Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 28
Heilbrigðar þungaðar konur
sæki mæðravernd til heilsu-
gæslustöðva.
Framundan er breyting á skipu-
lagi mæðraverndar á höfuðborg-
arsvæðinu. Gert er ráð fyrir að
heilbrigðar þungaðar konur sæki
mæðravernd til nærliggjandi
heilsugæslustöðva en konur sem
skilgreindar hafa verið með
áhættuþætti sækja mæðravernd
til Landspítala - háskólasjúkra-
húss þar sem sérhæft eftirlit fæð-
ingarlækna og ljósmæðra fer
fram. Þetta kemur fram á vef LSH
á www.lsh.is
Á síðustu árum hefur hlutverk
annars vegar heilsugæslunnar og
hins vegar LSH við mæðravernd
verið að skýrast. Heilbrigðar
konur hafa í auknum mæli sótt
þjónustu til heilsugæslunnar en
konur sem eru í áhættu á með-
göngu hafa leitað til Miðstöðvar
mæðraverndar og á LSH. Fram-
vegis er gert ráð fyrir því að heil-
brigðar konur fái þjónustu hjá
ljósmóður og lækni á
heilsugæslustöð þar sem lögð er
áhersla á samfellda þjónustu.
Starfið á heilsugæslustöðvunum
verður eflt enn frekar og mun
njóta öflugs stuðnings Miðstöðvar
mæðraverndar.
Hlutverk Miðstöðvar mæðra-
verndar verður að styðja við
mæðravernd á heilsugæslustöðv-
unum á höfuðborgarsvæðinu og
landinu öllu með áherslu á ráð-
gjöf, fræðslu og faglegan stuðning
við starfsfólk heilsugæslustöðva.
Hún verður vettvangur þróunar
og rannsókna og tengiliður við
LSH.
Ákveðinn hópur kvenna þarf hins
vegar á sérhæfðu eftirliti á með-
göngu að halda og verður því sinnt
á kvennasviði LSH. Sérstök mót-
taka verður starfrækt við spítal-
ann fyrir konur í áhættu.
Þessar breytingar taka gildi 24.
nóvember og vonast er til að sem
minnst röskun verði á þjónustu
við þungaðar konur.
Breyting á skipu-
lagi mæðraverndar
Google gagnast læknum við
sjúkdómsgreiningar.
Ástralskt læknateymi notaði leit-
arvélina til að fletta upp sjúk-
dómseinkennum 26 erfiðra til-
fella, vegna rannsóknar sem
framkvæmd var á vegum Lækna-
rits Nýja Englands.
Í 15 tilfellum af 26 skilaði leit-
arvélin réttri sjúkdómsgreiningu
og telja aðstandendur rannsóknar-
innar hana sýna að Google leitar-
vélin sé læknum því góður liðs-
auki.
Google er nú vinsælasta leitar-
vélin á netinu, með aðgengi að
meira en þremur billjónum heilsu-
tengdum greinum, enda er netið
mestmegnis notað til að fræðast
um þann málaflokk. Það er því
ekki óeðlilegt að læknar skuli afla
sér upplýsinga á netinu þegar
þeirra eigin þekking þrýtur.
Heilbrigðisyfirvöld vilja þó
ítreka að jafnvel þótt læknum sé
mikill fengur að leitarvélum á
borð við Google muni þær aldrei
koma til með að leysa þá af hólmi.
Þeirra verði ætíð þörf þar sem
sérkunnátta sé nauðsynleg til að
lesa rétt úr gögnunum sem aflað
er á netinu.
Frá þessu er greint á fréttavef
BBC, www.bbc.co.uk
Læknar notast við
leitarvélina Google
Blue Lagoon gjafakort
Bláa lónið Húðvörur Spa meðferðir Veitingar Gisting
Upplýsingar í síma 420-8832 eða á bluelagoon@bluelagoon.is