Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 25
Landsþjónusta matarfíkla
heldur ráðstefnu helgina 17. til
18. nóvember.
OA-samtökin eða Hömlulausar
ofætur (Overeaters anonymous)
eru samtök nafnlausra matar-
fíkla sem voru stofnuð í Banda-
ríkjunum í janúar árið 1960 og á
Íslandi í febrúar 1982. Matarfíkn
getur verið stórt vandamál í lífi
fólks. OA-samtökin bjóða lausn
sem byggist á 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
OA-félagar eru karlar og
konur á öllum aldri um allan heim
sem eiga sér þá ósk að halda sér
frá matarfíkn og vilja bera boð-
skap samtakanna um bata áfram
til þeirra sem enn þjást.
OA er ekki megrunarklúbbur
og setur engin skilyrði um þyngd-
artap. Algjör trúnaður er á fund-
um, það kostar ekkert að fara á
fundi og allir eru velkomnir. Á
heimasíðu samtakanna kemur
fram að þau tengjast engum
öðrum félagsskap, pólitískum,
trúarlegum eða hugmyndafræði-
legum og taka ekki afstöðu til
málefna annarra en sinna eigin.
Meginmarkmið er að halda sig
frá matarfíkn og bera boðskap
samtakanna til þeirra sem enn
þjást.
Landsþjónusta OA-samtök-
anna stendur fyrir ráðstefnu
helgina 17. og 18. nóvember sem
verður haldin í skátaheimilinu
Vífilsfelli að Bæjarbraut 7 í
Garðabæ kl. 20–22. Þangað kemur
reyndur OA-félagi frá Bretlandi
og miðlar af reynslu sinni. Ráð-
stefnan er opin öllum matarfíkl-
um, jafnt virkum OA-félögum
sem nýliðum. Föstudagskvöldið
er einnig opið fyrir aðstandendur
matarfíkla og aðra sem vilja
kynna sér samtökin. Nánari upp-
lýsingar um samtökin og ráð..
stefnuna er að finna á heimasíðu
samtakanna www.oa.is
Landsþjónusta matarfíkla er
ekki megrunarklúbbur
Öll viljum við vera heilbrigð, fá að
eldast vel og njóta hamingju í
okkar lífi. Það er þó ekki sjálfgef-
ið að svo verði. Til að lifa ham-
ingjuríku og góðu lífi þurfa allir
að fylgja nokkrum meginatriðum í
lifnaðarháttum sínum, hvort sem
um er að ræða íbúa í Alaska, Alsír
eða á Íslandi.
1. Hófsemi er lykillinn að góðri
heilsu. Borðaðu rétt samsettar
máltíðir, hreyfðu þig daglega og
hafðu reglu á svefninum.
2. Ganga er mjög góð hreyfing.
Reyndu að taka 45 mínútna göngu-
ferðir daglega.
3. Sérfræðingar mæla með átta
klukkustunda svefni á hverri
nóttu. Svefnþörf getur verið mis-
munandi á milli einstaklinga en þó
er öllum ráðlagt að fá a.m.k. 7 klst.
svefn á nóttu. Svefninn veitir hvíld
sem er nauðsynleg geðheilsunni
því skortur á svefni getur m.a.
leitt til einbeitingarskorts og svo
verður styttri í þér þráðurinn.
4. Að hafa eitthvað fyrir stafni
er mjög jákvætt en það stuðlar að
því að fólk leiðist síður út í vonda
siði. Það er einnig mikilvægt að
stunda einhverja jákvæða iðju
sem gerir sálarlífinu gott. Að hafa
áhyggjur er mjög slæmt fyrir sál-
arlífið en vinnan göfgar bæði sál
og líkama.
6. Stundaðu félagslíf af kappi
en forðastu slúður og baktal. Svo
lengi sem þú sleppir allri nei-
kvæðni hefur þú gott af samveru
við annað fólk.
7. Mundu að það er ekkert sem
er þess virði að fórna heilsu og
hamingju fyrir, svo forðastu það
sem gæti valdið þér hugarangri og
leiðindum.
Heilsa og hamingja
SKIPULAG ER FALLEGT
LJÓSMYNDARAR MEÐ NÆMT AUGA
LITLU HLUTIRNIR GERA MIKIÐ
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
SNILLDARLAUSNIR FYRIR LÍTIL RÝMI
NÝTT BLAÐ KOMIÐ ÚT!