Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 29
Ýmsar leiðir eru farnar til að fræða ungt fólk skaðsemi fíkniefna. Nú hefur Lýðheilsustöð í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið farið nýstárlega leið með skemmti- fræðslunni hvað EF í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Lýðheilsustöð býður foreldrum og nem- endum í 9. og 10. bekk að sjá skemmti- fræðsluna hvað EF í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagana 13., 14. og 15. nóvember. Þar er á nýstárlegan hátt notast við leik, söng, ljóð og tónlist til að fræða um staðreyndir fíkniefna. Markmiðið er að sýna unglingunum að þeir hafa val og hvernig margar saklausar ákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða segja já við einni lítilli E- pillu getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, jafnvel valdið ótímabærum dauða. Ungt fólk fær oft sína fyrstu fræðslu um fíkniefni frá neytendum eða sölumönnum sem fyrst og fremst þurfa fleiri viðskiptavini oft til að fjármagna eigin neyslu. Foreldr- ar eru hvattir til að fara með unglingn- um sínum á sýninguna og taka þannig virkan þátt í forvörnum. Það er 540 Gólf leikhús og SÁÁ, í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið, sem standa fyrir hvað EF skemmtifræðslunni.Höf- undar texta, ljóða og tónlistar eru þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Valgeir Skag- fjörð, rithöfundur og tónlistarmaður og leikhópurinn sem í eru Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvalds- son, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Huginn Ágústs- son. Foreldrar sem óska eftir að fá miða á sýninguna skrái þátttöku hjá Heimili og skóla. Miðana þarf að sækja í miðasölu Hafnarfjarðarleikhússins fyrir sýn- ingu og þarf þá að gefa upp nafn. www.lydheilsustod. is Skemmtifræðsla um forvarnir Breskir vísindamenn hafa nú náð að gefa blindum mýs sjón á ný, að því er kemur fram í breska dagblaðinu The Guardian. Læknar á Moorfields Eye Hospital og the Ins- titute of Child Health í Englandi tókst að græða ljós- næmar frum- ur í nethimnu í augum músanna sem varð til þess að þær öðluðust sjón. Aðgerðin gefur mörgum blind- um nýja von. Um 15 prósent ein- staklinga yfir 75 ára aldri verða fyrir aldurstengdri blindu og er talið að þessi aðferð gæti bætt þess konar blindu. Andrew Dick, lækna- prófessor við Háskólann í Bristol, segir að það sé ekki komin töfra- lausn við blindu en segir jafnframt aðgerðina það einstaka að full ástæða sé til að reikna með að hægt verði að gefa einhverjum blindum sjón á ný með svona ígræðslu þegar fram líða stundir. Blindir binda vonir við breskar mýs Vísindamenn hafa prófað tvö ný bólusetningarlyf gegn HIV með góðum árangri. Lyfin eru tvenns konar og byggja á mismunandi þáttum. Annað nýtir DNA sem mótefnisvaka ean hitt notar adenóvírusa til að vekja við- brögð hjá ónæmiskerfinu. Bæði lyfin gáfu góða raun en þau efldu ónæmissvörun líkamans gegn HIV-veirum til muna. Vonir standa til að hægt verði að nota lyfin saman og fá þannig fram hámarksáhrif. Bólusett gegn HIV Breskir vísindamenn hafa búið til gervimeltingarveg sem nota á til rannsókna á áhrif- um ýmissa matartegunda á meltinguna. Tækið er hannað þannig að það líkir eftir bæði hreyf- ingum melt- ingarvegsins og öllum þeim efnahvörfum sem þar fara fram. Tækið er úr sýru- þolnum plast- efnum og málmum sem gerir melting- arsýrum kleyft að vinna óáreittar og án þess að skemma tækið. Gervimeltingarvegurinn er á við hálfan meltingarveg eðlilegr- ar manneskju. Í hann er hægt að láta skammt sem samsvarar ham- borgara og frönskum og ef hann fær of mikið þá er hann gerður þannig að hann ælir matnum upp aftur. Tækið er í eigu bresku fæðu- rannsóknastofnunarinnar en það hefur þegar kallað á athygli einka- aðila. Þeir vilja aðgang að tækinu til að prófa afurðir sínar og sjá hversu hollar, eða óhollar, þær eru. Gervimagi Hverjir eru bestir? - í snakkinu okkar er 100% sólblómaolía - mun hollara en frá erlendum framleiðendum - aðeins 3% mettuð fita - engin hert fita - engar transfitusýrur, sem er mjög gott - 30% minni fita en í kartöfluflögum - þess vegna erum við bestir Í nýlegri bandarískri könnun fékk íslenska Stjörnusnakkið sérstaklega góð meðmæli. Umfjöllunin er á vefsíðunni: http://www.taquitos.net. Sjá einnig kr ækju á www.snakk.is www.snakk.is Hol lara sna kk með 100 % sólb lóm aol íu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.