Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 12
Jaap de Hoop Schef-
fer, framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, skoraði í gær á
aðildarríkin að auka framlög sín
til varnarmála.
Framkvæmdastjórinn lét þessi
orð falla í heimsókn til Búdapest,
en hann er nú á heimsóknarúnti
milli höfuðborga NATO-landanna
til undirbúnings leiðtogafundar
bandalagsins sem fram fer í Riga í
lok mánaðarins.
Hann minnti á að eins og sakir
standa eyða einungis sjö af aðild-
arríkjunum 26 fullum tveimur
prósentum af landsframleiðslu til
varnarmála, en það eru þau mörk
sem bandalagið ætlast til að hvert
og eitt aðildarríki verji að lág-
marki í þennan málaflokk.
„Þetta er röng þróun fyrir
bandalag sem er metnaðarfullt og
stendur frammi fyrir síauknum
kröfum um þátttöku í alþjóðlegum
verkefnum og leiðöngrum,“ hefur
AP-fréttastofan eftir de Hoop
Scheffer.
Ísland er eina NATO-landið
sem ekki hefur útgjöld til varnar-
mála á fjárlögum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins mun
Ísland geta talið eftirfarandi sem
útgjöld til varnarmála: kostnað
við hið fyrirhugaða nýja varnar-
svæði á Keflavíkurflugvelli, fram-
lagið í Mannvirkjasjóð NATO sem
Ísland er nú í fyrsta sinn að hefja
greiðslur í, bein framlög til
aðgerða NATO, svo sem í Afgan-
istan, og hugsanlega rekstrar-
kostnað varnarmálaskrifstofunn-
ar, en engin formleg tilraun hefur
verið gerð til slíks útreiknings.
Taki Íslendingar að fullu við
rekstri Ratsjárstofnunar eftir að
ábyrgð Bandaríkjamanna á honum
sleppir í ágúst á næsta ári muni sá
kostnaður tvímælalaust teljast
útgjöld til varnarmála, en hann
nemur mörg hundruð milljónum
króna á ári. Hugsanlega mætti
einnig reikna rekstur Landhelgis-
gæslunnar með. Kostnaður við
Íslensku friðargæsluna er talinn
framlag til þróunarmála og þyrfti
því að endurskilgreina ef hann ætti
að teljast framlag til varnarmála.
Tvö prósent af vergri lands-
framleiðslu Íslands samsvarar um
tuttugu milljörðum króna.
NATO-ríkin
taki sig á
Framkvæmdastjóri NATO skorar á aðildarríkin að
verja meiru til varnarmála. Sjö af 26 ríkjum ná lág-
markinu, tveimur prósentum af landsframleiðslu.
Fram til áramóta
verður hægt að fá byggingalóðir á
Skagaströnd án þess að greiða
gatnagerðargjöld. Um er að ræða
lóðir við götur sem eru þegar til-
búnar. Að því er segir á heimasíðu
Höfðahrepps er um að ræða fjórar
lóðir undir íbúðarhús. Umsóknir
verða afgreiddar í þeirri röð sem
þær berast. „Við úthlutun lóðanna
skulu gilda ákvæði um að bygg-
ingaframkvæmdir skuli vera
hafnar innan árs frá úthlutun og
að byggingar skuli hafa hlotið fok-
heldisvottorð innan tveggja ára,
að öðrum kosti fellur niður ákvæði
um afslátt gatnagerðargjalda,“
segir um skilmála þessara góðu
kjara.
Ókeypis lóðir
á Skagaströnd
Aðalritstjóri og tveir
blaðamenn danska dagblaðsins
Berlingske Tidende voru í gær
kallaðir fyrir rétt í Kaupmanna-
höfn, ákærðir fyrir að hafa á
árinu 2004 birt upplýsingar úr
dönskum leyniþjónustuskýrslum.
Brotin sem þeir Niels Lunde
ritstjóri og blaðamennirnir
Michael Bjerre og Jesper Larsen
eru ákærðir fyrir varða sektum
og allt að tveggja ára fangelsi.
Lunde hefur áður sagt að
blaðið hafi ekki gert neitt
saknæmt er það birti greina-
flokk, sem byggðist að miklu
leyti á skýrslum sem láku frá
leyniþjónustu danska hersins, en
í þeim kom fram að engar
vísbendingar væru um að
Saddam hafi haft gereyðingar-
vopn.
DMK Tiltektarlán* kemur sér vel fyrir fólk sem er með fjölda
óhagstæðra skammtímaskulda. Í stað slíkra skulda kemur
eitt hagstætt lán með lægri greiðslubyrði.
Lántökugjald DMK Tiltektarlána er aðeins 1%. Hægt er að
fresta afborgunum af DMK Tiltektarláni fyrsta árið og greiða
aðeins vexti á því tímabili.
Aðrir þættir
DMK þjónustunnar eru:
• DMK Debetkort
• DMK Kreditheimild
• DMK Yfirdráttarheimild
• DMK Léttlán
• DMK 90% íbúðalán
• DMK Ráðgjöf
• DMK Reglulegur sparnaður
• DMK Tilboð
Sæktu um DMK á spron.is
A
RG
U
S
/
06
-0
55
2
DMK Tiltektarlán
– í stað margra óhagstæðra skammtímaskulda!
Fram til áramóta fánýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrirtvo í Borgarleikhúsinu.
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
* skv. útlánareglum SPRON