Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 18
fréttir og fróðleikur
Ak Kaz þýðir hvítur svanur
Tiltekið í
lögum
Donald H. Rumsfeld er lík-
lega einn umdeildasti varn-
armálaráðherrann í gjör-
vallri sögu Bandaríkjanna.
Hann er eini ráðherrann
sem gegnt hefur embættinu
tvisvar, en lætur brátt af
störfum, orðinn 74 ára.
Daginn eftir að repúblikanar töp-
uðu þingmeirihluta sínum skýrði
George W. Bush forseti frá því að
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra ætli að hætta en í stað hans
komi háskólarektorinn Robert
Gates, sem var um hríð yfirmaður
leyniþjónustunnar, CIA.
Bush segir þessa ákvörðun
reyndar hafa átt sér nokkurn
aðdraganda og líklega átti and-
staða ráðamanna innan hersins
nokkurn þátt í henni. Bæði fyrr-
verandi og núverandi yfirmenn í
hernum hafa hvað eftir annað
krafist þess að Rumsfeld segði af
sér.
Fljótlega eftir að Bush og Rums-
feld komust til valda hófst Rums-
feld handa við að gera viðamiklar
breytingar á skipulagi bandaríska
hersins. Hugmyndin var sú að
gera herinn meðfærilegri, ein-
falda hlutina og gera það auðveld-
ara að senda herlið þangað sem
þurfa þætti hverju sinni.
Þær umbótatilraunir fóru mis-
jafnlega vel í yfirmenn hersins,
sem alla tíð síðan hafa haft horn í
síðu ráðherrans. Ólíklegt þótti að
hann yrði langlífur í starfinu, en
árásirnar á New York og Washing-
ton í september árið 2001 breyttu
því heldur betur. Rumsfeld varð
lykilmaðurinn í viðbrögðum
bandarískra stjórnvalda við
hryðjuverkunum, og naut lengi
vel bæði virðingar og aðdáunar
þorra Bandaríkjamanna fyrir
áræðni sína og ákveðni.
Þegar Íraksstríðið fór að dragast á
langinn og mannfallið að verða
sífellt meira, fór jafnframt álitið á
Rumsfeld minnkandi. Nú er
honum að stórum hluta kennt um
hvernig fór, hann beri bæði meg-
inábyrgðina á því að senda banda-
ríska hermenn í vonlaust verkefni
í Írak og undir hans forystu hafi
þar á ofan verið staðið afar illa að
allri framkvæmd aðgerðanna.
Rumsfeld er einnig sagður bera
ábyrgð á illri meðferð og jafnvel
pyntingum fanga í Guantanamo,
Abu Graib og víðar í leynifangels-
um á vegum CIA.
Nú fyrir helgi bárust fréttir af
því að bandarísku mannréttinda-
samtökin CCR hafi ákveðið að
kæra Rumsfeld fyrir stríðsglæpi.
Kæran verður lögð fram í Þýska-
landi, eins og heimilt er í þýskum
lögum, en Rumsfeld nýtur frið-
helgi í Bandaríkjunum þannig að
samtökin sjá sér ekki fært að
leggja fram kæru þar.
Rumsfeld er reyndar af þýskum
ættum og hefur stöku sinnum
skroppið í heimsókn til ættingja
sinna í Þýskalandi. Rumsfeld er
fæddur og uppalinn í Chicago, en
þar um slóðir mun þriðji hver
maður geta rakið ættir sínar til
Þýskalands.
Rumsfeld var jafnan vel tekið
hér áður fyrr þegar hann lét sjá
sig á feðraslóðum í Sudweyhe,
einu úthverfa borgarinnar Brem-
en, en heldur hafa þýsku ættingj-
arnir orðið ósáttari við bandaríska
frændann eftir að stríðsrekstur-
inn hófst í Írak.
Ekki bætti úr skák þegar Rums-
feld sendi Þýskalandi og fleiri
Evrópuríkjum beittar glósur fyrir
nokkrum árum, ekki síst vegna
andstöðu þáverandi ráðamanna í
Þýskalandi við stefnu ráðamanna í
Washington í Íraksmálinu, og tal-
aði þá meðal annars um „gömlu
Evrópu“, sem honum þótti sitja
frekar aftarlega á merinni í heims-
málunum.
Henry Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði eitt sinn að Rumsfeld væri
ósvífnasti maður sem hann þekkti.
Kissinger ætti kannski að vita
hvað hann var að segja, því hann
hafði svo sannarlega kynnst
ýmsum býsna vafasömum ein-
staklingum um ævina.
Ósvífnin hefur farið í taugarn-
ar á jafnt andstæðingum Rums-
felds sem samstarfsmönnum, en
þó hafa margir kunnað að meta
hreinskilni hans. Starfsfólk í
Pentagon hrósar honum fyrir að
koma jafnan til dyranna eins og
hann er klæddur og segja mein-
ingu sína óhikað.
Margt af því sem Rumsfeld
hefur látið flakka um tíðina hefur
orðið fleygt, og sumt af því reynd-
ar þótt heldur kostulegt.
Í október árið 2002, rúmu ári
eftir árásirnar á Bandaríkin, sagði
Rumsfeld til dæmis um Osama bin
Laden, að hann sé „annaðhvort á
lífi og hefur það gott, eða á lífi og
hefur það ekki svo gott, eða ekki á
lífi“.
Bandaríski dálkahöfundurinn
Hart Seely kom reyndar fyrir
nokkrum árum auga á ljóðræna
hlið á ummælum varnarmálaráð-
herrans. Hann tók sig til og gaf út
heila ljóðabók með „ljóðum“ eftir
Rumsfeld. Tónskáldið Bryant
Kong bætti svo um betur og samdi
lög við nokkur þessara ljóða sem
síðan voru gefin út á geisladisk.
Eitt ljóðanna er tekið úr viðtali
við New York Times í maí árið
2001, þegar Rumsfeld mælti:
„Stöku sinnum stend ég hér, að
gera eitthvað. Og ég hugsa með
mér: Hvað í veröldinni er ég að
gera hér? Það kemur mjög á
óvart.“
Umdeildur ráðherra á förum
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS