gátu sam- einazt um. Um þaö leyti birtist frásögn um hann i New York Times og birtist hér útdráttur úr henni: Sandro Pertini, sem hefur veriö kosinn forseti Italiu, er þekktur fyrir heiöarleika, hug- rekki, göfugleika, kimni — og eins og hann hefur sagt sjálfur „vilja til þess aö hlusta á aöra en sjálfan mig”. Þaö leit út fyrir aö vera mikill léttir á meöal stjórnmálamanna og annarra ttala, aö slikur maö- ur skyldi hafa fundizt. Fráfar- andi forseti, Giovanni Leone, haföi sagt af sér vegna ásakana um mútuþægni. Gamall vinstrisinni, hinn 81 árs gamli Pertini hélt hrein- skilningslega, vinstrisinnaöa ræöu, þegar hann tók viö for- setaembættinu. Hann lagöi áherzlu á aö bæta veröi meö pólitiskum áhrifum úr atvinnu- leysi, húsnæöisleysi og fleiri vandamálum, sem hafa veriö vanrækt i um þrjátiu ár. Hann lýsti yfir stuöningi viö félaga sina i baráttunni gegn fasism- anum, en þegar anti-fasistarnir tóku ekki undir þessi orö hans sagöi hann, aö hann mundi ekki erfa gamla reiöi og aö hann vildi verða forseti allra ttala. Pertini minntist Aldos Moro , þar sem hann tók fram, aö hinn fyrrverandi forsætisráöherra mundi nú standa 1 sinum spor- um, sem forseti, ef hann heföi ekki veriö „grimmilega myrt- ur” af „Brigadi Rossi”-of- beldishópnum. Hann varaöi viö aö þarna væri ekki um aö ræöa pólitiskt ofbeldi. ALESSANDRO Pertini fæddist 25. september 1896 i bænum Stella nálægt Savona. Hann var sonur auöugra foreldra. Hann stundaöi nám i lögum og póli- tiskum visindum. Hann var sjó- liösforingi i fyrri heimsstyrjöld- inni, en sneri sér siöan aö stjórnmálum sem félagi i Sósialistaflokknum. Siöustu fimmtiu ár hefur hann veriö þekktur undir nafninu Sandro. Hann var fyrst handtekinn 1925, tveim árum eftir aö fyrsta fasistastjórnin var mynduö, vegna andstööu sinnar gegn henni. Hann fékk 8 mánaöa fangelsisvist fyrir að „hvetja til flokkshaturs og að móöga öld- ungaráöiö”. 1926 skipulagöi hann ásamt tveimur félögum sinum flótta Filippo Turati, sem var mikill sósialiskur leiðtogi, og flúöu þeir meö honum til Frakklands á fiskibáti. Þessu afreksverki er enn þann dag i dag hrósaö meöal italskra vinstrimanna. Meöan á útlegö- inni i Frakklandi stóö, vann Pertini sem múrari og viö fleiri ihlaupastörf. Jafnframt boöaöi hann andfasisma i Italiu frá út- varpsstöö i Nice. 1929 — eftir aö hann hafði snúiö til ttalfu aftur og stutt andfasista, sem börðust leyndri baráttu, var hann handtekinn aftur og dæmdur i 11 ára fangelsi vegna misheppnaðrar tilraunar til aö myröa Mussolini. Þegar móöir Pertinis skrifaöi fasistadómnum til aö biöja um náðun fyrir son sinn sökum slæmrar heilsu, skýrði hann dómnum frá þvi, aö hann bæðist undan hinni auðmýkjandi beiðni. Móöur sinni skrifaöi hann bréf fullt af beiskju og sársauka, þar sem hann segir að fyrir honum sé hún dáin. Seinna sættust þau, en vinir hans segja, aö bréfiö „góöa” valdihonum ennþá óþægindum. PERTINI var sleppt úr fang- elsinu 1943, en var enn einu sinni handtekinn. Hann flúði i október 1943 til að ganga enn á ný til liös við félaga sina andfasistana. Þá kynntist hann konu sinni, Carla, sem starfaði með flokknum. Hún var 30 árum yngri en hann. Þau eiga engin börn. Eftir striö- iö varö Pertini meölimur stjórn- lagaþingsins. Siöan þá hefur hann veriö þingmaöur og forseti þingsins i sjö ár. A sföustu árum hefur hann ekki veriö virkur forustumaður Sósialistaflokksins, en hann hef- ur ávallt verið tákn fyrir italska vinstrihreyfingu. Fréttaskýrendur segja, aö þaö séu margar ástæöur fyrir þvi aö Pertini var kjörinn for- seti. Ein er sú aö pólitisku flokk- arnir sem stjórna landinu — kristnir demókratar og kommúnistar — þurftu aö sam- einast um frambjóðanda og Pertini var sá eini, sem þeir vildu samþykkja eftir niu daga ósætti. Þaö eina, sem þeir settu fyrir sig gegn honum var aldur- inn. En ráðvendni hans var ekki dregin i efa og það er sá kostur, sem 70% ttala höföu sett efst á lista yfir þær kröfur, sem þeir geröu til hins væntanlega for- seta. Pólitiskir félagar hans lita á Pertini sem mann, sem er sjálfstæður og sem ekki fylgir i blindni pólitiskum flokki. Hér lýkur útdrættinum úr frá- sögn New York Times. Þvi má bæta viö, aö Pertini hefur borizt litiö á siöan hann var forseti. Kona hans hefur haldiö áfram aö gegna starfi sinu sem sál- fræöingur viö spitala i Róm og hefur hafnað þvi aö mæta viö opinberar móttökur, þar sem það rekist á viö starf hennar. Pertini hefur sagt, aö hann skilji og viröi afstööu hennar og þetta veröi þeim ekki til sundurlynd- is. Þ.Þ. Frú Pertini metur starf sitt meira en móttökur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.