Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 8
 Hvað heitir nýkrýndur heimsmeistari í kraftlyftingum? Hvaða þingmaður Samfylk- ingarinnar í Reykjavík hættir á þingi í vor? Hvaða heimsfræga rokk- hljómsveit hætti við tónleika vegna áfengisbanns á sviðinu? Geir H. Haarde, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir Árna John- sen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisút- varpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbú- inn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verk- efni.“ Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubót- um víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvit- að fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburð- ur í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórn- málanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálf- stæðismenn virðast treysta honum til góðra verka.“ Endurkoma Árna einstök í sögunni Forsætisráðherra segir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins treysta Árna Johnsen. Er tilbúinn til þess að láta til mín taka, segir Árni Johnsen. Endurkoma Árna er einstök í íslenskri stjórnmálasögu, segir Gunnar Helgi Kristinsson. Réttu hjálparhönd Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu. Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart! Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400. www.kopavogur.is Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. & ö›ruvísi villtur Villibrá›armatse›ill í nóvember. Bor›apantanir í síma 444 5050 e›a vox@vox.is Björn Ingi Hrafnsson virðist hvorki hafa kynnt sér starfsemi né þau lög sem mannanafnanefnd starfar eftir, segir Baldur Sigurðsson, dósent og einn nefndarmanna. „Þetta er dálítið kjánalegt. Eftir því sem ég komst næst í fréttum á sunnudaginn er Björn Ingi að tala um lögin frá 1991, en þau voru felld úr gildi árið 1996. Óvinsældir nefndarinnar má að miklu leyti rekja til þessara strangari laga. Samkvæmt þeim áttu innflytjend- ur til dæmis að taka upp íslensk nöfn. Þetta hefur ekki verið gert í tíu ár,“ segir Baldur. Í fréttum RÚV var haft eftir Birni að „séu úrskurðir [nefndar- innar] skoðaðir megi glöggt sjá að í mörgum tilvikum ráði smekkur einn ferðinni“. Baldur segir þetta af og frá. „Nefndin hefur alls ekki leyfi til að hafa smekk. Hún verð- ur alltaf að framfylgja lögum. Þetta tengist einnig þriðja atrið- inu hjá Birni, þegar hann leggur það til að úrskurðarvald um vafa- atriði verði fært frá nefndinni til ráðherra. Þetta myndi engan vanda leysa. Mannanafnanefnd er skipuð sérfræðingum sem hafa sérfræðiþekkingu á íslensku máli og vinnur einungis samkvæmt lögum. Stjórnmálamenn taka hins vegar oft ákvarðanir samkvæmt eigin duttlungum, ekki satt? Þetta býður því þvert á móti geðþótta- ákvörðunum heim.“ Björn Ingi talar óviturlega Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgastjóri opnaði í gær, ásamt borgastjórn, fyrir sölu á rauðum nefjum. Við formlega opnun sölunnar keyptu Vilhjálm- ur og borgarstjórnin rauð nef til að leggja sitt af mörkum. Allur ágóði rauðu nefjanna rennur til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur með bágstöddum börnum um allan heim. Rauðu nefin er hægt að kaupa í öllum verslunum Bónuss, 10-11, útibúum Glitnis, og á bensín- stöðvum Essó og kosta þau 500 krónur. Styrkja bág- stödd börn Rúmlega þrjátíu prósent Dana myndu kjósa Jafnaðar- mannaflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Er þetta mesta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnun í meira en tvö ár samkvæmt frétt Jótlandspóstsins á sunnudag. Flokkurinn mælist nú stærsti flokkur landsins því flokkur And- ers Fogh Rasmussen forsætisráð- herra, Venstre, fengi aðeins fjórð- ung atkvæða. Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu myndu sameiginlega bæta við sig tíu þingsætum ef þetta yrðu niðurstöður kosninga. Jafnaðarmenn auka fylgi sitt Vart má á milli sjá hvort sósíalistinn Segolene Royal eða íhaldsmaðurinn Nicolas Sarkozy myndu hafa betur ef þau ettu kappi í forsetakosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Bæði Royal og Sarkozy fá 34 prósent atkvæða í könnun TNS- Sofres-Unilog, en næstur þeim kemur hægriöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen með 13 prósent. Sósíalistar gera út um fram- bjóðandaval sitt á fimmtudaginn. Auk Royal sækjast Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius eftir útnefningunni. Royal og Sar- kozy hnífjöfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.